Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 2
2 7. nóvember 2004 SUNNUDAGUR Fulltrúar ákveði framtíð Þórólfs Forsætisráðherra segir það borgarfulltrúa R-listans að ákveða hvort Þórólfur Árnason verði áfram borgarstjóri. Hann segir Þórólf hafa staðið sig óaðfinnanlega í starfi borgarstjóra. Verðsamráð óafsakanlegt. VERÐSAMRÁÐ Þórólfur Árnason borgarstjóri hefur hæfileika og burði til að gegna áfram starfi borgarstjóra að mati Halldórs Ás- grímssonar forsætisráðherra. Hann segir stöðu borgarstjórans vera erfiða vegna þátttöku hans í verðsamráði olíufélaganna og að- spurður hvort hann beri traust til Þórólfs sagði Halldór að hann sitji ekki í borgarstjórn og að hann treysti borgarfulltrúum flokksins fullkomlega til að kom- ast að niðurstöðu um framtíð Þór- ólfs. „Þegar svona mál koma upp þá verður hver og einn að eiga það við sjálfan sig og sitt nánasta bakland. Það er enginn sem getur komið til hjálpar í þeirri ákvörð- un og ég tel að borgarfulltrúarnir verði að taka ákvörðun um það sem fyrst.“ Halldór segist óska Þórólfi alls góðs ef hann sitji áfram sem borgarstjóri en fram til þessa hafi hann staðið sig mjög vel í sínu starfi og framkoma hans sem borgarstjóra hafi verið óað- finnanleg. Niðurstaða samkeppnisráðs um samráð olíufélaganna er mjög alvarleg að mati forsætisráð- herra og samráðið óafsakanlegt. Þessi skýrsla sé þó dómur yfir fyrirtækjum en ekki fólki. Hins vegar sé ljóst að fólk hafi stýrt fyrirtækjunum og þeir sem voru þar æðstir beri að sjálfsögðu mesta ábyrgð á samráðinu. Aðspurður um rannsókn Ríkis- lögreglustjóra á þætti einstak- linga í samráðinu segir Halldór að hann hafi ekki talað við nokkurn mann hjá ríkislögreglu- stjóra um þetta mál. Embættið hafi fengið sérstaka fjárveitingu fyrr á þessu ári til þess að hraða málum sem þar eru til rannsókn- ar. Það sé þó ekki í hans verka- hring að skipta sér að slíkum rannsóknum. Halldór segir að niðurstaða samkeppnisráðs sanni að það sé virkt eftirlit með viðskiptalífinu og hann segist aðspurður ekki þykja það óþægilegt að framsókn- armaður hafi gegnt stöðu við- skiptaráðherra þann tíma sem verðsamráð olíufélaganna fór fram. Hann segir að niðurstaðan nú sýni að ríkisstjórninni hafi tek- ist að breyta samkeppnisum- hverfi á Íslandi. Það sem þarna hafi átt sér stað sé hluti af fortíð- inni. ghg@frettabladid.is Nei, ég spila aldrei dauðarokk heldur techno-tónlist. Frímann Andrésson er útfararstjóri að deginum, en um helgar er hann plötusnúður á ölstofum miðborgarinnar. SPURNING DAGSINS Frímann, spilarðu dauðarokk? Bann við línuveiðum á sunnanverðum Breiðafirði: 200 manna vinnustað lokað LÍNUVEIÐAR Allar línuveiðar á sunnanverðum Breiðafirði hafa verið bannaðar ótímabundið frá miðnætti. Stjórn smábátafélags- ins Snæfells á Snæfellsnesi seg- ir að með lokuninni séu mögu- leikar smábáta til sjósóknar stórlega skertir og atvinnuör- yggi hundraða sjómanna, beit- ingafólks og fiskverkafólks stefnt í voða. Símon M. Sturluson, formað- ur Snæfells, segir ótímabundna lokun hafa komið smábátaeig- endum í opna skjöldu. Þeir missi sjötíu til áttatíu prósent veiði- svæðisins. Um tvö hundruð manna vinnustað hafi verið lok- að með tveggja daga fyrirvara: „Þetta lokar á alla trilluút- gerð. Það er það langt að sækja á ný mið. Áhrifin verða mest í Grundarfirði og hér innfrá,“ segir Símon sem gerir út frá Stykkishólmi. Slægingarþjón- usta, beitingarþjónusta og fisk- markaðir verði fyrir barðinu á lokuninni. Margfeldisáhrifin séu mikil. Í ályktun félagsins sem lögð var fram eftir neyðarfund í gær er frekari rannsókna krafist áður en jafn róttæk og íþyngj- andi ákvörðun sé tekin. – gag RAUÐU SVÆÐIN LOKUÐ FYRIR LÍNUVEIÐUM Svæðunum hafði verið lokað reglulega frá september. Þeim hefur nú verið lokað ótímabundið. SÍMON M. STURLUSON Segir trillusjómenn missa sjötíu til átta- tíu prósent veiðisvæðisins