Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 17
SUNNUDAGUR 7. nóvember 2004 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 www.heimsferdir.is í Austurríki E N N E M M / S IA / N M 13 9 2 4 Frá 29.990 kr. Flugsæti til Salzburg, 29. janúar, fyrstu 30 sætin. Netverð. Frá 59.990 kr. Flug og hótel án nafns, Zell am See/Schuttdorf, með morgunverði. Netverð. 29. janúar. Beint flug til Salzburg • 29. jan • 5. feb • 12. feb • 19. feb • 26. feb Skíðaveisla Heimsferðir bjóða í vetur einstakt tækifæri til að komast á skíði í einum vinsælasta skíðabæ austurrísku alpanna, Zell am See. Beint leiguflug er til Salzburg en þaðan er aðeins um klukkustundar akstur til Zell. Í boði eru góð þriggja og fjögurra stjörnu hótel í hjarta Zell, rétt við skíðalyfturnar, veit- ingastaði, verslanir og kvöldlífið. Í Zell er afbragðs aðstaða fyrir alla skíðamenn. 56 lyftur eru á svæðinu og hægt er að velja um allar tegundir af brekkum, allt eftir getu hvers og eins, og snjóbretti og gönguskíði eru þar ekki undan- skilin. Úrval verslana, veitinga- og skemmtistaða er í bænum sem og í næstu bæjum. Sjá nánar á www.heimsferdir.is Mentorverkefnið Vinátta hófst haustið 2001 sem þriggja ára til- rauna- og þróunarverkefni rekið af Velferðarsjóði barna á Íslandi. Í upphafi var verkefnið unnið í samvinnu við Kennaraháskóla Ís- lands, Háskóla Íslands og tveggja grunnskóla í Reykjavík, og frá ári til árs hefur þátttökuskólum fjölg- að stöðugt. Nú hafa Háskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri og Kvennaskólinn í Reykjavík bæst við og ljóst að fleiri framhaldsskólar munu bæt- ast við á næstu misserum. Í verkefninu fá grunnskóla- börn tækifæri til að kynnast góðri fyrirmynd utan fjölskyldu. Tímarammi er fyrirfram ákveð- inn, eitt skólaár, en mentorar og börn hittast einu sinni í viku, þrjár klukkustundir í senn. Börn- in sem taka þátt í verkefninu eru á aldrinum sjö til tólf ára en mentorar yfirleitt 19 til 24 ára. Í vetur eru í kringum 100 börn þátttakendur í Vináttu en þetta árið bauðst þátttaka nemendum úr Háteigsskóla, Langholtsskóla, Hólabrekkuskóla, Austurbæjar- skóla, Fellaskóla, Selásskóla, Varmárskóla, Setbergsskóla, Brekkuskóla og Lundaskóla á Ak- ureyri. Mentorar, ásamt hóp- mentorum, eru um áttatíu talsins. Elín Þorgeirsdóttir er verk- efnastjóri mentorverkefnisins Vináttu. Hún segir undir mentor- um og börnum komið hvort þeir haldi áfram vináttunni eftir að verkefninu lýkur. „Í mörgum til- fellum er það þannig, en ekki alltaf. Það er ekki talið slæmt því í gegnum lífið kynnist maður fólki sem staldrar við í ákveðinn tíma og skilur margt gott eftir sig og á alltaf góðar minningar um þessa einstaklinga þótt þeir fylgi manni ekki lífið út.“ Elín segir reynslu undanfar- inna ára vera einstaka og vonir- standi til að verkefnið nái enn meiri útbreiðslu. „Verkefnið er gagnvirkt og bæði krakkarnir og háskólanemar fá dýrmæta reynslu. Þetta hefur eflt sjálfs- traust hjá mörgum börnum, ein- hver hafa í kjölfarið leitað sér hjálpar hjá Regnbogabörnum og fyrir mörg börn sem eiga frekar gráan veruleika er þetta líflína. Þá hefur tekist mjög vel að tengja börn af erlendum uppruna inn í ís- lenskt samfélag og ekki er síður bónus fyrir íslensk ungmenni að fá tækifæri til að kynnast erlend- um fjölskyldum, fara inn á heimili þeirra og sjá hefðir þeirra, venjur og siði, sem sömuleiðis minnkar fordóma mikið.“ Elín segir, þótt ofangreint eigi við um börn með félagsleg vanda- mál, að börnum úr fjölbreyttustu aðstæðum standi til boða að taka þátt í Vináttu. „Við reynum að velja börn sem við teljum geta grætt á þessu og höfum dæmi þess að börn sem eru stíft í skipu- lögðu starfi; fótbolta, tónlist og öðru, fái minna út úr mentorverk- efninu sem þá verður kvöð. Börn þurfa líka frjálsan tíma. Það eru vitaskuld forréttindi að komast í verkefnið og fallegt að sjá hve bæði mentorar og börnin sjálf taka þessu alvarlega og vel. Und- antekningalaust hafa valist í þetta afburða góðir og félagslyndir ein- staklingar sem hafa áhuga á að vinna með börnum.“ Að sögn Elínar er lögð áhersla á að mentorar séu ekki skemmt- kraftar fyrir börnin, heldur til staðar fyrir þau. „Þetta eru gæðastundir fyrir börn á tímum hraða og neyslu. Þarna fá þau þriggja tíma óskipta athygli og mega jafnt slæpast með mentorunum, gera eitthvað uppbyggilegt eða kynnast um- hverfi sínu. Mentorar segjast hafa lært heilmikið í því að bera ábyrgð á öðrum og hafa áttað sig á því mikilægi þess að blóta ekki fyrir framan börnin í bílnum eða reykja sígarettur fyrir framan þau, því allt sem þessar fyrir- myndir barnanna gera þykir börnunum fínt. Þau líta virkilega upp til mentoranna; eru ánægð með þá og stolt af þeim, og sum eiga í mestu pínu með að bíða eft- ir að vikan líði og ný samveru- stund gefist.