Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 46
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 15 prósenta hækkun. Iceland Express. Orri Hauksson. 34 24. október 2004 SUNNUDAGUR Fimmtudagur. Tími til að lyfta sér upp. Sýna sig. Og sjá aðra. Brjót- ast úr viðjum einmanaleika og einangrunar. Sleppa stundarkorn úr félagsskap sjónvarps og út- varps. Sjá lengra en víðfemt út- sýni eldhúsgluggans nær. Panta sér leigubíl og halda út í buskann; skoða eitthvað sem ljúft væri að augasteinninn næmi til að hugsa um í kvöld. Kannski skip í höfn- inni? Eða hvernig heilu húsin þjóta upp í nýjustu úthverfum borgarinnar? Í það minnsta vera nær annarri manneskju og skipt- ast á setningum. Alvöru orðum í alvöru nánd. „Það kemur mikið af einmana fólki í leigubílinn til mín. Einstak- lingar sem hafa engin mannleg samskipti í boði, eiga engan að en þrá að tala við annað fólk og brjót- ast úr einangrun heimilisins,“ segir bílstjórinn, sem starfar á stærstu leigubílastöð landsins. Hann er traustvekjandi og með góða nær- veru. Einmitt þessi týpa sem gott er að ræða við um alvöru lífsins og skondnari hliðar tilverunnar. Réttur maður á réttum stað. „Að jafnaði fæ ég einmana sálir í framsætið tvisvar í viku. Þetta eru kannski eldri konur sem þurfa eftir sérríflösku í vínbúðina, en í meirihluta eldri menn sem vilja skoða eitthvað í góðum bíltúr, spjalla og gera sér dagamun. Þá keyri ég með þá um borgina og nærliggjandi bæjarfélög, en ennþá hef ég ekki verið beðinn um Þing- vallahringinn. Um miðbik bíltúrs- ins vilja þeir brjóta upp bílferðina og bjóða mér í molasopa á ein- hverri teríunni til að spjalla meira. Á meðan gengur mælirinn en þetta er ekkert dýrt þegar bíllinn er í stæði; það er hraði dekkjanna sem fær mælinn til að tikka. Enda finnst mér þetta mun heilbrigðara en að eyða sama pening í brenni- vínsflösku til að kæfa einsemdina.“ Hann segist ávallt og umhugsun- arlaust þiggja þakklátur boð um kaffibolla með þessum ljúfu eldri borgurum sem margir eru ekklar og farnir af vinnumarkaði. „Það verða margir mjög einangr- aðir og afskiptir þegar makinn fell- ur frá og lunginn úr deginum fer ekki lengur í vinnuna. Skyldmennin flest upptekin í lífsgæðakapphlaupi og stressi nútímans, og með enga stund aflögu til að sinna gamla fólk- inu. Ég hef heldur ekkert á móti því að spjalla við þetta góða fólk; það auðgar andann og gerir mann ríkari á eftir.“ thordis@frettabladid.is Styrktarforeldrar óskast - sos.is SOS - barnaþorpin S: 564 2910 LEIGUBÍLAR Í RÖÐUM Stórborgin getur verið einangrandi þótt mannfjöldinn sé hvergi meiri. Leigubílstjórar fá einmana sálir í sætin til sín nokkrum sinnum í viku en telja það ekki eftir sér að spjalla við þá sem engan hafa félagsskapinn annan en einsemdina alla daga. Sögur úr Reykjavík Einmana í leigubíl ...fær Kramhúsið fyrir að vera alltaf með skemmtilega og fjöl- breytta vetrardagskrá í boði. Námskeið í flamenco-dansi, djassballett, salsa, afró, maga- dansi, jóga, tangó og eflaust eitt- hvað fleira. Frábært! HRÓSIÐ Ný skíðalyfta verður væntanlega tekið í gagnið í Kóngsgili í Bláfjöll- um í byrjun næsta árs. Vinnu við uppsteypu fyrir undirstöður nýju lyftunnar er lokið og þegar er byrj- að á uppsetningunni sjálfri. Nýja