Tíminn - 13.09.1973, Page 21
Fimmtudagur 13. september 1973
TÍMINN
Frá Tatra-ky nningunni. — Torfærutrölliö fór léttilega meö 11 tonn um þessar torfærur.
Stolt tékkneska iðnaðarins
í VOR KYNNTI Tékkneska bifreiðaumboðið á Is-
landih.f. Tatra torfærutröllið, bifreið sem mun eiga
sér fáa jafningja i að komast yfir hverskonar tor-
færur, hvort sem um er að ræða ójafnt landslag,
aurbleytu, vatn eða þvi sem næst hvaða torfæru
sem er.
Til að gefa lesendum blaðsins, sem ekki komust á
sýninguna kost á að kynnast þessu trölli, snerum
við okkur til Tékkneska bifreiðaumboðsins og feng-
um eftirfarandi upplýsingar um bifreiðina.
t áratugi hafa TATRA verk-
smiöjurnar sérhæft sig I fram-
leiöslu vörubifreiöa til notkunnar
i torfærum og þar sem aöstæöur
eru erfiöar, en TATRA verk-
smiöjurnar eru nú meöal fremstu
bifreiöaverksmiöja i framleiðslu
á slikum bifreiöum.
TATRA vagnaverksmiöjurnar
voru stofnaöar 1852, fyrstu bif-
reiðina framleiddu verk-
smiöjurnar áriö 1872. Arið 1898
framleiddu TATRA verk-
smiðjurnar fyrstu vörubifreiðina,
sem framleidd var i allri
Mið-Evrópu. Nú framleiðá
TATRA verksmiðjurnar yfir
20.000 torfæruflutningabifreiðar
árlega, en um 70% framleiðslunn-
ar fer til útflutnings, þar af um
25% til Vestur-Evrópu, en
TATRA-bifreiðar eru nú fluttar til
yfir 50 landa.
Frábær reynsla
Bifreið sú, sem hér er kynnt, er
af gerðinni TATRA T-148, sem er
mikið styrkt og endurbætt gerð af
hinni vel þekktu TATRA T-138
bifreið, en af þeirri gerð voru
framleiddaryfir 60.000 bifreiðar á
þeim 12 árum, sem bifreiðin var i
framleiðslu. Hlaut sú gerð
TATRA-bifreiða frábæra reynslu
i öllum heimsálfum. Meira en
20.000 bifreiðar hafa nú verið
framleiddar af TATRA T-148, á
þeim tveimur árum sem bifreiðin
hefur verið i framleiðslu og þykir
þessi gerð bifreiða, án nokkura
tvimæla, ein hentugasta torfæru-
flutningabifreiðin á markaðnum.
TATRA T-148, er knúinn 212
h.a. (DIN) 8 strokka loftkældri
TATRA 2-928-1 diesel vél, en
TATRA-vélar hafa hlotið frábæra
reynslu, jafnt við hitabeltis- sem
heimskautaloftslag. Fjölblaöa
hverfilvifta annast kælingur.a,
sem er algjörlega sjálfvirk og
tryggir fullkomna kælingu við
mismunandi hitastig og vinnu-
álag. Eldsneytisinnspýting með
blöndunarhólfi i hverjum strokki,
sjá vélinni ávallt fyrir mjög ná-
kvæmri eldsneytisblöndu við öll
gangstig vélarinnar og tryggja
þannig ávallt fullkomna nýtingu
eldsneytis. Hlutar vélarinnar
hafa verið staðlaðir eins og frek-
ast er unnt, en vélin samanstend-
ur af sjálfstæðum strokkum, sem
gerir aljt viðhald mun hagkvæm-
ara, enda kostnaður við endur-
byggingu vélarinnar mun minni
en við aðrar sambærilegar vélar,
og er TATRA 2-928-1 vélin nú talin
ein fullkomnasta sinnar tegundar
á markaðnum.
Hvert hjól hefur
sjálfstæða fjöðrun
TATRA T-148, er fáanlegur ipeð
þremur „hásingum” og (og með
tveimur sem dráttarbifreið) og
eru drif á þeim öllum (6x6)'.
Læsanlegt mismunadrif er á
hverri hásingu, og framhjóladrif-
ið er frátengjanlegt með einu
handtaki frá stjórnklefa. Enn-
fremur er mismunadrif milli
afturhásinganna, sem eykur
mjög slitþol hjólbarðanna. Hvert
hjól hefur sjálfstæða fjöðrun, en
fjöðrunarútbúnaðurinn er einn af
helztu kostum bifreiðarinnar viö
torfæruakstur, þar sem hvert hjól
getur gengið lóörétt allt aö 40 sm.,
þegar ekið er yfir ójafnan jarðveg
og hefur hvert hjól þvi fullkomið
grip við jafnvel erfiðustu aðstæð-
ur.
Hraðstigin eru 5 áfram og 1
afturábak, með niðurfærzlustig-
um (lággir), sem eru fjarstýrð,
og eru 2. til 5. gir alsamhæföir.
Ennfremur er fáanlegt aflúrtak
úr girkassa, bæði með og án dælu,
fyrir aukahluti með þremur mis-
munandi hraöahlutföllum.
Mikið hefur verið upp úr þvi
lagt, aö störf bilstjórans væru
sem léttust og eru mismunadrifs-
lægingar, niðurfærzluhraðar og
framhjóladrif fjarstýrð. Bifreiðin
hefur vökvastýringu, vökvatengi
og lofthemla (tvöfalt hemlakerfi
auk vélarhemils og handhemils)
sem útiloka öll átök viö stjórn bif-
reiðarinnar.
Stjórntækjum öilum er mjög
haganlega fyrir komiö og eru þau
öll aflknúin og fjarstýrð. Reynsl-
an hefur leitt i ljós, að hinn frá-
bæri fjöðrunarbúnaöur tekur sér-
lega vel við öllum ójöfnum til
stóraukinna þæginda fyrir öku-
manninn. Okumannssætið er enn-
fremur sérstaklega hannaö til að
falla vel aö likamanum og hefur
bæöi lóörétta og lárétta stillingu.
Ennfremur er fjöörun þess still-
anlega að ósk ökumannsins.
Stjórnklefinn er vel hljóð-
einangraður og vel er séö fyrir
loftræstingu og hita, en bifreiðin
hefur sjálfstæða oliumiðstöð með
hitastilli.
Margar gerðir
Bifreiðin, sem hér er kynnt,
TATRA-148 S3, er vöruflutninga-
bifreið með hliðar- og endasturt-
um og 15 tonna burðarþoli. —
TATRA T-148, eru hinsvegar fá-
anlegir i mörgum mismunandi
gerðum, t.d. meö grjótpalli, sem
tankbifreiðar, dráttarbifreiðar,
flutningabifreiðar, steypubif-
reiöar, slökkvibifreiðar, stigabif-
reiðar, kranabifreiðar, til jarö-
borunar og ennfremur sem grind
eingöngu. Grindin er þannig úr
garöi gerö, aö mjög auðvelt er að
útbúa bifreiðina til að þjóna
margvislegum hlutverkum.
A TATRA T-148 S3, er sturtun-
um stjórnaö úr stjórnklefa og er
endalokan á pallinum sjálfvirk.
Aætlað verð á TATRA T-148 S3,
,nálægt kr. 3.000.000,00 með
sturtum og p^lli og að fullu tilbúin
til notkunnar!'
Hvert hjól hefur sjálfstæða fjöðrun.