Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 10
A tvikið í miðborg Kabúl í Afganistan í gær, þegar tveir Ís-lendingar særðust og einn hlaut skrámur í sprengjuárásá hóp friðargæsluliða, hlýtur að skapa alvarlegar opin- berar umræður um forsendurnar fyrir þátttöku Íslands í alþjóðlegri friðargæslu. Hafi einhverjir hér á landi haft á til- finningunni að friðargæsla væri friðsælt, hættulaust og jafnvel hversdagslegt verkefni, sem ekki væri sérstök ástæða til að leiða hugann að eða hafa áhyggjur af – einhvers konar skáta- starf – á það ekki lengur við. Hryðjuverkið í Kabúl segir okkur að friðargæsla er dauðans alvara. Ódæðisverknaðinum var vísvitandi beint að átta manna hópi friðargæslumanna. Í hópnum voru sex Íslendingar, einn Banda- ríkjamaður og einn Tyrki. Hatrið sem beindist að þeim var slíkt að tilræðismaðurinn kaus að sprengja sjálfan sig upp og deyja til að geta unnið þeim mein. Því miður er ekki um einangraðan atburð að ræða því fréttir um ódæðisverk af þessu tagi berast reglulega frá Afganistan. Þær sýna að langur vegur er frá því að tekist hafi að koma á friði og jafnvægi í landinu í kjölfar inn- rásar Bandaríkjamanna og fleiri þjóða fyrir tveimur árum. Þær sýna að friðargæslan þar er áhættusamt starf við erfiðar og afar hættulegar aðstæður. Ekki eru liðnir fimm mánuðir frá því að Íslendingar tóku við stjórn alþjóðaflugvallarins í Kabúl að viðstöddum Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi utanríkisráðherra. Um það var þá talað sem stærsta friðargæsluverkefni okkar frá upphafi og mikið gert úr því trausti sem Íslendingum væri sýnt með því að fela þeim að stjórna fjölþjóðlegu liði frá Atlantshafsbandalaginu á flugvellinum. Á annan tug íslenskra manna mun vera við störf í Kabúl og gegna flestir þeirra einhvers konar stjórnunarstörfum. Yfirmaður flugvallarins er íslenskur og íslenskur sérsveitar- lögreglumaður stýrir hópi vopnaðra varðmanna á vellinum. Þó að við Íslendingar höfum í meira en hálfa öld í þágu varna landsins verið þátttakendur í öflugasta hernaðarbandalagi veraldar, Atlantshafsbandalaginu, er sú hugsun mjög sterk og áleitin með þjóðinni að við eigum að koma fram sem hlutlausir friðflytjendur og sáttasemjarar á alþjóðavettvangi. Einmitt þess vegna fór stuðningur íslenskra stjórnvalda við innrásina í Írak fyrir brjóstið á svo mörgum hér á landi. Ýmsum hefur þótt að friðargæsla hentaði Íslendingum vel og að við ættum að bera okkur eftir frekari alþjóðlegum verkefnum á því sviði. Um þessa skoðun má efast. Friðargæsla er á mörkum löggæslu og hermennsku og hið síðarnefnda á sér enga hefð á Íslandi. Við getum áreiðanlega á ýmsum sviðum leiðbeint og kennt öðrum þjóðum til verka en friðargæsla er tæpast eitt þeirra. Og rétt er að hafa í huga að sem friðargæslumenn í Afganistan komum við ekki fram sem hlutlausir aðilar, óháðir þeim sem takast á í land- inu, heldur sem þátttakendur í hernáminu. Þess vegna beinast skeytin og hatrið að okkar mönnum. Um leið og við fordæmum sjálfsvígsárásina í Kabúl í gær hljótum við að staldra við og spyrja um framtíð og forsendur íslenskrar friðargæslu. Okkar menn í Afganistan eru í daglegri lífshættu og það er nauðsynlegt að þjóðin viti það og horfist í augu við það. ■ 24. október 2004 SUNNUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Friðargæsla er annað og meira en hættulaust skátastarf. Dauðans alvara í Afganistan FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Dúsurnar farnar Kennarar eiga bágt; samúð lands- manna með þeim er eitthvað á reiki eftir ógnartíma verkfallsins. Og æði margir eiga erfitt með að skilja hvaða úthaf skilur að deilendur