Tíminn - 13.09.1973, Side 19

Tíminn - 13.09.1973, Side 19
Fimmtudagur 13. september 1973 TÍMINN 19 sem þá var útræði mikið, og stundaði þaðan sjó, þvi aö þá var önnur öldin en nú. Þá gekk fiskur í fjörð, svo að ekki var alltaf langt fanga að leita. Það var svo 1930, sem ég fór aftur heim i Hrafnseyri og tók þar viö búskaparstörfum. Þá kom til min stúlka, sem ég var þegar bú- inn að kynnast nokkuð. Það var Daðina Jónasdóttir, dóttir Jónas- ar hreppstjóra i Reykjarfirði i Suðurfjörðum. Jónas tengdafað- ir minn var þingeyskur, en fluttist til Vestfjarða ásamt öðrum manni, Kristni Guðlaugssyni á Núpi i Dýrafirði, sem þar gerði garðinn frægan. Hann var bróðir séra Sigtryggs Guðlaugssonar, sem öll þjóðin þekkir. Báðir þess- ir menn, Kristinn Guðlaugsson og Jónas tengdafaðir minn, hresstu upp á búskaparlagið hjá okkur fyrir vestan. ' ■ 1 |M ■ Þórður Njálsson meö sitt siöa, fræðimannlega skegg, Nú. Viö Daðina Jónasdóttir gengum i hjónaband vorið 1930, byrjuöum búskapinn á Hrafns- eyri og bjuggum þar i nokkur ár. Siðan fluttumst við aö Stapadal — þaö er þarna úti meö firöinum — og bjuggum þar i nokkur ár. Þá losnaði jörðin Auðkúla, og nú datt okkur i hug að breyta til, þvi að sú jörð er miklu meiri af sér en Stapadalur. Við seldum þá okkar jörð og fluttumst að Auðkúlu. Þar varð okkar lengsti búskapartimi, og þar ólust börn okkar upp tií þroska, en þau höfðu byrjað að fæðast á meðan við vorum á Hrafnseyri. Þau urðu ellefu. Eitt þeirra dó i fæðingu, annað á unga aldri, og það þriðja misstum við fyrir skömmu. Það var uppkom- inn sonur. Hann fórst i snjóflóði á Hrafnseyrarheiði. Hin öll eru bú- andi fólk, dálitið dreift, eins og gengur og gerist. Nokkur búa á Vestfjörðum. en sum eru flutt hingaö suður i fjölmenniö. Þó eru þau ekki öll i Reykjavik. Akranes og Hafnarfjörður koma þar einn- ig við sögu. — Þú hlýtur að eiga margt barnabarna? — Ef ég man rétt, þá eru þau tuttugu og tvö. Það litur ekki út fyrir aö ættin ætli að ganga sam- an á næstu árum. — Nú ert þú þrennt f senn, Þórður: Skáld, fræðimaður og búfræöingur. Hvernig gekk þér að samræma allt þetta? — I fyrsta lagi held ég að þetta sé talsvert orðum aukið hjá þér. En ef svona væri ástatt um mig, þá held ég að það gæti farið alveg prýðileg saman. Landbúnaður veitir mikil tækifæri til þess að hugsa, jafnvel á meðan menn eru að verki. Þær eru svo margar, stundirnar, þegar ekkert glepur. Maður getur verið að horfa á lagðprúða hjörð sina i haga. Þá getur margt komið i hugann, sem maður vill ekki gleyma. Þegar staðið er viö slátt með orfi og ljá, eins og gert var á minum upp- vaxtarárum — og löngu siðar — er lika hægt aö láta sér detta eitt- hvaö I hug, sem svo er geymt I minni. Auövitað reyndi maður aö vinna eins vel og kraftarnir leyföu og helzt ekki að vera eftir- bátur allra annarra. Faöir minn var talinn ágætur sláttumaöur. Um sjálfan mig vil ég ekki segja neitt. Ef til vill hef ég verið hálf- drættingur. Ég vil að minnsta kosti vona það. — Hvort þótti þér skemmti- legra, skepnuhirðing eða hey- skapur? — Þetta er mjög bundið hvort öðru. Þó eru skepnurnar meira lifandi og binda mann fastari böndum við sig en gróðurinn, þótt Framhald á 35. siðu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.