Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 20
Áður en þú byrjar í nýrri vinnu er gott að leggjast í smá heimavinnu. Reyndu að komast að öllu um fyrirtækið sem þú munt vinna fyrir. Farðu á heimasíðuna, lestu um vörur og þjónustu sem fyrirtækið veitir og hvaða starfsmannastefnu það hefur. Prófaðu að hringja í vini þína og athuga hvort þeir þekk- ja einhvern sem þú munt vinna með. Þetta skilar sér. Ýmsar annir og umsvif fylgja jólahaldi landsmanna og því fjölgar vinnustundum og þar af leiðandi starfsfólki hjá mörgum vinnustöðum, ekki síst í verslun og þjónustu. Fjölgun starfsfólks blasir við en hvaða starfsfólk er það? Er minna atvinnuleysi í des- ember en aðra mánuði ársins eða kemur þetta nýja vinnuafl beint út úr menntastofnunum landsins? Elías Magnússon, forstöðumaður kjarasviðs VR, tel- ur svo vera. „Skólafólkið tínist reyndar seinna inn á vinnumarkaðinn núna en oft áður því skólarnir eru lengur fyrir jól en áður var. Stór hópur námsmanna vinnur með skólanum, kannski eina vakt í viku og kemur svo inn í fullt starf fyrir jól. „Æ sjaldgæfara verður að nýtt og reynslulítið fólk sé ráðið í jólatörn- ina enda hún kannski ekki rétti tíminn til að þjálfa upp nýtt starfsfólk. Aðspurður um aldursdreifingu í þessi „jóla“störf telur Elías að þó að 14-15 ára krakk- ar megi vinna létt störf sé ekki mikið um svo unga starfsmenn heldur sé mest um framhaldsskólanem- endur að ræða. Andrés Magnússon, starfsmannastjóri Íslands- pósts, segir að þar á bæ sé álagið slíkt að mikið sé ráðið af fólki fyrir jólin, eða á þriðja hundrað manns. Jólabréfberar séu meira og minna skólafólk. „Jóla- starfsmenn eru að jafnaði framhaldsskólanemar en háskólastúdentar koma líka hingað í vinnu fyrir jól- in. Enda mikið af pósti sem fer í gegnum Íslandspóst á þessum tíma sem þarf að skila til viðtakenda. Í mörgum tilfellum eru þetta starfsmenn sem hafa unnið að sumri til, kunna vel til verka og koma svo inn og vinna viku tíu daga fyrir jól.“ Í sama streng tekur Anna Margrét Jónsdóttir, starfsmannastjóri Hagkaupa. „Við byrjum á því að bjóða þeim sem hafa unnið í hlutastarfi hjá okkur um kvöld og helgar að koma inn í fulla vinnu á þessum álagstíma. Það er mikið um það að skólakrakkar séu að drýgja tekjurn- ar og vinna um kvöld og helgar með skólanum og þegar fríin koma eru þau yfirleitt tilbúin að koma í fullt starf. Við erum með svo frábært starfsfólk á þessum vöktum að ég er ekki viss um að við þurfum að ráða marga aukalega fyrir þessi jól.“ Þetta auka- starfsfólk Hagkaupa er mest framhaldsskólanemar og ekki er ráðið yngra fólk en sextán ára. Aukafólk- ið starfar yfirleitt á afgreiðslukössunum og svo við afgreiðslu inni í versluninni, til dæmis í bókadeild- unum sem stækka mjög fyrir jólin. Anna Margrét býst við því að ráða einhverja tugi af nýju fólki inn í Hagkaupsverslanirnar til að mæta jólaösinni með bros á vör. ■ Atvinnumöguleikar blikksmiða eru góðir. Þeir smíða meðal annars loft- ræstikerfi og sjá um uppsetningu þeir- ra og viðhald og einnig setja þeir klæðningar á hús og mannvirki. Bíla- iðnaðurinn hefur líka þörf fyrir þeirra starfskrafta. NÁMIÐ: Nám í blikksmíði tekur fjögur ár, þar af eru sex annir í skóla og 15 mánuðir í starfsþjálfun hjá fyrirtæki í faginu. Það er alls um 120 einingar og lýkur með sveinsprófi. Fyrri hlutinn er kenndur við Iðnskólana og ýmsa framhaldsskóla á landinu en Borgar- holtsskóli er sá eini sem býður upp á nám á 5. og 6. önn, samkvæmt nýrri námskrá. HELSTU NÁMSGREINAR: Grunnteikn- ing, efnisfræði, handavinna, renni- smíði, plötuvinna, aflvélafræði, iðn- teikning, tölvuteikning, umhverfis- fræði, stýritækni, tölvustýrðar vélar og loftræstingar. Auk sérgreina eru al- mennar bóklegar greinar eins og ís- lenska, enska, danska og stærðfræði. Verkleg þjálfun og tilsögn fer fram hjá fyrirtæki í faginu. NÁMSTÍMI: 4 ár. FRAMHALDSNÁM: Margir möguleikar eru á framhaldsnámi að loknu sveins- prófi, t.d. meistaranámi, sem veitir réttindi til að reka eigið fyrirtæki og að taka nema á námssamning. Einnig er hægt að læra iðnfræði eða taka tæknistúdentspróf og hefja nám í tækni- eða verkfræði við háskóla hér- lendis eða erlendis að uppfylltum inn- tökuskilyrðum viðkomandi skóla. Einkunnir nemenda á háskóla- stigi segja ekki hálfa söguna um hvernig þeir muni standa sig í vinnu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem prófessor Robert Burgess, aðstoðarrektor við Leic- ester-háskóla, vann fyrir stuttu. Samkvæmt Burgess er eink- unnakerfið í breskum skólum úr- elt og veitir vinnuveitendum ekki nægilegar upplýsingar um við- komandi nemanda. Burgess legg- ur til að nákvæmnar skýrslur séu unnar fyrir hvern nemenda til að gagnast vinnuveitendum. Enn fremur segir Burgess að nauð- synlegt sé að koma upp matskerfi sem endurspeglar kosti og galla nemenda og hjálpar vinnuveit- endum að ráða réttu manneskj- una í starfið sem er laust hverju sinni. ■ Múlalundarmöppur sem reyndar heita Eglu bréfabindi eru áreið- anlega til í velflestum fyrirtækj- um landsins og gott ef ekki heim- ilum líka. Þær eru framleiddar í stærstu og elstu öryrkjavinnu- stofu landsins, Múlalundi, þar sem fólk með skerta starfsorku á þess kost að vinna. „Hér eru al- veg feikinóg verkefni enda selj- ast möppur grimmt upp úr ára- mótum þegar uppgjör fyrirtækja og stofnana eiga sér stað. Við byrjum að framleiða þær af kappi strax á haustin,“ segir Helga Karlsdóttir, launafulltrúi Múlalundar. Möppurnar eru þó bara ein af mörgum framleiðslu- vörum fyrirtækisins þó að þær séu kannski þekktastar. Þar eru líka búnar til lausblaðabækur og plastmöppur, einnig dagatöl og hulstur og meira að segja pennar, skrúfblýantar, heftarar og gatar- ar. Sem sagt alls konar hlutir á skrifstofuna. Eftirspurn eftir vörunum er mikil að sögn Helgu. „Hér er unnið mjög gott starf og við gætum haft miklu fleiri í vinnu ef við fengjum meiri styr- ki frá ríki og borg,“ segir hún og bætir við að reksturinn hafi reyndar staðið undir sér á síð- ustu árum. Í Múlalundi vinna rúmlega 50 manns í hlutastörf- um. Helga segir áfyllingu blek- hylkja fyrir prentara nýjung í starfseminni sem sé að fara í gang. „Þá endurnýtum við gömlu hylkin og það hlýtur að teljast umhverfisvænt,“ segir hún glað- lega. ■ Einkunnir á háskólastigi: Hjálpa ekki vinnuveitendum Háar einkunnir í háskóla endurspegla ekki endilega vinnugetu nemanda. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Þannig verður maður: Blikksmiður Loftræstikerfin eru stór og flókin fyrir- bæri. Þau eru búin til af blikksmiðum. Vinnustofa Múlalundar: Framleiðir möppur af kappi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Starfsfólk Múlalundar býr til marga nytsama og fallega hluti sem henta hvort tveggja á skrifstofu og heimili. Íslandspóstur ræður næstum þrjúhunduð aukastarfsmenn fyrir jólin enda liggur á að bera út kort og gjafir. Hverjir vinna fyrir jól? Skólafólk helst ráðið á álagstímum Þegar nær dregur jólum verður stöðugt meira að gera í versl- unum og verslanamiðstöðvum. 20-21 (02-03) Atvinna 6.11.2004 21:39 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.