Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 38
Úrslit Norwich-Everton 2–3 0-1 Kilbane (10.), 0-2 Bent (40.), 1–2 McKenzie (48.), 2–2 Francis (57.), 2–3 Ferguson (73.). Aston Villa-Fulham 2–0 1–0 Solano (29.), 2–0 Hendrie (75.) Chelsea-Blackburn 4–0 1–0 Eiður Smári Guðjohnsen (37.), 2–0 Eiður Smári (38.), 3–0 Eiður Smári, víti (51.), 4–0 Duff (74.) Crystal Palace-West Brom 3–0 1–0 Hall (5.), 2–0 Johnson, víti (12.), 3–0 Johnson (50.) Tottenham-Bolton 1–2 0–1 Jaidi (11.), 1–1 Keane (41.), 1–2 Pedersen (75.). Liverpool-Charlton 2–0 1–0 Riise (52.), 2–0 Garcia (74.). Staðan Arsenal 9 8 1 0 29–8 25 Chelsea 10 7 2 1 12–2 23 Everton 10 7 1 2 13–9 22 Bolton 10 5 3 2 16–12 18 Liverpool 9 5 1 3 16–8 16 Middlesbr. 9 4 2 3 16–12 14 Man. Utd. 9 3 5 1 9–7 14 Aston Villa 10 3 5 2 13–12 14 Newcastle 9 3 4 2 17–14 13 Tottenham 10 3 4 3 6–6 13 Charlton 10 3 3 4 9–17 12 Man. City 9 3 2 4 9–7 11 Portsmouth 8 3 2 3 12–11 11 C. Palace 10 2 2 6 11–15 8 Birmingham 9 1 5 3 7–9 8 West Brom 10 1 5 4 8–16 8 Fulham 10 2 2 6 10–19 8 Norwich 10 0 6 4 9–17 6 Blackburn 10 1 3 6 7–22 6 Southampt. 9 1 2 6 6–12 5 26 24. október 2004 SUNNUDAGUR FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen var án nokkurs vafa maður dags- ins í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann fór hamförum í liði Chelsea og þegar upp var staðið hafði hann skorað þrennu, sína fyrstu síðan hann gerðist atvinnumaður árið 1994. Fyrstu tvö mörkin voru falleg, ekta mörk hjá framherja þar sem hann nýtti glæsilegar sendingar félaga sinna, Joe Cole og Frank Lampard, til hins ýtrasta og þriðja markið kom úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Eiði. Markið sem hann skoraði gegn CSKA Moskvu í meistaradeildinni á þriðjudaginn virtist hafa góð áhrif á hann en hann hafði ekki skorað í deildinni síðan í fyrstu umferðinni 15. ágúst þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Manchester United. Leikmenn Chelsea rúlluðu hreinlega yfir vesalings leikmenn Blackburn en auk Eiðs Smára voru þeir Damien Duff og Frank Lampard í miklu stuði. Jose Mourinho, knattspyrnu- stjóri Chelsea, var ánægður með Íslendinginn sinn í leikslok en fannst hann þó oft hafa spilað betur. Hann gat þó ekki annað en glaðst yfir markasúpunni því liðið hafði aðeins skorað átta mörk í fyrstu níu leikjum úrvalsdeildar- innar. „Sóknarmenn fá sjálfstraust með því að skora mörk en hann hefur kannski spilað betur í öðr- um leikjum án þess að skora. Í dag skoraði hann mörk. Ég er hæstánægður með hann og þetta var mikilvægt fyrir sjálfstraustið hjá honum. Hann hefur nú skorað fjögur mörk í tíu leikjum og það er í lagi fyrir leikmann eins og hann,“ sagði Mourinho. Hann hrósaði einnig hollenska vængmanninum Arjen Robben sem kom inn á í fyrsta sinn á tíma- bilinu og gerði varnarmönnum Blackburn lífið leitt með hraða sínum og tækni. „Að vera án leik- manns með þessa hæfileika í þrjá mánuði hefur verið erfitt fyrir okkur,“ sagði Mourinho og bætti við að nú væru öll úrslit í stórleik Manchester United og Arsenal góð fyrir Chelsea. „Fyrst við kláruðum þennan leik getum við brosað, hvernig sem leikurinn fer. Ef Manchester United vinnur leikinn höfum við minnkað bilið í Arsenal, ef Arsenal vinnur er Manchester United lengra á eftir og ef leikur- inn verður jafntefli tapa bæði lið tveimur stigum.