Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 24
LEIKARI ÁRSINS ÁSLÁKUR INGVARSSON / Kaldaljós „Einlæg túlkun á tilfinningaríkri persónu sem er í senn sterk og viðkvæm.“ BRYNJA ÞÓRA GUÐNADÓTTIR / Salt „Tær og heilsteypt miðlun á persónu í togstreitu milli náttúru og samfélags.“ INGVAR E. SIGURÐSSON / Kaldaljós „Mjög sterk túlkun á persónu í djúpri sálarkreppu.“ JÓN SIGURBJÖRNSSON / Síðasti bær- inn „Miðlar af þroska og færni sýn á heila ævi manns andspænis dauðanum.“ ÞRÖSTUR LEÓ GUNNARSSON / Vín hússins „Miðlar í fáum en mjög skýrum dráttum tragí-kómískri persónu. „ LEIKARI/LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI HELGA BRAGA JÓNSDÓTTIR / Kaldaljós „Vekur samkennd með viðkvæmri persónu í leit að tengslum.“ ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR / Dís „Heilsteypt og áreynslulaus túlkun á traustri vinkonu.“ KRISTBJÖRG KJELD / Kaldaljós „Einkar þroskuð túlkun á dulmagnaðri persónu.“ SNÆFRÍÐUR INGVARSDÓTTIR / Kalda- ljós „Óvenju blæbrigðarík túlkun í einfaldleika sínum.“ ÞÓRUNN CLAUSEN / Dís „Fylgir persónu sinni alla leið með kraft- mikilli túlkun.“ SKEMMTIÞÁTTUR ÁRSINS Í SJÓNVARPI Idol-stjörnuþáttur Stöð 2 „Faglega unninn skemmtiþáttur sem sló í gegn og náði vel til áhorfenda.“ Spaugstofan RÚV „Skemmtiþáttur gerður af ótrulega fjöl- hæfum listamönnum.“ Svínasúpan II Stöð 2 „Djarflega og fagmannlega unninn skemmtiþáttur.“ SJÓNVARPSÞÁTTUR ÁRSINS Sjálfstætt fólk Stöð 2 „Tæknilega mjög vel unninn sjónvarps- þáttur með persónulega stjórn og nær- færna nálgun á viðfangsefninu.“ Í brennidepli RÚV „Sjónvarpsþáttur með góðan fókus á málefnin og hugmyndaríkar útfærslur.“ Fólk með Sirrý Skjár 1 „Metnaðarfullur sjónvarpsþáttur sem tekur púlsinn á mannlífinu.“ HEIMILDARMYND ÁRSINS BLINDSKER / Ólafur Jóhannesson „Athyglisverð heimildarmynd um einn mest áberandi og jafnvel umdeildasta tónlistarmann Íslands.“ FAUX - Í ÞESSU MÁLI / Sólveig Anspach „Heimildarmynd sem fjallar um mál- verkafölsunarmálið sem Hæstiréttur dæmdi í fyrr á árinu. Nálgunin er frumleg og óvenjuleg. Fjallar um mál sem mikið hefur verið í þjóðfélagsumræðunni og gerir því skil á hlutlægan hátt og skýrir ágætlega frá afstöðu þeirra sem málið vörðuðu án þess að taka afstöðu með nokkrum þeirra. Myndin er í heild sinni fagmannlega unnin.“ HESTASAGA / Þorfinnur Guðnason „Hestasaga er í senn falleg, ljóðræn og spennandi. Á mörkum þess að vera heimildarmynd og náttúrulífsmynd. Frá- bærar tökur og sérstaklega vel unnin. Greinilega mikið í hana lagt.“ Love is in the air / RAGNAR BRAGA- SON „Íslenski make draumurinn verður að veruleika. Leikurum í sýningunni Rómeo og Júlíu er fylgt eftir til London og saga þeirra sögð á skemmtilegan, áhugaverð- an og lifandi hátt. Hressandi mynd.“ World of solitude eftir Pál Steingrímsson „Náttúrulífsmynd með pólitísku ívafi. Tekst á við eitt mesta hitamál síðustu ára, virkjanaframkvæmdirnar við Kárahnjúka. Myndin er sögð út frá sjónarhorni virkj- anaandstæðinga á ágætan hátt. Tökur og myndefni gott.“ HLJÓÐ OG MYND STEINGRÍMUR ÞÓRÐARSON / Sjálfstætt fólk „Fyrir vandaða myndvinnslu og fagleg vinnubrögð í sjónvarpsþáttunum Sjálf- stætt Fólk.