Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 16
16 24. október 2004 SUNNUDAGUR Starf löggæslumanna Ríkislögreglustjóra hefur þróast ört í takt við breytta heimsmynd. Auk þess að fylgjast með því að Íslendingar fari að lögum og reglum fást þeir nú meðal ann- ars við eftirlit með al- þjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, eins og Sús- anna Svavarsdóttir komst að þegar hún ræddi við Guðmund Guðjónsson yfirlög- regluþjón. Það sem við erum að vinnaað núna er að skilgreinaskipulagða glæpastarf- semi,“ segir Guðmundur Guð- jónsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, þegar hann er spurður hvort skipulögð glæpastarfsemi sé farin að teygja anga sína hingað til lands. „Það er nokkuð mis- munandi hvernig slíkt er skil- greint og engin ein skilgreining til.“ Guðmundur er sviðsstjóri yfir sviði fjögur hjá embættinu, en undir það heyra tæknistofa, ID-nefnd, upplýsingamál, for- varnir, menntunar- og fræðslu- mál, ársskýrsla og innra eftirlit. Hann segir embættið vinna að því þessa dagana að skoða skipu- lagða glæpastarfsemi á Íslandi í erlendu samhengi. Þetta sé mjög flókið fyrirbæri og mikilvægt að skoða vel hvað fellur þar undir; hvort beina eigi sjónum að ein- staka hópum eða horfa á feril af- brotsins, hvaða merkingu það hafi að skilgreina afbrot sem hluta af skipulagðri glæpastarf- semi og þá sérstaklega hvernig sú skilgreining veiti betra tæki- færi til að vinna gegn þessum tegundum afbrota. Guðmundur segir nokkur mál hafa komið hér upp sem kalli á það að þessir þættir séu á hreinu. Innbrot og fjársvikamál „Dæmi eru um að útlendingar hafi komið hingað sem ferðamenn og framið afbrot, til dæmis fjórir Pólverjar sem hér voru dæmdir til fangelsisvistar í fyrra fyrir innbrot og þjófnaði á Suður- og Vesturlandi. Þeir brutust inn í sumarbústaði, sveitabæi og versl- anir frá Snæfellsnesi og austur í Flóa. Síðan hefur komið upp nokk- uð af fjársvikamálum, til dæmis fjársvik með erlenda tékka, fjár- svik úr banka í Belfast á Norður- Írlandi, fjársvik með stolnum og fölsuðum kreditkortum, eins og menn þekkja. Í fyrra voru hand- teknir hér ferðamenn sem höfðu fengið íslenskar kennitölur með því að framvísa fölsuðum skilríkj- um hjá utangarðsskrá Hagstofu Íslands. Og svona mætti lengi telja. Það er full ástæða til að skoða þessi tilvik til þess að at- huga hvort þau geti flokkast sem skipulögð og jafnvel alþjóðleg glæpastarfsemi í einhverjum til- vikum.“ Guðmundur segir þegar hafa verið aflað mikilla upplýsinga frá útlöndum, sérstaklega frá Evr- ópu, auk þess sem fólk frá emb- ættinu hafi sótt námskeið á veg- um Europol varðandi skipulagða og alþjóðlega glæpastarfsemi. „Nú er unnið að því að gera stöðu- mat á ástandi þessara mála hér á landi og vinna að leiðbeiningum fyrir lögreglustjórana um varnir gegn skipulagðri glæpastarf- semi,“ segir Guðmundur. „Lög- reglumenn og félagsfræðingur embættisins vinna að þeim atrið- um sem snúa að lögreglunni en af- brotafræðingur gerir úttekt á félagslegum þáttum sem þurfa að vera til staðar til þess að skipu- lögð glæpastarfsemi geti þrifist. Greining þeirra mun einnig gefa til kynna hvaða einkenni það eru sem fyrst koma fram ef skipulögð alþjóðleg glæpastarfsemi nær hér fótfestu og hvaða form hún muni líklega taka. Í þessu sambandi er rétt að nefna stýrihóp Ríkislögreglu- stjóra um varnir gegn skipulagðri glæpastarfsemi, sem skipaður er fulltrúum lögreglu og tollgæslu, en hann hefur skilað tillögum og vinnur áfram að þessum málum.