“ Liverpool vippaði sér upp í fimmta sæti deildarinnar með góðum sigri á Charlton, 2-0. Leik- menn Liverpool höfðu mikla yfir- burði í leiknum og hefði sigurinn auðveldlega getað orðið stærri. John Arne Riise skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í átján mánuði og Spánverjinn Luis Garcia bætti við fallegu marki með þrumuskoti. Crystal Palace komst af botni deildarinnar með glæsilegum sigri á West Brom, 3-0. Gary Meg- son, knattspyrnustjóri West Brom, var fjúkandi vondur út í lærisveina sína eftir leikinn og sagði þá alla geta fundið sér nýtt starf ef þetta væri það sem þeir ætluðu sér að bjóða upp á. oskar@frettabladid.is FYRSTA MARKIÐ Eiður Smári sést hér skora fyrsta mark sitt gegn Blackburn í gær án þess að Brad Friedel, markvörður Blackburn, komi nokkrum vörnum við. Markið var sérlega glæsilegt en hann tók frábæra sendingu Joe Cole á lofti og lagði boltann í fjærhornið. Mynd/AP Fyrsta þrenna Eiðs Smára staðreynd Skoraði sína fyrstu þrennu í ensku knattspyrnunni gegn Blackburn í gær og sýndi svo um munaði að hann er búinn að finna skotskóna. Er hætt að hlæja að Inter? Mílanóliðin tvö glönsuðu í Meistaradeild- inni í vikunni og hafa leikið glimrandi skemmtilegan bolta í haust. Því er borgar- slag þeirra á San Siro í kvöld beðið með nokkurri eftirvæntingu og þess vænst að leikurinn verði opinn og skemmtilegur en ekki sá varn- arleðjuslagur sem oft vill verða þegar þessi lið mæt- ast. Sparkblaða- menn ítalskir spáðu einvígi Mílanóliðanna um meistaratitil- inn í ár og liðin hafa byrjað leiktíðina all- vel. Heima við sitja þau þó að baki Juvent- us sem hefur reynst sneggra af stað en menn hugðu miðað við breytingar þar á bæ í sumar. Í Meistaradeildinni hafa þessi þrjú lið leikið á als oddi og eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Ítalir sumsé í stuði. Mancini réttur skipper? Inter hefur verið sjúka liðið á Ítalíu árum saman og mikið aðhlátursefni fyrir gífur- lega peningaeyðslu, eilíf þjálfaraskipti og dugleysi á leikvelli. En forsetinn Moratti bindur miklar vonir við Roberto Mancini, sem talinn er einn efnilegasti þjálfarinn í Evrópu. Moratti hefur verið mjög óþolin- móður við þjálfara sína í gegnum tíðina og undanfarið hefur komið í ljós að Mancini fær ekkert meiri frið en fyr- irrenn- arar hans. Moratti er óspar á yfirlýs- ingar við fjöl- miðla og ný- lega kvartaði hann sáran yfir því hvað Mancini hefur haldið miklum hlífi- skildi yfir Christian Vieri, sem skoraði loks í vikunni eftir 6 mánaða markaþurrð. „Vieri fær að leika þar til hann skorar,“ sagði Mancini. „Nei, við eigum fullt af öðrum framherjum sem við ættum frekar að nota,“ svaraði Moratti. En Mancini situr við sinn keip, velur þá menn sem hann vill og er engum hlíft við að verma varamanna- bekkinn, ekki einu sinni fyrirliðanum Javier Zanetti. Mancini hefur verið klókur í upp- stillingum og menn eins og Andy van der Meyde, Emre og Dejan Stankovic hafa blómstrað og Juan Sebastian Veron virðist líða einkar vel undir stjórn síns gamla leik- félaga hjá Sampdoria og Lazio. Mancini virðist vera rétti