lyftan, sem verður vest- an við Kóngsgilið, tekur við af þeirri gömlu en hún getur flutt rúmlega tvö þúsund manns á klukkustund, sem er helmingi fleiri en sú gamla gat flutt. Gamla lyftan verður þó notuð áfram til að byrja með og verður þá hægt að flytja um fjögur þúsund manns á klukkustund upp Kóngsgilið. Í nýju lyftunni verða fjögurra sæta stólar og fjögurra manna klefar en aðeins fjórir klefar verða notaðir til að byrja með. „Við ætlum að reyna að taka lyftuna í notkun í vetur,“ segir Grétar Hallur Þórisson, for- stöðumaður skíðasvæða höfuð- borgarsvæðisins. „Við berjumst nú á hæl og hnakka við að reisa hana og stefnum á að hún verði tilbúin í janúar.“ Ný lyfta hefur einnig verið tekin í gagnið í Eldborgargili en hún er ætluð byrjendum. „Veturinn verður vonandi góður. Frostið byrjar á svipuðum tíma og í fyrra og þá opnuðum við i nóvember svo ég er ekki svartsýnn á veturinn,“ segir Grétar Hallur. ■ Ný lyfta í Bláfjöllum UNNIÐ AÐ UPPSETNINGU Nýja lyftan verður vonandi tekin í gagnið í janúar. KR - Fjölnir DHL – Höllin 24. október kl. 19:15 Öðruvísi kápa Ný saga Stefáns Mána, Svartur á leik, er nú komin í prentsmiðju. Kápan bókarinnar er gerð af Jóni Sæmundi, sem á einkar vel við þar sem Jón er einna þekktastur fyrir Dead-línu sína sem skartar hauskúpu. Á kápu bókarinnar er hauskúpulógóið þó notað á alger- lega nýjan hátt. Fyrirhugað er að framleiða sérstaklega 50 eintök af sérstakri Dead-útgáfu bókarinnar sem ein- ungis verða til sölu í Nonnabúð Jóns Sæmundar. Fyrir þær bækur verður hauskúpan þrykkt á tau sem verður vafið eins og kápa utan um bækurnar. ■ SVARTUR Á LEIK Bókarkápan sem Jón Sæmundur hannaði. HAFSTEINN MIKAEL, STEFÁN MÁNI OG JÓN SÆMUNDUR Jón Sæmundur hefur hannað bókarkápuna á nýja bók Stefáns Mána og Hafsteinn teiknaði lík- myndirnar aftan á kápunni. Hvernig ertu núna? Spennt og í góðu skapi. Augnlitur: Blár. Starf: Nemi og tónlistarmaður. Stjörnumerki: Vog. Hjúskaparstaða: Einhleyp. Hvaðan ertu? Ég bý í Kópavogi en er uppruna- lega frá Reykjavík og Ísafirði. Helsta afrek: Platan mín Standing Still. Helstu veikleikar: Óþolinmæði. Helstu kostir: Er oftast glöð. Uppáhaldsveitingastaður: Austur-Indíafélagið. Uppáhaldsborg: Barcelona. Uppáhaldsíþróttafélag: Breiðablik. Mestu vonbrigði lífsins: Sambandsslit. Áhugamál: Tónlist og körfubolti. Jeppi eða sportbíll: Jeppi. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Rithöfundur eða kennari. Skelfilegasta lífsreynslan: Ég sendi tölvupóst sem átti að fara til kærasta míns þar sem stóð: Ég elska þig. Pósturinn fór í staðinn til hátt setts manns í borgarkerfinu. Þetta var sent úr net- fangi pabba míns. Það kom ekkert svar til baka. Hver er fyndnastur? Sveppi og Auddi. Hver er kynþokkafyllstur? Jude Law. Trúir þú á drauga? Já. Hvaða dýr vildirðu helst vera? Kisa. Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Naut. Hvar líður þér best? Heima hjá mér. Besta kvikmynd í heimi: Moulin Rouge! Besta bók í heimi: Spámaðurinn eftir Kahlil Gibran. Næst á dagskrá: Að halda áfram að taka upp tónlist og spila. HIN HLIÐIN Á LÁRU RÚNARSDÓTTUR TÓNLISTARKONU Óþolinmóð en oftast glöð Lára Rúnarsdóttir 04.10.82 46-47 (34-35) Fólk 23.10.2004 21:40 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.