“ Vændi og eiturlyfjaviðskipti Eitt af þeim vandamálum sem menn standa nánast ráðþrota frammi fyrir í Evrópu er mansal. Í því felst að fólk hefur ekkert að segja yfir eigin vinnuafli, líkama, afkomu og velferð, heldur er beitt blekkingum, hótunum og ofbeldi. Þekktustu tilfellin eru flutningur á fólki frá fyrrverandi Sovétlönd- unum til Evrópu undir því yfir- skyni að ráða eigi það í heiðarlega vinnu fyrir gríðarlega há laun, en þegar komið er á staðinn er það fast í klóm ýmissa glæpasamtaka, í vændi og eiturlyfjaviðskiptum. Guðmundur segir mikla áherslu lagða á þessa brotaflokka innan Evrópusambandsins núna, enda sívaxandi vandamál. „Auðvitað hefur glæpa- starfsemi af þessu tagi áhrif hingað. Allt sem ger- ist í öðrum Evrópulöndum á möguleika á að festa hér rætur. Löggæslu- og eftir- litsstofnanir eru háðar landamærum en það eru glæpasamtök ekki. Komið hafa upp mál á Keflavíkur- flugvelli þar sem grunur lék á um mansal. Við erum mjög á verði þar vegna þess að á undanförnum misserum hefur borið á því að Ísland sé, í einhverjum tilvikum, viðkomustaður á flutningi á fólki í ánauð. Ef Ísland er einungis „transit- land“ en ekki áfangastaður getur hins vegar reynst erfiðara að sanna mannsal. Taka þarf hvert einasta mál og skoða það út frá því sjónarmiði að slíkt atvik geti ekki átt sér stað aftur.“ Íslenskt afbrotavarnaráð En embætti ríkislögreglustjóra er ekki eingöngu í samstarfi við alþjóðlegar stofnanir, heldur er ýmislegt sem huga þarf að hér í okkar eigin ranni. „Við erum ekki með sérstakt afbrotavarnaráð á Íslandi eins og hin Norðurlöndin, þótt við séum í samstarfi við þau ráð, en hér heima höfum við meðal annars verið í samstarfi við Saman- hópinn sem samanstendur af full- trúum um land allt sem vinna að vímuefna- og afbrotavörnum. Í þessu samstarfi eru ýmsir aðilar ásamt lögreglu og því er stýrt af starfsmanni frá Lýðheilsustöð. Þá má nefna samstarfssamning Ríkislögreglustjóra og Tollstjór- ans í Reykjavík um aðgerðir í fíkniefnamálum, sem skilað hef- ur góðum árangri. Síðast en ekki síst ber að nefna samstarf við lög- regluembætti landsins sem er með miklum ágætum, einkum hvað varðar fíkniefnamálaflokk- inn. Árangurinn af þessu sam- starfi hefur verið góður og skýrir, meðal annars, hvers vegna fíkni- efnaverð er svo miklu hærra hér á landi en annars staðar.“ Snýst um traust almennings á lög- reglunni Enn einn þátturinn sem heyrir undir Guðmund er innra eftirlit. Oftast er þar um að ræða úttektir samkvæmt ákvörðun ríkis- lögreglustjóra og miðar starfið meðal annars að því að bæta verklag og gæði starfa lögreglu. Þessi þáttur í starfsemi embætt- isins hefur farið vaxandi. „Þetta er fyrst og fremst í forvarna- skyni til að tryggja góða starfs- hætti,“ segir Guðmundur, „enda er mikilvægt að störf lögreglu séu ávallt innan ramma laga og siðferðis. Það er nefnilega hægt að gera hluti sem eru siðferðilega rangir, án þess að þeir séu brot á lögum. Þetta ristir mun dýpra en brot á lögum og reglum. Þetta snýst meðal annars um traust al- mennings á lögreglunni. Það þarf ekki nema að einn lögreglumaður verði vís að siðferðisbresti til þess að það varpi neikvæðu ljósi á allan hópinn og grafi undan trausti almennings á