karlinn í brúna fyrir þenn- an mannskap en miðað við forsögu forset- ans Moratti er afar líklegt að Inter verði áfram óstöðugt skip þótt skipstjórinn og hásetarnir hafi vissulega getu og hæfileika til að sigla alla leið í mark. Kraftakarlinn mjúki Adriano Sá leikmaður sem mesta athygli hefur vak- ið í haust er Brasilíumaðurin kraftalegi en leikni Adriano. Hann er eitthvert svakaleg- asta tröll sem komið hefur fram í boltan- um í áraraðir. Getur þrumað knettinum á 130 km hraða og stokkið 45 cm upp í loft úr kyrrstöðu og er hið síðarnefnda á við það besta sem gerist í ameríska körfubolt- anum. Því var spáð að erfitt yrði að stilla þeim upp saman í framlínunni Vieri og Adriano en Brasilíumanninum segist líka það stórvel að hafa annan sterkan mann með sér frammi og hefur verið duglegur að senda stoðsendingar á Vieri sem hafa leitt til marka í síðustu tveimur leikjum. „Ég verð að þakka Mancini fyrir að hafa haldið áfram að velja mig,“ sagði Vieri um síðustu helgi. „Adriano hefur verið dugleg- ur að hvetja mig áfram og vonandi sjá menn nú að við getum leikið saman.“ Vieri fagnaði meira að segja marki sínu gegn Udinese um síðustu helgi en hann hefur þótt heldur fúllyndur á leikvelli og lítið fyrir frumleg „fögn“ eins og það er kallað. Haldi hann og Adriano hins vegar áfram á sömu braut í markaskorun og liðið að leika jafn vel og und- anfarið gæti verið að menn hættu loks að hlæja að Int- er en brostu í stað breitt og sam- gleddust lang- þreyttum stuðnings- mönnum liðsins. EINAR LOGI VIGNISSON [ LEIKIR GÆRDAGSINS ] ENSKA ÚRVALSDEILDIN MEISTARADEILDIN Í HANDBOLTA ENSKA 1. DEILDIN ÍTALSKA A-DEILDIN ÞÝSKA 1. DEILDIN SPÆNSKA ÚRVALSDEILDIN Úrslit Brighton-Leeds 1–0 Leicester-Stoke 1–1 Millwall-Cardiff 2–2 Preston-Nott. Forest 3–2 Reading-Crewe 4–0 Sheff. Utd-Plymouth 2–1 Watford-Ipswich 2–2 West Ham-Gillingham 3–1 Wigan-Coventry 4–1 Wolves-QPR 2–1 Staða efstu liða Wigan 15 9 6 0 32–11 33 Reading 15 9 3 3 21–10 30 Ipswich 15 7 6 2 28–20 27 West Ham 15 8 3 4 19–14 27 Heiðar Helguson skoraði annað mark Watford gegn Ipswich. Ívar Ingimarsson skoraði eitt mark fyrir Reading gegn Crewe. Úrslit A. Bielefeld-H. Berlin 1–0 1–0 Buckley (41.). B. Dortmund-Hamburg 0–2 0–1 Mpenza (9.), 0–2 Jarolim (70.). M’gladbach-Hannover 0–2 0–1 Mertesacker (17.), 0–2 Cherundolo (35.). H. Rostock-B. München 0–2 0–1 Sagnol (82.), 0–2 Scholl (85.). Kaiserslautern-Leverkusen 0–0 Wolfsburg-Bochum 3–0 1–0 Thiam (27.), 2–0 Klimowicz (40.), 3–0 D’Alessandro (42.). Werder Bremen-Nürnberg 4–1 1–0 Kalsnic (13.), 2–0 Micoud (18.), 2–1 Mintal (64.), 3–1 Schultz (76.), 4–1 Ernst (89.). Staða efstu liða Wolfsburg 9 7 0 2 16–9 21 Stuttgart 8 6 2 0 17–5 20 B. München 9 5 2 2 14–10 17 W. Bremen 9 5 0 4 20–11 15 Úrslit Malaga-Deportivo 1-1 1–0 Wanchope (6.) - Tristan (86.) Real Madrid-Valencia 1-0 Owen (6.) Staða efstu liða Barcelona 7 6 1 0 14–3 19 Valencia 7 4 2 1 16–8 14 Sevilla 7 4 2 1 8–4 14 A. Madrid 7 4 1 2 7–3 13 Fjórða umferð Intersportdeildarinnar í körfuknattleik fer fram í dag og á morgun. Í síð- ustu umferð kom sigur Skallagríms á Grindvík- ingum, mest á óvart en önnur úrslit voru eftir bókinni, svo að segja. Fréttablaðið fékk Baldur Ólafsson, fyrrum