Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 33
SUNNUDAGUR 24. október 2004 21 „Þegar fer að verða íþyngjandi fyrir karla og þingmenn að vilja almennt úr jakkafötunum til að klæðast óhefð- bundnari og frjálslegri klæðnaði í vinn- unni er það jafn mikil skerðing á jafn- réttislögum og ef dæminu væri snúið við og konum fyrirskipað að klæðast pilsi og nælonsokkum á þinginu,“ segir Fanný Gunnarsdóttir, formaður Jafnréttisráðs, þegar hún veltir fyrir sér reglum um klæðaburð þingmanna lýð- veldisins. „Það er staðreynd að reglur um klæðaburð þingmanna eru strang- ari hjá körlum en konum. Jafnréttislög- in eru í gildi á báða bóga en kveða auðvitað ekkert á um þetta. Hins vegar eiga bæði kynin að hafa skilyrðislaus- an og jafnan rétt til að velja sér snyrti- leg föt við hæfi til vinnu. Annað er ekki jöfn staða. Reglur um klæðaburð voru upphaflega settar til að halda uppi virðuleika samkomunnar eins og mað- ur sér í bankastofnunum þar sem körl- um leyfist ekki að klæðast gallabuxum og hlýrabol.“ Fanný segir greinilegan mun sjást á klæðaburði þingkvenna hin síðustu ár og ljóst að ekki séu þær allar jafn virðulega klæddar í þingsal. „Forseti þingsins ætti að gera athugasemdir við klæðaburðinn. Ég er alls ekki hlynnt því að menn fari að mæta í snjáðum gallabuxum eða útjöskuðum flauelsbuxum því það þætti ekki nógu pent. Þetta snýst alltaf um að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum en ef karlar fara fram á að vera frjálslegar klæddir og er bannað það meðan konum er leyft það sama er klárlega komin brotalöm á jafnrétti kynjanna.“ Sævari Karli Ólasyni finnst að þing- menn eigi að vera vel til hafðir á þingfundum. „Mér finnst að við þing- setninguna, þegar þingmenn ganga frá þingi yfir í Dómkirkjuna, eigi þeir að vera sérstaklega vel til hafðir, betur en á almennum þingfundi, enda um hátíðarstund að ræða,“ segir Sævar Karl. Honum finnst að á almennum þingfundum eigi þing- menn að klæða sig virðulega. „Það er ákveðin hefð fyrir því að karlar klæðist jakkafötum með bindi á svona stundum til að tekið sé mark á þeim. Þeir afla sér ekki atkvæða ef þeir vilja vera öðruvísi. Mér finnst til dæmis þingmennirnir í danska þing- inu hálfdruslulegir,“ segir Sævar en þar er ekki gerð krafa um að þing- menn beri hálsbindi. Sævar segir það nýtilkomið að þing- konur klæðist peysum og blússum við þingstörfin. „Mér finnst leiðinlegt að horfa á þingræður en stundum man ég betur eftir blússunum sem konurnar klæðast en þingræðunum sjálfum. Ef þær vilja láta taka mark á sér eiga þær að vera í hefðbundnari fötum. Þær eiga að klæðast svoköll- uðum power-suit. Konur sem vilja koma sér áfram feila oft á þessu.“ Sævar Karl tekur þó skýrt fram að hann vilji ekki stjórna því hvernig fólk eigi að vera til fara. „Það verður hver og einn að ráða því fyrir sig,“ segir hann. Hefð en ekki regla Friðrik Ólafsson, skrifstofu- stjóri Alþingis, segir engar regl- ur til um klæðaburð þingmanna þótt hefðin sé vissulega fyrir hendi. Á þeim tuttugu árum sem Friðrik hefur unnið á Alþingi hafa komið upp einstaka mál þar sem þingmenn mættu ekki með hálsbindi eða slaufu en þau mál hafa oftast verið leyst í róleg- heitum. „Það er undir forseta þingsins komið hvernig brugðist er við, uppfylli þingmenn ekki hefðir um klæðaburð,“ segir Friðrik. „Ég veit að fyrrverandi forseti skrifaði miða og benti þingmanni á þetta. Annars er það undir fólk- inu sjálfu komið hvernig það mætir til vinnu og í raun óþarfi að vera með einhverjar reglur þess efnis. Ef fólk ber virðingu fyrir sjálfu sér og vinnustaðnum mætir það vel klætt til vinnu.“ Friðrik segist ekki hrifinn af frjálslegri klæðaburði eins og gengur og gerist í danska þing- inu. „Sú stefna hefur ekki þótt sérstaklega aðlaðandi, skilst mér. Hefðirnar hér eru ríkar og þegar þetta er einu sinni komið á eftir áratuga hefð verða menn fast- heldnir. Þetta er þó alls ekki eins stíft og í breska þinginu,“ segir Friðrik, sem sjálfur gengur alltaf með bindi. „Ég er yfirleitt með bindi og það er orðið hluti af sjálfum mér. Ég ber það ekki sér- staklega út af vinnustaðnum.“ Gallabuxur vinsælar Ekki er tekið jafn hart á reglum um klæðaburð á fundum þing- nefnda eins og innan veggja þingsalarins – jafnvel þótt svo sé skýrt tekið fram í „Háttvirtum þingmanni“. Á þingfundi mætir fólk oft í þægilegri og hversdags- legri fötum enda setan á nefndar- fundum oft löng og ströng. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins finnst mörgum þing- mönnum viðhafnarklæðnaður eins og stífpressuð skyrta og bindi ekki þægilegur. Þeir eru því fljótir að skipta um föt þegar heim er komið. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins eru galla- buxur afar vinsælar hjá þing- mönnum heima fyrir, sem og önnur hversdagsföt. kristjan@frettabladid.is thordis@frettabladid.is Virðulegur klæðnaður SÆVAR KARL ÓLASON Honum finnst dönsku þingmennirnir oft hálfdruslulegir enda ekki gerðar kröfur um snyrtilegan klæðnað. Brotalöm á jafnrétti kynjanna FANNÝ GUNNARSDÓTTIR Formaður Jafnréttisráðs. KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR Mikið hefur verið rætt um rauðu kúrekastígvélin hennar Kötu og spruttu upp af því umræður um hvað má og hvað ekki þegar kemur að klæðaburði al- þingismanna. 32-33 (20-21) Föt þingmanna 23.10.2004 20:31 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.