lögreglunni. Ríkislögreglustjóri gaf út siða- reglur fyrir lögreglu í fyrra. Þeim er ætlað að styrkja alla inn- viði lögreglunnar og gera hana hæfari til þess að takast á við hlutverk sitt. Í þessu sambandi má nefna að sálfræðingur er núna að hefja störf hjá embættinu - og mun hann meðal annars vinna í samvinnu við Lögregluskólann að fræðilegum rannsóknum sem hafa það að markmiði að skoða siðferði innan íslensku lögregl- unnar og draga úr líkum á spill- ingu. Þó svo að sjaldgæft sé að spillingarmál komi upp innan lög- reglunnar er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvar hætturn- ar liggja, svo sem varðandi sið- ferðislegar klemmur, sem geta komið upp í lögreglu- starfinu, til að styrkja alla innviði hennar. Þetta er í reynd grundvallarþáttur lögreglustarfsins sem verð- ur að leggja mikla rækt við.“ Innra eftirlit mikilvægt Sem dæmi um verkefni sem heyra undir innra eftirlit segir Guðmundur að fyrir rúmu ári hafi rann- sóknarnefnd umferðar- slysa farið mjög hörðum orðum um rannsóknir lög- reglunnar á dauðaslysum í umferðinni. „Innra eftirlit embættisins tók ummælin til sérstakrar skoðunar og beindi því til nefndarinnar hvort hún hefði komið athuga- semdum sínum á framfæri við viðkomandi lögreglustjóra og hver viðbrögð þeirra hefðu verið. Í framhaldi fórum við yfir þessar athugasemdir með nefndinni og lukum málinu með skýrslu til hlutaðeigandi lögreglustjóra og Lögregluskóla ríkisins þar sem athugasemdir voru raktar. Það er grundvallaratriði ef athugasemd- ir eru gerðar að koma þeim á framfæri við þá sem athuga- semdum er beint að til að menn geti metið réttmæti þeirra og komið á framfæri sjónarmiðum. Með þessu móti lærum við og réttmætar ábendingar eru til þess fallnar að bæta starfsum- hverfið.“ Starfsemi ykkar snýst þá ekki aðeins um að gæta þess að við Ís- lendingar förum að lögum og reglum? „Nei, samstarf við umheiminn verður stöðugt fyrirferðarmeira í starfsemi embættis Ríkislög- reglustjóra.“ ■ Glæpasamtök ekki háð landamærum GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON Dæmi eru um að útlendingar hafi komið hingað sem ferðamenn og framið afbrot, til dæmis fjórir Pólverjar sem hér voru dæmdir til fangelsisvistar í fyrra fyrir innbrot og þjófnaði á Suður- og Vesturlandi. BER KENNSL Á ÓÞEKKT LÍK ID-nefnd, eða kennslanefnd, er sérstök rannsóknar- nefnd hjá Ríkislögreglustjóra sem hefur það hlutverk að bera kennsl á látna menn og heyrir undir Ríkislög- reglustjóra. Hlutverk nefndarinnar er að leitast við að bera kennsl á menn þegar margir hafa týnt lífi, svo sem í náttúruhamförum eða þegar óþekkt lík eða lík- amsleifar finnast, og að safna upplýsingum og öðr- um gögnum í því skyni að varpa ljósi á orsakir eða ábyrgð á óhappi. Nefndin er kölluð til starfa þegar upp koma mál sem þarfnast slíkrar sérfræðivinnu og sinnir hún árlega um tveimur til þremur slíkum að- stoðarbeiðnum. Í flestöllum tilvikum hefur henni tek- ist að bera kennsl á lík eða líkamsleifar. Einnig hefur nefndin um árabil haft samstarf við slíkar nefndir á Norðurlöndum og sækir árlega fundi Interpol. Þá má nefna að íslenska ID-nefndin starfaði í Kosovo um tveggja vikna skeið árið 1999 að beiðni alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins í fyrrum Júgóslavíu. 16-17 Helgarviðtal 23.10.2004 19:54 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.