leik- manns KR, til að spá í leiki þriðju umferðar. Baldur, sem var á sínum tíma í landsliðinu, verð- ur í fríi frá körfubolta fram að áramótum vegna náms og er ekki komið á hreint hvert leið hans mun liggja. Hamar/Selfoss–Skallagrímur „Það er Skallagrímur sem tekur þann leik. Ég hef reyndar ekki séð þá spila en miðað við hvernig liðið spilaði á móti KR og Grindavík, þá ætti Hamar/Selfoss að liggja fyrir því. Clifton Cook gerir ávallt góða hluti, og það skiptir litlu sem engu máli með hvaða liði hann spilar. Þá er Ragnar Steinsson skemmtilegur leikmaður.“ KFÍ–Keflavík „Það verður einstefna í gangi þar og verður ekki spurt að leikslokum þar. KFÍ er ekki í neitt sér- lega góðum gír og virðist ekki vera neitt allt of vel mannað. Ég sá þá í seinni leiknum á móti KR og þar skoraði Joshua Helm rúmlega helminginn af stigum liðsins. Það eru í raun þrír menn sem eiga að bera liðið og það dugar ekki til.. Þó leyn- ast þarna ungir og efnilegir strákar þá er Keflavík of stór biti og það er erfiður vetur framundan hjá Ísfirðingum.“ KR–Fjölnir „Ég ætla að leyfa mér að spá KR sigri. Það verð- ur ekki stór sigur en sigur þó. Fjölnir er með snilldarlið og það var unun að fylgjast með því, bæði í Valsmótinu og Reykjavíkurmótinu. Darrel Flake er náttúrulega einn besti útlendingur sem hefur spilað hér á landi. Hann þarf engan tíma til að skora og skilar alltaf sínu. Fjölnismenn gætu því hæglega bitið frá sér í Vesturbænum.“ ÍR–Tindastóll „Miðað við það sem ég þekki af Tindastólsliðinu þá líst mér ekkert alltof vel á það. Tindastóll var að fá tvo nýja erlenda leikmenn og það mun væntanlega taka þá einhverja stund að komast inn í leikskipulag Stólanna. Ég á von á að ÍR-ing- ar vinni þennan leik. Þeir virðast vera á ágætis skriði um þessar mundir.“ Snæfell–Haukar „Snæfell vinnur þann leik. Liðið verður samt að spila betri bolta en það gerði gegn Hamri/Sel- foss. Þar var leikur þeirra full tilviljanakenndur á köflum. Ég sá Hauka spila í haust í æfingaleikj- um og þar er að finna öfluga leikmenn á borð við Sævar Har- aldsson og John Wall- er. Haukaliðið verður rétt fyrir ofan miðju í vetur, ekkert meira en það held ég. Ef Snæfell spilar sinn leik, þá á liðið að vinna Hauka.“ Grindavík–Njarðvík „Já, þetta er leikur um- ferðarinnar, það er á hreinu. Ég spái Grind- víkingum sigri vegna þess að þeir töpuðu óvænt gegn Skalla- grími og mæta því vígreifir til leiks. Það er aldrei að vita nema að maður geri sér ferð þangað. Grindavík vinnur í raf- mögnuðum leik. Baldur Ólafsson spáir í spilin fyrir 4. umferðina í körfunni: Haukar–Sävehof 35–35 Haukar: Ásgeir Örn Hallgrímsson 12, Þórir Ólafsson 7, Andri Stefan 6. Savehof: Jonas Larholm 9, Erik Fritzon 9, Jonas Ernelind 8, Kim Andersson 6, Tommy Atterhäll 1, Robert Johansson 1, Johan Lindberg 1. BALD UR ÓLAFS- SON Spáir Grindvík ingum sigri gegn Njarð- vík. Úrslit Atalanta-Cagliari 2–2 1–0 Pazzini (2.), 1–1 Esposito (12.), 1–2 Loria (30.), 2–2 Montolivo (40.). Siena-Juventus 0-3 Del Piero (53. og 60.), Camoranesi (63.) Staða efstu liða Juventus 7 6 1 0 15–2 19 AC Milan 6 4 1 1 11–6 13 Chievo 6 3 3 0 7–4 12 38-39 (26-27) SPORT 23.10.2004 21:47 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.