málsins sem hafa komið en þó aðallega farið úr Karphúsinu síð- ustu daga. Ein ástæða fyrir hörku kenn- ara hefur lítið verið nefnd; við einsetn- ingu skóla minnkuðu möguleikar kenn- ara til allrar yfirvinnu sem var vel þekkt fyrirbæri á árum áður en telst orðið til tíðinda. Þá hefur sumarleyfi stéttarinn- ar styst af sömu sökum og því ekki jafn auðvelt fyrir kennara og áður að verða sér úti um ágæta aukavinnu yfir hey- annirnar. Kennarar sitja því eftir með strípuð launin að meira og minna leyti og eru tilbúnir að fórna ýmsu fyrir betri kjör ... Rólegt í Stjórnarráðinu Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra boðaði forvígismenn kennara og sveit- arfélaga á fund sinn á mánudag eftir að upp úr deilunni slitnaði síðastliðinn fimmtudag. Vart verður sagt að um skyndifund sé að ræða og furða sig margir á að ráðherra hafi ekki drifið fundinn á strax á föstudag, í síðasta lagi laugardag. Eftir hverju er að bíða? Ríkisstjórnin hefur vikið sér undan ábyrgð í þessari erfiðu vinnudeilu svo vikum skiptir og eilíflega vísað á sveit- arfélögin - og þá fyrst að hún grípur inn í ferlið er byrjað á því að gefa mönnum helgarfrí. Víst er að víða erlendis væri búið að leggja fram van- traust á stjórnvöld vegna máls af þessu tagi, en hér heima virðist eitthvert mesta uppnám sem orðið hefur í lífi barna og unglinga á síðustu árum vera afgreitt sem einkamál kennara og launanefndar sveitarfélaga ... ser@frettabladid.is Líklega er lífshamingjan að mestu fólgin í einfaldleikan- um. Þetta á við um heilsuna, ástina, uppeldið og atvinnuna. Og svo náttúrlega æskuna. Allt miðar hinsvegar að því að flækja líf fólks – og þannig hefur það verið um nokkurt árabil; allt lýtur nú lögmáli hinna flóknu samverkandi þátta. Ég var með sama kennar- ann alla mína barnaskólatíð; sex ár – alltaf sama kennslu- konan. Svona er þetta ekki í dag. Ein dætra minna hafði sjö umsjónarkennara á fyrstu sex árunum í grunnskólanum sín- um. Líklega verður endur- minning hennar af þessu mik- ilvæga skólastigi öllu tætings- legri en myndin mín af gömlu góðu barnaskólaárunum. Og svo er hún þar fyrir utan fórn- arlamb verkfalls sem hvorki fugl né fiskur hefur áhuga á að leysa. En nóg um það. Ég ætla að skrifa um æskuna. Nútíminn er hraðskreiðari en gamli tíminn. Nú er svo komið að allar breytingar eru knúnar fram af viðþolslausum ákafa. Markaðs- setning hefur tekið við af kenni- setningum. Í endurminningunni er líf manns sem barns alveg af- skaplega hæglátt og nægjusamt, svolítið eins og dundur í kofa eða bið eftir grassprettu. Litlu barnaherbergin á sjöunda áratugnum voru sex fermetra skot með dívan og tekkborði; tekkhillur þar yfir með nokkrum tindátum - og svo voru það bæk- urnar, allavega bækur en flestar myndlausar. Fyrsti grammófónn- inn minn gat bara snúið smáskíf- um; útvarpið var aðeins fyrir full- orðna, sjónvarpið ekki komið. En þetta þýddi ekki leiðindi. Onei. Frelsi bernskunnar var talsam- band við náttúruna. Ofan í skurð- um stóðu yfir virkjanafram- kvæmdir svo sílin syntu ekki burt; ofan á bökkunum voru reist- ir skúrar með kanínum og ung- arnir seldir með spekingslegu augnaráði. Eða litlu krílin krufin ef þau dóu í höndunum manns. Þetta var fínt líf. Og svo var öðru hverju öskrað matur ofan af tröppunum heima. Það var saltfiskur þakinn hamsa- tólg. Nútíminn er laus við þolin- mæði gamalla daga. Jafnvel þögn- in er ekki lengur kostur. Á þrem- ur hæðum heimilis míns er kveikt á nokkrum útvörpum, sjónvörp- um, geislaspilurum og tölvum. Allt hefur einhvern veginn marg- faldast, orðið háværara, óþolin- móðara. Nútíminn er að pakka æskunni inn í fremur