“ Og Elín segir verkefni sem þetta þróast eftir samfélagsgerð- inni sem það starfar í. „Það hefur myndast ótrúlega mikið gap milli barna og fullorðinna á Íslandi síð- ustu tíu, fimmtán ár en verkefnið brúar bilið sem ekki er einu sinni kynslóðabil. Það kemur til móts við sérþarfir innan samfélagsins og er í stöðugri þróun.“ Elín Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri mentorverkefnisins Vináttu: Brúar bilið milli barna og fullorðinna Þórólfur Þórlindsson prófessor við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands er ábyrgðarmaður mentorverkefnisins Vináttu með- al háskólanema og segir það eiga fullt erindi inn í íslenskt samfé- lag, sem og háskólasamfélagið. „Háskólanemar voru sá hópur sem lá beinast við að virkja þegar verkefninu var hrundið af stað í samráði við Pál Skúlason háskóla- rektor og Ólaf Proppé rektor Kennaraháskóla Íslands, en síðan hefur Háskólinn á Akureyri bæst við. Verkefnið hefur tekist mjög vel og verið góð reynsla. Þeir fjöl- mörgu nemendur sem ég hef talað við hafa verið afar ánægðir. Þeir segjast hafa lært ýmislegt af þessu og haft gott af samverunni við börnin. Við vitum af samtölum við börnin sjálf, foreldra þeirra, skólastjóra og kennara að mikil ánægja hefur verið með störf há- skólanema sem mentora.“ Þórólfur segir mentorverkefn- ið hluta af sjálfboðastarfi sem hann telji brýnt að efla. Háskóla- nemar fá að vísu örlitla þóknun, en starfið er að mestu sjálfboða- starf. „Í sumum tilvikum hafa nemendur fengið verkefnið metið til eininga í námi, en það er þó misjafnt eftir deildum. Í framtíð- inni tel ég æskilegt að mentor- verkefni verði skipulagt sem sjálfstæð námsgrein sem nem- endur í öllum deildum háskólans geta tekið. Þannig held ég að starfinu væri best fyrir komið innan háskólans, auk þess sem sú reynsla sem með starfinu fengist mundi þannig nýtast sem best.“ Að mati Þórólfs er vináttan við börnin fyrst og fremst persónu- legur ávinningur sem víkkar sjón- deildarhringinn. „Nemendur há- skólans kynnast þjóðfélaginu á annan hátt og öðlast dýrmæta og eftirsóknarverða reynslu í starfi sínu sem mentorar. Í nútímaþjóð- félagi er mikil þörf fyrir svona starf. Þjóðfélagið hefur breyst verulega á síðustu árum og tengslin milli kynslóðanna svolít- ið verið að rofna. Í gengum mentorstarfið fá þeir eldri tæki- færi til að kynnast þeim yngri og þeir yngri tækifæri til að læra af þeim sem eldri eru. Krakkarnir eru í leit að fyrirmyndum og tengslum við þá sem eldri eru. Þetta er einmitt einn kosturinn við mentorstarfið.“ Upphaflega var mentorverk- efnið Vinátta hugsað til þriggja ára en í haust hófst það á Íslandi í fjórða sinn. Mentorstarf sem þetta er starfrækt við ólíkar að- stæður og með ólíkum hætti víða um heim. Þannig eru mentorverk- efni í Ísrael og Bandaríkjunum, en kerfið sem Ísland styðst við er líkast því sem gerist í Svíþjóð. Þess má geta að Silvía Svíadrottn- ing hefur látið málið til sín taka og veitt tilteknum mentorverkefnum í Svíþjóð brautargengi. „Starfið á Íslandi hefur gengið mjög vel, ekki síst vegna þess hve vel hefur verið að því staðið af hálfu Velferðarsjóðs barna, Elínar Þorgeirsdóttur og hennar sam- starfsfólki sem öll hafa unnið frá- bært uppbyggingarstarf. Ég sé fram á að þetta starf eigi eftir að eflast, ekki síst innan skólakerfis- ins, sem og öllu uppeldisstarfi framtíðar. Með mentorstarfinu er verið bjóða upp á jákvætt sam- starf háskóla- og grunnskóla- nema, sem skilar sér ríkulega til beggja. Fyrir þessu starfi eru góð og gild, fræðileg rök; bæði þjóðfé- lagsleg og uppeldisleg. Ég lít svo á að það sé ómetanlegt fyrir há- skólanema að fá tækifæri til að kynnast börnum og unglingum sem búa við ólíkar aðstæður. Að lokum er rétt að taka fram að frá byrjun höfum við litið svo á að mentorverkefnið beinist ekki að sérstökum hópi barna, heldur komi þau alls staðar að úr þjóð- félaginu. Það er því enginn stimp- ill á þessari vináttu.“ Þórólfur Þórlindsson, prófessor við Félagsvísindadeild HÍ: Enginn stimpill á þessari vináttu » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á LAUGARDÖGUM 16-17 Vinirnir 6.11.2004 21:33 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.