Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 3. nóvember 2004 Mazda fjölskyldan Komdu, reynsluaktu og berðu saman verð og gæði. Opið frá 12–16 laugardaga Hvaða fjölskyldumeðlimur hentar þér? Mazda3 Sport 2 l, 150 hestöfl. Verð frá 2.355.00 kr. Leiga frá 40.520 kr. í 36 mánuði.* Mazda3 Sport er einnig til í sedan-útgáfu. Mazda 2500 B pallbílinn er vinnuhesturinn frá Mazda, sterkbyggður með 109 hestafla díselvél. Sýningartilboð 2.266.000 kr. Mazda3 5 dyra 1,6 l, 105 hestöfl. Verð frá 1.795.000 kr. Leiga frá 31.486 kr. í 36 mánuði.* Mazda3 sedan 1,6 l, 105 hestöfl. Verð frá 1.805.000 kr. Leiga frá 31.663 kr. í 36 mánuði.* Mazda3 er einnig fáanlegur með 107 hestafla díselvél. Mazda RX8, 231 hestafl. Sportbíll ársins á Íslandi 2004. Verð frá 3.680.000 kr. Mazda RX8 hefur fengið frábæra dóma fyrir aksturs- eiginleika og byltingarkennt útlit. Þá hefur Rotary-vélin fengið frábæra dóma og verðlaun víða um heim. Mazda RX8 er með þægindi fjölskyldubíls og útlit Mazda RX8 var í fyrsta sæti í sínum flokki og öðru sæti í vali á bíl ársins á Íslandi 2004 Umsögn dómnefndar var meðal annars þessi: „Þetta er bíll þar sem fjölskyldufólk með sportbíladellu getur réttlætt kaupin á sportbíl.“ Mazda6 liftback 2 l, 141 hestöfl. Verð frá 2.310.000 kr. Leiga frá 40.087 kr. í 36 mánuði*. Mazda6 er einnig fáanlegur í sportútgáfu 2,3 l með 166 hestafla vél. Mazda6 sedan 2 l, 141 hestöfl. Verð frá 2.290.000 kr. Leiga frá 40.087 kr. í 36 mánuði.* Mazda6 station 2 l, 141 hestöfl. Verð frá 2.500.000 kr. Leiga frá 43.110 kr. í 36 mánuði.* Mazda6 er einnig fáanlegur með 2 l, 136 hestafla díselvél. Mazda6 station er fáanlegur fjórhjóladrifinn. *Leigugreiðslur eru háðar gengi og því aðeins til viðmiðunar. Innifalið: akstur allt að 20.000 km á ári, olíuskipti og þjónusta samkvæmt þjónustubók. Söluumboð: Bílás sf., Akranesi - BSA, Akureyri - Betri bílasalan, Selfossi - SG Bílar, Reykjanesbæ FIMMTÁN SLÁTUR - SEXTÁN KONUR Kvinnurnar í kvenfélaginu Hörpu á Tálknafirði áttu annríkt í sláturgerðinni í eldhúsi félags- heimilisins Dunhaga á dögunum. Það tekur enda sinn tíma þegar tekin eru fimmtán slátur. Kræsinganna verður neytt á þorrablótinu á nýju ári og eru nokkrir bæjarbúar þegar komnir með vatn í munninn. Sextán konur eru í kvenfélaginu og skiptu þær verkunum systurlega á milli sín. Áhrif kennarasamninga ná víða: Tryggingasala klæjar í fingurna KJARAMÁL Verði miðlunartillaga sáttasemjara í kennaradeilunni samþykkt getur hlaupið á snærið hjá seljendum viðbótarlífeyris- sparnaðar. Í tillögunni er kveðið á um að kennurum verði gert kleift að greiða slíkan sparnað gegn mót- framlagi sveitarfélaganna en kennurum hefur ekki gefist kost- ur á slíkum sparnaði fyrr. Samn- ingurinn nær til um fjögur þús- und kennara og eru trygginga- salar að setja sig í stellingar til að mæta álaginu sem skapast, þegar og ef tillagan verður sam- þykkt. - bþs KENNARAR SPARA Seljendur viðbótarlífeyrissparnaðar sjá fram á góða tíma. „Í raun og veru hef ég ekki melt þetta ennþá almennilega, maður þarf að átta sig hvað þetta hefur haft víðtæk áhrif á samfélagið og þá á mann sjálfan,“ segir Guðjón Bergmann jógakennari um stóra olíumálið. „Ég hef ekki enn náð utan um áhrifin sem þetta mál hefur haft á t.d. vísitölu og kostnað heimilisins fyrir utan bensínið.“ Guðjón segist þó ekki vera reiður. „Nei, það þarf eitthvað annað til að gera mig reiðan. Hins vegar ætla ég ekki að standa aðgerðalaus og horfa upp á þetta, ég ætla að mótmæla þessu og finnst góð sú hugmynd sem farið hefur sem eldur um sinu um netið þar sem fólk er hvatt til að kaupa bara bens- ín á bensínstöðvum og láta annað eiga sig. Svo sér maður hvað annað er hægt að gera og ég vona að yfirvöld, sem hafa ráðist á aðra kaupmenn sem þó hafa ekki unnið jafn mikið til saka, láti þetta mál til sín taka enn frekar en orðið er.“ GUÐJÓN BERGMANN Vill að yfirvöld geri eitthvað SAMRÁÐ OLÍUFÉLAGANNA SJÓNARHÓLL Kaldur október: Úlpur seldust óvenju vel TÍÐARFAR Úlpur seldust óvenju vel í Reykjavík í nýliðnum október- mánuði og ber kaupmönnum, sem rætt var við, saman um að sjaldan eða jafnvel aldrei hafi selst jafn margar úlpur í októbermánuði. Ástæðan var vitaskuld kuldinn sem steðjaði að höfuðborgarbúum en októbermánuður hefur ekki verið jafn kaldur síðan 1998. Heiða Guðmundsdóttir í Dress- mann á Laugavegi sagði úlpusöl- una hafa verið svipaða og í hefð- bundnum nóvembermánuði og tóku aðrir úlpusalar undir þau orð hennar. - bþs ÚLPA AF VINSÆLLI GERÐ Úlpur seldust eins og heitar lummur. 14-15 (24 klst) 2.11.2004 18:46 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.