vegna lokun- arinnar. Hogriders-meðlimirnir: Farnir úr landi LÖGREGLA Allir meðlimir dönsku bifhjólasamtakanna Hogriders, sem komu til Keflavíkur á föstu- dag, eru farnir úr landi. Aðgerðir gengu mjög vel fyrir sig, að sögn varðstjóra á Keflavíkurflugfelli, en menn frá Ríkislögreglustjóra aðstoðuðu við flutninginn. Ekki er búist við neinum eftirmálum vegna þessa. - ej STÓRIÐJA Farið er fram á það í skýrslu nefndar Framsóknar- flokksins um atvinnu- og byggða- mál í Norðvesturkjördæmi að rík- isstjórnin ákveði formlega að næsta uppbygging stóriðju verði á norðanverðu Norðvesturlandi og orka þess svæðis verði nýtt til uppbyggingarinnar. Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, segir að þetta séu ekki nýjar hugmyndir og nokkrir staðir á Norðurlandi komi til greina undir stóriðju. Skagafjörður sé einn af þeim, meðal annars vegna virkjana- möguleika þar. Hins vegar sé stóriðju líka krafist á Norðaustur- landi, bæði í Eyjafirði og á svæð- inu í kringum Húsavík. Hún segir ekki ganga upp að vera með stóriðju á tveimur stöð- um á Norðurlandi og leggur þess vegna áherslu á að menn vinni saman í stóriðjumálum á Norður- landi. „Við vitum ekki núna hvaða kostur verður fyrir valinu. Það er ekki útilokað að það verði stór- iðjuuppbygging á Norðurlandi en staðsetning er algjörlega óljós.“ - ghg VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Sat fund framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi í gær þar sem lögð var fram skýrsla um að stóriðja verði reist í kjördæminu. Framsóknarmenn: Vilja stóriðju í kjördæmið HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Á fundi kjördæmisþings í Norðvesturkjördæmi í Borgarnesi í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E IR ÍK U R KR IS TÓ FE R SS O N England: Mannskætt lestarslys ENGLAND Alvarlegt lestarlsys varð milli Reading og Newport í gær- kvöld. Ekki er vitað hversu margir létust en samkvæmt fréttum BBC í gærkvöld var staðfest að nokkrir hefðu látist og 130 slasast. Lestin klessti á bíl sem var á lestarteinunum með þeim afleið- ingum að níu lestarvagnar fóru út af sporinu og bíllinn gjöreyðilagð- ist. Björgunarmenn komu fljót- lega á vettvang en björgunarstarf var mjög erfitt þar sem fjöldi fólks var fast inni í vögnunum. Björgunarstarf var enn í gangi þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. - th AHMED QUREIA Fundaði með Hamas og Jihad. Arafat við dauðans dyr: Óttast óeirðir PALESTÍNA, AP Jasser Arafat, forseti Palestínu, liggur enn lífshættulega veikur á Percy sjúkrahúsinu nærri París. Heimildir herma að hann sé við dauðans dyr og batahorfur séu litlar sem engar. Óttast er að uppþot verði þegar Arafat deyi. Ahmed Qureia, for- sætisráðherra Palstínu, hefur hvatt fólk til að sína stillingu. Hann fundaði í fyrsta skiptið á sínum pólitíska ferli með leiðtogum Ham- as og Jihad í gær. Eftir fundinn sagði hann að leiðtogarnir hefðu samþykkt að reyna að halda frið- inn. ■ KRISTINN H. GUNNARSSON Sagði á fundi framsóknarmanna í eigin kjördæmi að hann yrði hvorki barinn til bókarinnar né hrakinn úr flokknum. Kristinn H. Gunnarsson: Verður ekki hrakinn burt STJÓRNMÁL „Ég verð ekki barinn til bókarinnar.“ Þetta sagði Kristinn Gunnarsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins, á kjördæmaþingi flokksins sem fram fór í Borgarn- esi í gær. Í ræðu sinni kom hann inn á deilu sína við forystu Fram- sóknarflokksins sem leiddi til þess að hann var ekki valinn til nefndar- setu á alþingi fyrir hönd flokksins. Kristinn sagðist tilbúinn til að ræða við menn um málefni og um sjálfan sig en hann yrði hvorki bar- inn til bókarinnar né hrakinn úr flokknum. Hann sagði sjónarmið sín eiga mikinn hljómgrunn meðal kjósenda flokksins og þess vegna ætti hann samleið með flokknum. - ghg 02-03 6.11.2004 22:38 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.