“ SIGURÐUR SVERRIR PÁLSSON / Kalda- ljós „Fyrir klassíska myndatöku af bestu gerð í kvikmyndinni Kaldaljós.“ ÞORSTEINN J. VILHJÁLMSSON / Án tit- ils „Fyrir einstaklega smekklega og vel út- færða framsetningu í heimildarmyndinni Án titils.“ ÚTLIT MYNDAR HELGA RÓS HANNAM / Svínasúpuna „Fyrir búningahönnun í Svínasúpunni, en búningarnir undirstrika einstaklega vel persónusköpun.“ HAUKUR HAUKSSON / Í brennidepli „Fyrir agaða, skýra og frumlega framsetn- ingu á sjónvarpsþættinum Í brennidepli.“ ÚLFUR KARLSSON / Önnu afastelpu „Fyrir útlit/ leikmynd í leiknu sjónvarps- myndinni Anna afastelpa en hún er lát- laus og fellur vel að viðfangsefninu.“ HANDRIT ÁRSINS HULDAR BREIÐFJÖRÐ / Næsland „Hugljúf ástarsaga um einfeldninga og leitina að tilganginum. Sagan er einlæg og höfundur þorir að treysta áhorfendum fyrir skringileika lífsins.“ JÓN GNARR / Með mann á bakinu „Bráðfyndin stuttmynd um leiðinlegan mann.“ MAGNÚS MAGNÚSSON / World of solitude „Beinskeytt handrit gegn eyðimerkur- stefnu, þar sem afstaða er tekin með náttúrunni.“ LEIKSTJÓRI ÁRSINS ERLA B. SKÚLADÓTTIR / Bjargvættir „Leikstjórinn segir sögu sjálfstæðisbaráttu á sannan og tilgerðarlausan máta. Áferðafögur vinna sem reynir ekki að gera myndina að öðru en hún er.“ HILMAR ODDSON / Kaldaljós „Vel skapað dulrænt mannlíf í samspili við dulræna náttúru.“ ÞORFINNUR GUÐNASON / Hestasöga „Einstök kvikmynd um samfélag hesta, leikstjórnin öguð, þolinmæðin og taum- haldið á viðfangsefninu einstakt.“ BÍÓMYND ÁRSINS DÍS / Silja Hauksdóttur „Verkið lifir á eigin forsendum og and- stæðuspili, fremur en upprunalegum skáldsögutexta, í ferskum svipmyndum úr lífi aðalpersónunnar og með baksviði samtímalýsingar.“ KALDALJÓS / Hilmar Oddsson „Skáldsöguættaður bræðingur fortíðar og samtíðar miðlar séríslenskum áhrifum í þróunarsögu sem dregur dám af um- hverfi síhvikullar birtu og þjóðtrúar.“ NÆSLAND / Friðrik Þór Friðriksson „Burðamiklir höfundar glíma kjarkaðir við stóru spurningarnar og tekst að laða fram skarpt mótaðar og dularfullar persónur leitarinnar eilífu í framand-kunnuglegu umhverfi.“ STUTTMYND ÁRSINS BJARGVÆTTUR / Erla B. Skúladóttir „Myndin vefur lipurlega saman svör stúlku sem reynir á sjálfri sér andvara- leysi, áreitni og einmanakennd og finnur þeim sinn farveg.“ MÓÐAN / Jón Karl Helgason „Teflt er saman andstæðum á snjallan hátt í kringum lítið en afdrifaríkt atvik.“ Síðustu orð Hreggviðs eftir Grím Hákon- arson „Frumlegur útúrsnúningur á íslenskri daugasagnahefð.“ SÍÐASTI BÆRINN / Rúnar Rúnarsson „Mynd sem ítrekar að engin sátt hefur myndast um það hvernig ellinni skuli var- ið í samfélagi okkar. Þarna er gripið til ör- þrifaráðs sem afhjúpar þrjósku, – er hún af jákvæðum eða neikvæðum toga?“ VÍN HÚSSINS / Þorkel Harðarson og Örn Marinó „Glaðhlakkaleg og sakleysisleg mynd um aðstæður sem að mörgu leyti eru nötur- legar og grafalvarlegar.“ LEIKIÐ SJÓNVARPSEFNI ÁRSINS AND BJÖRK OF COURSE / Lárus Ýmir Óskarsson „Myndin And Björk of course er aðgangs- hörð, stingur á tískubólu og hvetur til umhugsunar. Hver eru mörk þess sem á segja og reyna?