ófyrirleitan heim sem er yfirfullur og yfirborðs- kenndur. Fyrrnefnd dóttir mín eignaðist á skömmum tíma svo mikið safn af barbídúkkum og öll- um fylgihlutunum sem þeim fylgja að hún komst ekki lengur yfir það að leika sér með dótið. Þar fyrir utan dundu á henni dóm- ar markaðarins þess efnis að barbí væri úrelt; allt annað gling- ur komið í tísku. Synir mínir hafa á skömmum tíma eignast svo marga tölvu- og sjónvarpsleiki að þeir eru fyrir löngu hættir að leika sér með þá. Heimili mitt hefur smám saman fyllst af leik- föngum sem engin þörf virðist vera fyrir. Og ég hef ekki undan að bera barnagull út í bílskúr af því að rýma þarf herbergin fyrir nýjustu græjunum á leikfanga- markaðnum. Sonur minn sagði mér um dag- inn að ég yrði að kaupa borð- tennisborð; allir vinir hans væru búnir að eignast slíkt þing. Ef fram heldur sem horfir mun yngri bróðir hans biðja mig að kaupa knattspyrnuvöll; allir vinir hans eigi einn svoleiðis. Þetta eru dálítið trylltir tím- ar. En við eigum að heita öll við góða geðheilsu. Það er allsendis óvíst hvort vísitala neyslusvipsins sé skæl- brosandi eða í skeifu. Ofgnóttin sem umkringir ungmenni sam- tímans er þeirrar náttúru að þvæla hugann fremur en að stæla hann. Sköpunargáfan er keypt utan úr heimi; kemur þaðan í kössum, komið fyrir á borði og þar er setið uns önnur græja glepur hugann. Hugur barna er hakkavél sem tekur við meiru en hún meltir. Og sjálfstæð hugsun er sérviska sem leiðir til eineltis. Þetta er stundum kallað firring, en það er ein- földun; þetta er frjáls og óheft neysla – sem á köflum leiðir til ofurskammts af efnisheimin- um. Ánægjan af því að eignast hluti hefur verið gengisfelld. Í efnis- heiminum er allt orðið svo sjálf- sagt og einnota að engin ástæða er lengur til að aðhafast þótt eitt- hvað skemmist. Leikfanga- markaðurinn er leikur að börnum; æ slóttugri leiðir að litlum hjört- um. Hönnuðir leikja eru öðru fremur að skapa nýjar þarfir. En sömu þarfir mega ekki endast um of. Þörfin fyrir nýjum þörfum er öllu öðru yfirsterkari; ella stöðv- ast færibandið. Leikföng og græjur eru því í meira mæli að verða skammtímaskemmtun. Ár- gerð leikfanga skiptir nú öllu máli. Og tveggja ára útgáfa af ein- hverjum leik er álíka girnileg og gallaður matur. Ofgnóttin mun breyta gildis- matinu hægt og bítandi. Ung- menni sem eignast nokkurnveg- inn allt á fyrstu átján árum æv- innar eiga greiða leið inn í tóm- leikann; eftirvænting þess að eignast breytir um merkingu – og þá er ekki að sökum að spyrja; virðingin fyrir þeirri gömlu dá- semd að þiggja brenglast. Börn og ungmenni eru að verða eftirsóttasti markhópur viðskiptalífsins. Markaðurinn velur allt fyrir þau, jafnt leikföng sem föt, tómstundir og áhugamál. Barn sem klæðir sig ekki eftir ströngustu markaðsvitund sam- tímans verður öðruvísi. Barn sem á ekki nýjasta tölvuleikinn á erfiðara með að eignast vini. Og barn sem lætur ekki tilsniðin tóm- stundaúræði stjórna lífi sínu verður á endanum utanveltu. Börnin mín hafa það fínt. Börn á Íslandi hafa það yfirleitt mjög gott. Einu áhyggjur mínar eru að þau hafi það of gott. Og að einfald- leikinn sé dauður. Einfaldleiki æskunnar TÍÐARANDINN SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Nútíminn er hrað- skreiðari en gamli tím- inn. Nú er svo komið að allar breytingar eru knúnar fram af viðþolslausum ákafa. Markaðs- setning hefur tekið við af kenni- setningum. Í endurminningunni er líf manns sem barns alveg af- skaplega hæglátt og nægjusamt, svolítið eins og dundur í kofa eða bið eftir grassprettu. ,, 10-11 Leiðari 23.10.2004 21:04 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.