Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 77 stk. Keypt & selt 22 stk. Þjónusta 10 stk. Heilsa 9 stk. Skólar & námskeið 6 stk. Heimilið 13 stk. Tómstundir & ferðir 7 stk. Húsnæði 20 stk. Atvinna 36 stk. Tilkynningar 1 stk. Atvinnuþátttaka kvenna eykst BLS. 2 Góðan dag! Í dag er sunnudagurinn 24. október, 298. dagur ársins 2004. Reykjavík 8.46 13.12 17.36 Akureyri 8.38 12.57 17.14 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Guðrún Guðjónsdóttir er ein þeirra kvenna sem sinnt hafa æsku Reykvíkinga í áratugi á gæsluvöllum borgarinnar. „Ég held það séu komin um þrjátíu ár sem ég hef starf- að við þetta, fyrst í Rofabænum og nú seinni árin í Malarásnum. En ég tilheyri deyjandi stétt,“ segir hún og upplýsir að einungis séu sex gæsluvellir eftir á vegum borgarinnar og það standi til að loka þeim öllum haustið 2005. Þá verða akkúrat 90 ár frá því sá fyrsti var opnaður og Guðrúnu finnst það sorgleg þróun að ekki verði lengur boðið uppá vernduð útivistarsvæði fyrir yngstu börnin, ekki síst nú þegar há- værar kvartanir heyrast um að börn leiki sér alls ekki nóg útivið. „Hér er mjög góð aðstaða fyrir börnin bæði úti og inni en áherslan er á útiveruna númer eitt, tvö og þrjú,“ segir hún. Gæsluvellirnir eru opnir yfir sumar- tímann frá 9-12 og aftur frá 1-16.30 en á veturna frá 10-12 og milli 1-15.30. Hundrað krónur kostar að hafa barn þar annað hvort fyrri eða seinni part dags. Guðrúnu finnst þeim valkosti að hafa börnin á gæsluvelli hluta úr degi lítið hafa verið haldið á lofti. Hún viðurkennir að minnkandi aðsókn að þessari þjónustu skýrist af vaxandi úti- vinnu mæðra en saknar fjölskylduvænni stefnu hjá atvinnurekendum og yfirvöld- um. Að sögn hennar eru það einkum eldri konur sem eftir eru í stéttinni. Óhætt er að segja að hljótt hafi verið um störf þeirra og hafa þær þó staðið vörð um velferð ótal barna á óvitaskeiði. Starfið er að sjálfsögðu lifandi og skemmtilegt og Guðrún kveðst eiga eftir að sakna þess þegar það verður lagt niður. ■ Á gæsluvellinum: Vernduð útivistarsvæði í útrýmingarhættu heimili@frettabladid.is Dagur iðnaðarins í Hafnarfirði verður haldinn hátíðlegur næsta laugardag, 30. október. Það eru Samtök iðnað- arins og Meist- arafélag iðnað- armanna í Hafnarfirði sem efna til hans annað árið í röð. Í Haukahúsinu á Ásvöllum verð- ur sett upp upplýsinga- miðstöð og sýning þar sem iðnaðarmenn, verktakar og fram- leiðendur taka á móti húseigend- um og almenningi. Verkstæði og verksmiðjur í bænum verða margar með „opið hús“ í tilefni dagsins. Starfandi fólki á landinu hefur fækkað um 5.000 á einu ári, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það var að jafnaði 158 þúsund á þriðja ársfjórðungi þessa árs en var 163 þúsund á sama tíma í fyrra. Vinnu- stundum hefur þó fjölgað lítillega hjá einstaklingum að jafnaði, einkum karl- mönnum. Atvinnulausir eru 4.300 samkvæmt könnuninni, eða 2,6% vinnuafls. Á sama tíma í fyrra voru atvinnulausir 4.400. Mest er atvinnuleysið nú meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 4,9%. Launavísitala í september 2004 var 525,5 stig og hækkaði um 0,2% frá því í ágúst. Síðastliðna tólf mán- uði hefur hún hækkað um 5,3%. Tveir fastir starfsmenn verða ráðnir í stöður land- varða við þjóðgarðinn í Skaftafelli í framhaldi af ákvörðun um stækkun garðsins sem var eitt af síðustu verkum Sivjar Friðleifsdóttur sem umhverfisráðherra. Annar nýi landvörðurinnverður með starfs- stöð á Kirkjubæjarklaustri og hinn á Höfn í Hornafirði. Fyrir eru tveir fastir starfsmenn við þjóðgarðinn. Guðrún með barnahóp á gæsluvellinum við Malarás í Reykjavík. Börnin heita Hjörtur, Hrannar, Anton, Kristján, María, Rebekka, Kolbrún, Viktoría, Ásta og Gígja. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í ATVINNU FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Þegar við förum í strætó fær mamma alltaf miða en hún vinn- ur aldrei neitt! Allir félagsmenn Verzl- unarmannafélags Reykja- víkur eiga rétt á einu launa- viðtali á ári samkvæmt kjarasamningum. Í launa- viðtalinu er hægt að ræða um starfið við yfirmann og hugasanlega breytingu á starfskjörum og leggur Verzlunarmannafélagið áherslu á að minna félags- menn á að nýta sér þennan rétt. Annar hver félagsmaður fór í launaviðtal í fyrra samkvæmt launakönnun Verzlunarmannafélagsins og eru sjö prósent þeirra með hærri laun en þeir voru áður. Á heima síðu Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, vr.is, er hægt að finna góð- ar leiðbeiningar um hvernig á að undirbúa slíkt launaviðtal. Með góðum undirbúningi fæst góður árangur. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Ekki væri verra að fá þessa summu úr launaviðtali. Hið árlega launaviðtal: Sjö prósent með hærri laun Smáhundar til sölu! Mjög fallegir og fíngerðir hvolpar af chihuahua-teg- und, foreldrar ættbókarfærðir hjá Ís- hundum. Nánari upplýsingar í síma 894 1230. 19 (01) Allt forsida 23.10.2004 19:13 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.