“ MYND FYRIR AFA / Tinna Gunnlaugs- dóttir „Í Mynd fyrir afa er af einlægni og alvöru tekið á spurningum sem geta leitað á unga ekki síður en aldna, í sambandi við dauða, trú, siði og venjur. Rammi frá- sagnarinnar er hlýr og bjartur.“ Njálssaga eftir Björn Brynjúlf Björnsson „Í Njálssögu er beitt árangursríkri aðferð við það ögrandi verkefni að myndgera eina frægustu Íslendingasöguna. Rudd er braut sem opnar fyrir margvíslega túlkun- armöguleika.“ TÓNLISTARMYNDBAND ÁRSINS SÖGUSTELPAN / DÚKKULÍSURNAR. Leikstjóri Gunnar B. Guðmundsson „Einföld og falleg myndsýn með ævin- týralegum blæ. Lifandi og teiknuðum myndum er blandað saman á hugvitsam- legan hátt.“ STOP IN THE NAME OF LOVE/ BANG GANG. Leikstjóri Ragnar Bragason „Kæruleysislegur flutningurinn samræm- ist vel þessari útgáfu lagsins. Smekkleg kvikmyndataka og fallega stílfærðir bún- ingar sem og förðun.“ JUST A LITTLE BIT / María Mena. Leik- stjóri Ragnar Agnarsson „Líflegt, litríkt og skemmtilegt.“ SJÓNVARPSMAÐUR ÁRSINS [Almenningur getur valið úr hópi 33 sjón- varpsmanna en auk þess mun Gallup spyrja um hug almennings í skoðana- könnun. Atkvæðagreiðslan á vísi.is stendur til miðnættis 13. nóvember. Á Eddu-hátíðinni sjálfri, sem verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu, geta áhorfend- ur svo valið á milli fimm vinsælustu til- nefninganna úr könnununum tveimur með símakosningu eða smáskilaboðum.] STÖÐ 2 Bubbi Morthens (Idol og boxlýsingar) Edda Andrésdóttir (Fréttir) Jóhanna Vilhjálmsdóttir (Ísland í dag) Inga Lind Karlsdóttir (Ísland í bítið) Jóhannes Ásbjörnsson (Idol) Jón Ársæll Þórðarson (Sjálfstætt fólk) Páll Magnússon (Fréttir) Sigurður Þ. Ragnarsson (Veðurfréttir) Sigmar Vilhjálmsson (Idol) Þórhallur Gunnarsson (Ísland í dag) SÝN Arnar Björnsson (Íþróttir) Guðjón Guðmundsson (Íþróttir) Guðni Bergsson (Boltinn með Guðna) Heimir Karlsson (Boltinn með Guðna og Ísland í bítið) Hörður Magnússon (Íþróttir) Þorsteinn Gunnarsson (Íþróttir) POPPTÍVI Auðunn Blöndal (70 mínútur og Sveppa- súpan) Sverrir Þór Sverrisson (70 mínútur og Sveppasúpan) SJÓNVARPIÐ Bogi Ágústsson (Fréttir) Elín Hirst (Fréttir) Gísli Marteinn Baldursson (Laugardags- kvöld) Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir (Fréttir) Kristján Kristjánsson (Kastljós) Logi Bergmann Eiðsson (Fréttir) Ómar Ragnarsson (Fréttir) Páll Benediktsson (Fréttir og Í brenni- depli) Samúel Örn Erlingsson (Íþróttir) Sigmar Guðmundsson (Kastljós) Sigríður Margrét Guðmundsdóttir (Fréttir) Svanhildur Hólm Valsdóttir (Kastljós) SKJÁR 1 Sigríður Arnardóttir (Fólk með Sirrý) Valgerður Matthíasdóttir (Innlit - útlit) Vilhelm Anton Jónsson (At og Úti að grilla) 2 3. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR HEIÐURSVERÐLAUN PÁLL STEINGRÍMSSON, kvikmyndagerðamaður „Fyrir langan og farsælan feril á sviði heimildarmynda, með sérstaka áherslu á náttúru og umhverfi.