Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 13
SUNNUDAGUR 7. nóvember 2004 Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 410 4000. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 63 82 11 /2 00 4 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 63 82 11 /2 00 4 Banki allra landsmanna 7,1%* – Peningabréf Landsbankans Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.10.2004–31.10.2004 á ársgrundvelli. 410 4000 | landsbanki.is Viðhald fasteigna – fjármögnun, framkvæmd og eftirfylgni Hægt er að velja milli tveggja dagsetninga: Miðvikudagurinn 10. nóvember kl. 17.30–19.oo Fimmtudagurinn 11. nóvember kl. 20.00–21.30 Fyrirlesarar Jón Viðar Guðjónsson, verkfræðistofunni Línuhönnun Guðmundur Pétursson, ÍAV þjónustu Marteinn M. Guðgeirsson, Íslandsbanka Skráning í síma 440 4000 og á kynningarfundur@isb.is. Aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir Hlökkum til að sjá þig Íslandsbanki býður forsvarsmönnum húsfélaga til kynningarfundar um viðhaldsmál og fjármögnun í húsnæði bankans að Kirkjusandi. Fjárfestar hringdu inn og í stað þess að biðja um að bréf væru seld á ákveðnu gengi voru skila- boðin til miðlara að selja og láta svo vita á hvaða gengi menn hefðu losnað við bréf sín. Álagið var sumstaðar svo mikið að sölubeiðn- ir viðskiptavina voru sendar beint inn í bakvinnslu og afgreiddar þar. Fallandi hnífur Hlutabréfaeign einstaklinga er gj- arnan í sjóðum, enda fæst með því skynsamleg áhættudreifing. Fólk vildi selja sig út úr sjóðunum. Sjóðirnir fjárfesta í fyrirtækjum eftir vægi þeirra í vísitölunni og við sölu sjóðanna lækkuðu nokkur fyrirtæki niður fyrir gengi sem greiningardeildir meta fyrirtækin á. Þetta átti sérstaklega við um KB banka vegna vægis hans í vísi- tölunni. Bankinn vegur tæpan þriðjung úrvalsvísitölu Kauphall- ar Íslands. Gengi KB banka fór lægst í 399 krónur á hlut, en sköm- mu áður höfðu fagfjárfestar feng- ið minna en þeir vildu í útboði þar sem verðið var 480 krónur á hlut. Lýsingin á markaðnum þessa daga var „fallandi hnífur“. Eng- inn treystir sér til að reyna að grípa hann í fallinu og allir bíða þess að hann lendi. Þá stökkva menn til, grípa hann og hefja á loft. Hann lenti eftir hádegi á miðvikudag. Þegar rætt er við miðlara og spákaupmenn nú í vikulok má greina að tíminn var erfiður, þó reynt sé að bera sig vel. Almenn skoðun er sú að smærri fjárfestar hafi verið að stökkva af lestinni. Engir stórir aðilar eða reyndir fjárfestar hafi hikað þessa daga. Leiðréttingin hafi hins vegar verið holl lexía. Hættan eftir miklar hækkanir er að viðhorfið til hlutabréfa verði rangt. Menn sjái þau sem skamm- tímafjárfestingu sem gefi marg- falda og stöðuga ávöxtun, langt umfram það sem aðrir fjárfest- ingarkostir bjóða upp á. Staðreyndin sú að hlutabréf eru í eðli sínu langtímafjárfest- ing. Þau hafa vissulega gefið mun betri ávöxtun en aðrar fjárfest- ingar til lengri tíma litið. Áhættan af sveiflum er veruleg og niður- sveiflan nú sýnir mönnum ótví- rætt að það er allt eins hægt að tapa verulega á fjárfestingum í hlutabréfum eins og að græða á þeim. Þörf áminning, segja fjár- festar. Bolar og birnir Sveiflur í hlutabréfaviðskiptum innan viðskiptadaga benda til mikilla skoðanaskipta á markaði. Bolarnir, hinir bjartsýnu, takast á við birnina, hina svartsýnu. Meðal sérfræðinga úti á markaði eru líka skiptar skoðanir eftir því við hvern enda borðsins er setið. Sér- fræðingar greiningardeildanna eru nokkuð drjúgir með sig. Þeir hafa bent á að markaðurinn væri verðlagður yfir hefðbundnum mælikvörðum á virði fyrirtækja. Eftir lækkunina eru gildin nær því sem slíkar greiningar segja til um. Einnig er á það bent að mikill gengishagnaður af eign fyrir- tækja hverju í öðru ýki sveiflur og með lækkun markaðar geti svimandi hagnaður breyst í mikið tap. Þeir svartsýnustu telja að markaðurinn þurfi enn að lækka til þess að vera á sambærilegu róli við markaði í nágrannalönd- um okkar. Á móti er bent á að hagvöxtur hér á landi sé fyrirsjáanlega mun meiri en í nágrannalöndunum. Vöxtur fyrirtækja hér á landi sé knúinn áfram af útrás fyrirtækja. Framleiðslufyrirtæki eins og Act- avis, Bakkavör, Marel og Össur vaxi áfram á erlendum mörkuð- um og búast megi við því að þau muni halda áfram að dafna á næstu árum. Þá sé bankakerfið í útrás og fleiri fyrirtæki sæki fram. Úrás og kraftur einkenni viðskiptalífið og heppnist það sem er á döfinni muni það skila sér inn í hagkerfið þegar stórfram- kvæmdum sem næra hagvöxtinn næstu ár lýkur. Miðlarar og spá- kaupmenn telja margir að mark- aðurinn hafi verið talaður niður með þeim einum rökum að eftir miklar hækkanir hljóti að koma lækkun. Búast má við að ólík sjónarmið muni lita markaðinn á næstunni og sveiflur geti orðið töluverðar. Einnig má búast við að félög hækki vegna raunverulegra frétta fremur en væntinga og orðróms eins og verið hefur. Tíminn einn mun leiða í ljós hverjir hafa rétt fyrir sér um hvert íslenskur hlutabréfamarkaður stefni. haflidi@frettabladid.is SVEIFLUR Á MARKAÐI Mikið hefur ver- ið að gera hjá hlutabréfamiðlurum bank- anna að undanförnu. Álagið á köflum hef- ur orðið svo mikið að ekki var hægt að anna símtölum frá viðskiptavinum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R 1.500 2.000 2.500 3.000 3.500 4.000 ÚRVALSVÍSITALA KAUPHALLAR ÍSLANDS SÍÐUSTU TÓLF MÁNUÐI 12-13 Viðskipti 6.11.2004 21:52 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.