Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 3. nóvember 2004 25 Þýski körfuboltinn: Logi kominn í gang á ný KÖRFUBOLTI Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson er að komast af stað á nýjan leik eftir að hafa farið tvis- var úr axlarlið á síðasta tímabili. Logi spilar með Giessen 46ers í úrvalsdeild í Þýskalandi og hefur fengið að koma inn á í tveimur fyrstu leikjunum. Logi spilaði reyndar aðeins 3 mínútur í fyrsta leiknum sem tapaðist fyrir Alba Berlin. Logi náði ekki skoti á körf- una í þeim leik en í 106-62 sigur- leik á Union Baskets Schwelm um helgina skoraði hann 9 stig á 11 mínútum. Tímabilið í fyrra var Loga mjög erfitt en hann náði þá aðeins að spila átta leiki og skoraði þá 5,8 stig á 18 mínútum að meðaltali. Það verður gaman að fylgjast með framþróun stráksins enda skiptir það miklu máli að hann komist í gang á nýjan leik enda með bestu leikmönnum landsins og einn af lykilmönnum landsliðsins fyrir meiðslin. Giessen46ers er sem stendur í 9. sæti með einn sigur og eitt tap en liðið hefur leikið tveim- ur leikjum færra en flest önnur lið í deildinni. ■ LOGI ALLUR AÐ BRAGGAST Logi Gunn- arsson skoraði 9 stig á 11 mínútum með Giessen um helgina. Ólafur Ingi Skúlason: Tilboð frá Groningen FÓTBOLTI Hollenska liðið Groningen hefur áhuga á því að fá Ólaf Inga Skúlason, leikmann Arsenal, í raðir félagsins. Forráðamenn liðsins sendu Arsenal tilboð í gær og sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Ólafs, að hann væri mátulega bjartsýnn á að félögin næðu sam- an. Ólafur sagði að Arsenal vildi fá rúmar 40 milljónir fyrir Ólaf Inga sem er langt yfir því sem Groningen er tilbúið til að borga. Ólafur Ingi hefur lengi lýst yfir áhuga sínum á því að komast frá Arsenal og hefur verið orð- aður við lið á Norðurlöndunum, í Belgíu og á Ítalíu. Ólafur Ingi skrifaði undir nýjan eins árs samning við Arsenal í sumar og fer því örugglega frá félaginu næsta sumar ef hann finnur sér ekki félag í vetur. Ólafur Ingi sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann væri mjög spenntur fyrir Groningen. „Ég er k o m i n n á þann stað að ég þarf að spila reglule- ga til að bæta mig og h o l l e n s k a deildin er fín fyrir leik- mann eins og mig.“ ÓLAFUR INGI SKÚLASON Gæti verið á leið til Groningen í Hollandi. FÓTBOLTI Michael Owen verður undir smásjánni í kvöld er Real Madrid mætir Dynamo Kiev í Kænugarði. Eftir dapra byrjun með Real hefur Owen skorað í fjórum leikjum í röð og allir munu fylgjast með því hvort hann skori í fimmta leiknum í röð. Real þarf þar að auki nauðsynlega á sigri að halda í leiknum enda eru þeir jafnir Kiev og Leverkusen að stigum. „Það er erfitt að koma hingað og sækja stig en spilar Dynamo með miklu sjálfstrausti á heima- velli,“ sagði Garcia Remon, þjálf- ari Real Madrid. „Við munum aftur á móti leika til sigurs enda teljum við okkur hafa lið sem getur sigrað hér í Kænugarði.“ Van Nistelrooy kemur inn Manchester United tekur á móti Spörtu frá Prag á Old Traf- ford og þarf að klára þann leik. Ruud Van Nistelrooy kemur inn í lið United á nýjan leik og mun leika frammi með Wayne Rooney sem skoraði þrennu í sínum fyrsta leik með United í Meistara- deildinni. Nistelrooy er á heima- velli í Meistaradeildinni enda hef- ur hann skorað 31 mark í 35 leikj- um í þessari sterkustu deild í heimi. „Ég hef miklar væntingar til Nistelrooys í leiknum,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd. „Ég vona að hann fái flest færin því þá eru ansi miklar líkur á að við skorum.“ Roy Keane kemur væntanlega inn í lið United á ný eftir meiðsli og hann segir að ekkert nema sigur komi til greina. Liverpool á erfitt verkefni fyrir höndum á Riazor-vellinum þar sem Deportivo la Coruna tekur á móti þeim. Eftir jafntefli gegn Deportivo á heimavelli þarf Liverpool nauðsynlega á sigri að halda á Spáni. „Þeir verða mjög grimmir og við verðum að verjast vel ef við ætlum að ná stigi,“ sagði Rafael Benitez, stjóri Liverpool, en hann mun væntanlega tefla fram hin- um unga Florent Sinama-Pongolle í stað Djibril Cisse sem er fótbrot- inn. Eins og áður verður meistara- deildin í beinni á Sýn. Leikur Deportivo og Liverpool verður sýndur í beinni en leikur Bayern og Juventus síðan strax á eftir mörkum allra leikjanna. ■ Skorar Owen í Kænugarði? Fjórðu umferð Meistaradeildarinnar í knattspyrnu lýkur í kvöld með átta leikjum. Real Madrid þarf nauðsynlega á sigri að halda í Úkraínu. HANN ER VINSÆLL OG VEIT AF ÞVÍ Enski framherjinn Michael Owen var umsetinn blaðamönnum er hann lenti í Kænugarði. Fréttablaðið/AP 36-37 (24-25) Sport 2.11.2004 22:14 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.