“ EDDUVERÐLAUNIN TILNEFNINGAR 2004 PÁLL STEINGRÍMSSON KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR HLÝTUR HEIÐURSVERÐLAUN EDDU 2004 „Þetta kom mér mjög á óvart og ég átti alls ekki von á þessu. Fékk bullandi hjartslátt við tilnefninguna en er búinn að jafna mig. Það er allt í fínu lagi núna,“ segir kvikmyndagerðarmaður- inn Páll Steingrímsson þegar hann er spurður út í stóru tíðindin; að fá heiðursverðlaun Eddu þetta árið. Segist vel hafa skilið að Magnús Magnússon, sjónvarpsmaður á BBC, hafi hlotnast heiðurinn í fyrra því hann sé mikill jöfur, en þess má geta að Magnús er tilnefndur fyrir handritagerð heimildamyndar Páls; Öræfakyrrð (World of Solitude) sem einnig er tilnefnd til Eddu- verðlauna í ár sem besta heimildarmyndin. „Ég vissi að Magnús átti þetta skilið en hér heima eru ekki svo margir sem standa þokkalega í þessu. Það er nefnilega heil- mikill róður að fjármagna og fá til baka fjármagn í heimildar- myndagerð og ég er sennilega eini maðurinn sem hef náð að þrauka í þessu frá 1986; alltaf með fólk í vinnu og borga því laun. Held að mér hafi tekist þetta vegna þess að ég kem myndunum í umferð erlendis, en það er lífsnauðsyn vegna smæðar íslenska markaðarins.“ Páll segir Eddu-verðlaunin skipta sig miklu atvinnulega séð og vera sterk auglýsing sem komi sér vel þegar reynt er við er- lenda dreifingu. „En mér gengur reyndar ekki of vel að koma Öræfakyrrðinni í umferð því þeir segja hana ekki passa í neinn flokk þar sem hún sé ekki náttúrulífsmynd og í henni sé þokka- lega beittur áróður. Ég hef hins vegar séð svona myndir á bæði Discovery og National Geographic og veit að ég á að geta kom- ist inn. Myndin spilast gríðarlega vel fyrir magnaða tilstilli Magnúsar, en það eru ekki margir sem maður hnýtur um með þessa útgeislun, og í raun sárafáir.“ Páll hefur gert 32 heimildarmyndir á síðustu fimmtán árum; flestar um íslenska náttúru og dýralíf. Segist þó vart geta kallast David Attenborough okkar Íslendinga. „En ég hef mjög gaman af því sem ég geri og á meðan maður vaknar brosandi og hlakkar til að byrja nýjan dag er maður í fínum málum. Mér er þetta heilmikið hjartans mál og byrjaði fljótt að glíma á vett- vangi sjónlistar; teikna, mála og ljósmynda. Svo þegar ég eign- aðist þessa kvikmyndavél réð það úrslitum og ég stýrði ekki sjálfur hvað varð úr. Ég var kominn á rétta hillu.“ Þegar Páll er spurður hvort glamúrinn á Eddunni verði ekki of yfirþyrmandi fyrir mann sem elskar náttúrustillur og öræfa- kyrrð segir hann hátíðina ekki verða sér sjokk. „Ég er ekki feiminn við fólk og hef af því yndi, en hitt er mér nauðsyn. Ég verð að komast frá asanum, vera einn og fá súrefni, sjó og fallegt land, svo ég tali nú ekki um fuglaklið. Flestar hugmynd- ir um myndsmíði fæ ég einn með sjálfum mér. Ég á hreiður á Snæfellsnesi þar sem ég fer oft og sérstaklega á veturnar. Það er enginn uppspuni að þar býr einhver krafur og orka sem hefur áhrif á mann.“ Og Páll segist eiga feiknin öll af fínu punti sem muni sóma sér vel í kringum Eddu-verðlaunagripinn. „Ég finn styttunni stað og ætla allavega að kaupa mér skyrtu fyrir veisluhöldin,“ segir Páll alveg staðfastur. - þlg Ætlar að kaupa sér nýja skyrtu 24-25 (02-03) Eddan 2.11.2004 18:41 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.