Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 3. nóvember 2004 ■ ÍRAK HOLLAND, AP Hollenski kvikmynda- gerðarmaðurinn Theo van Gogh, sem gerði meðal annars umdeilda mynd um islamska menningu, var stunginn og skotinn til bana í Amsterdam í gær. Eftir stuttan skotbardaga handtók lögreglan mann sem grunaður er um morð- ið. Myndin sem van Gogh gerði heitir Submission og fjallar um ofbeldi gegn konum í islömskum þjóðfélögum. Eftir að myndin var sýnd í hollensku sjónvarpi fékk van Gogh fjölda líflátshótana. Vitni segja að hann hafi verið hjólandi þegar maður, klæddur í marokkóskan klæðnað, hafi ráðist á hann. Um ein milljón múslíma býr í Hollandi. Hollenska stjórnmálakonan Ayaan Hirsli Ali, sem flúði nauð- ungarhjónaband í Sómalíu á sín- um tíma, aðstoðaði Gogh við gerð myndarinnar. Hún nýtur nú lög- regluverndar því síðan myndin var sýnd hefur hún líkt og Gogh fengið líflátshótanir. Gogh, sem á ættir sínar að rekja til listmálarans fræga, var að leggja lokahönd á mynd um hægriöfgamanninn Pim Fortuyn þegar hann var myrtur. Fortuyn, sem var harður andstæðingur inn- flytjenda, var myrtur árið 2002. Bæði Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, og Beatrix drottning hafa fordæmt morðið á van Gogh. ■ GALLUP Um 78% þjóðarinnar eru andvíg því að leggja niður emb- ætti forseta Íslands, 18% eru því hlynnt. Þetta kom fram í þjóðarpúlsi Gallup, en viðhorfskönnunin var gerð 13. - 26. október. Úrtakið var 1.247 manns á aldrinum 18 - 75 ára. Í dag, miðvikudag, boðar Mál- fundarfélag Lögréttu til málfund- ar um frumvarp Péturs Blöndal til laga, sem felur í sér afnám embættis forseta Íslands. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að verkefni þau sem forseta eru fal- in verði færð til annarra handhafa ríkisvaldsins eftir eðli þeirra. Málþingið verður í fundarsal 201 í Háskólanum í Reykjavík og hefst klukkan 12. ■ Frjálshyggjufélagið: Sjómanna- afslátt til allra SKATTAR Frjálshyggjufélagið harmar að ekki skuli fleiri hafa komið fram til stuðnings sjónar- miðum Péturs Blöndal, þing- manns sjálfstæðismanna, um að afnema beri sjómannaafslátt. Félagið segir að jafnræði verði að ríkja meðal þegnanna en árétt- ar um leið að það sé ekki hlynnt aumum skattaálögum. „Best væri að jafnræði yrði náð með því að skattur yrði lækkaður á alla borg- ara til jafns við sjómenn.“ Félagið telur þarna um „kærkomið tæki- færi“ til að minnka útgjöld ríkis- ins. - óká Lögreglan á Blönduósi: Fjórir bílar skemmdir LÖGREGLA Fjórir bílar skemmdust og mildi var að engin skyldi slasast þegar steypustyrktarjárn sem hékk á hlið vörubíls lenti í bílunum sem komu úr gangstæðri átt í Langadal, skammt frá Blönduósi, í gær. Vörubíllinn var á norðurleið og hafði járnið losnað af toppi húss- ins og lafði það til hliðar við bíl- inn. Framrúða eins bílsins möl- brotnaði og mildi að ökumaðurinn fékk ekki járnið í andlitið. Öku- maður vörubílsins varð einskis var fyrr en lögreglan stöðvaði hann eftir að hafa fengið tilkynn- ingu um hættuförina. - hrs ÁTTA LÉTUST Í það minnsta átta manns létust þegar sprengja sprakk nærri menntamálaráðu- neytinu í Bagdad. 29 til viðbótar særðust, þeirra á meðal tveggja ára stúlka. Málþing í dag: 78% vilja for- setann áfram PÉTUR BLÖNDAL Vill leggja niður embætti forseta Íslands. Kvikmyndagerðarmaður sem gerði gagnrýna mynd um islamska menningu: Van Gogh myrtur í Amsterdam UMDEILDUR KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR Theo van Gogh (t.v.) við tökur á mynd um hægriöfgamanninn Pim Fortuyn. Van Gogh var myrtur í Amsterdam í gær. ■ AFRÍKA BLÓÐUGUR BARDAGI Tólf manns létu lífið þegar bardagar brutust út í kjölfar deilna heimamanns og farandsala í bænum Bebeikja í Tsjad. Öflugt lögreglulið var sent á vettvang. Fimmtán voru hand- teknir og hald lagt á hríð- skotariffla, sveðjur og hnífa. BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Matarlist og leikhús Leikhúsmatseðill milli kl. 18.00 - 20.00 ÞrIggja rétta kvöldverður á 4.500 kr. Upplýsingar á www.holt.is • • • • • • • • • 10-11 2.11.2004 19:53 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.