Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 23
ATVINNA Fulltrúi í fræðsludeild og móttökufulltrúi Alþjóðahúsið hyggst ráða tvo starfsmenn. Fulltrúa í fræðsludeild, sem hefur m.a. það hlutverk að semja og flytja fræðsluefni og koma auga á spennandi nýjungar í því samhengi, kynna Ahús og fræðsludeildina og taka þátt í innlendu og erlendu samstarfi. Leitað er að jákvæðum og opnum einstaklingi sem hefur reynslu og þekkingu við hæfi, jafnframt hæfni til þess að koma fram og miðla þekkingu á áhugaverðan og lifandi hátt. Gott vald á íslensku talmáli nauðsynlegt og önnur tungumálakunnátta mikilvæg. Nánari upplýsingar gefa: Einar Skúlason (einar@ahus.is) og Gerður Gestsdóttir (gerdur@ahus.is) í síma 530-9300. Móttökuritara í hálft starf, sem hefur m.a. það hlutverk að svara síma og tölvupósti, taka á móti gestum, veita upplýsingar og fleiri almenn skrif- stofustörf. Leitað er að þjónustulunduðum einstaklingi með áhuga á málefnum innflytjenda, sem hefur opna og óþvingaða framkomu og leggur sig fram um að greiða götu fólks. Góð íslenskukunnátta nauð- synleg ásamt enskukunnáttu og önnur tungu- málakunnátta mikilvæg. Nánari upplýsingar gefur Einar Skúlason (einar@ahus.is) í síma 530-9300. Laun fyrir störfin eru samkvæmt samkomulagi. Báðir starfsmenn þurfa að hefja störf sem fyrst. Í starfsmannastefnu hússins er lögð sérstök áhersla á að fólk af mismunandi þjóðerni komi að starfi þess. Fólk af erlendum uppruna er því sérstaklega hvatt til að sækja um störfin. Umsóknir ásamt menntun og starfsferli berist Einari Skúlasyni framkvæmdastjóra Alþjóðahúss- ins ehf., Hverfisgötu 18, 101 Reykjavík eigi síðar en 10. nóvember. Eldri umsóknir óskast endur- nýjaðar. Nánari upplýsingar um Alþjóðahúsið er að finna á vefsíðunni www.ahus.is Auglýsum eftir matreiðslumanni/konu virka daga. Einnig vantar okkur afleysingarfólk um helgar. Götu- smiðjan er staðsett að Akurhól rétt fyrir austan Hellu. Frekari uppl. eru veittar í s: 566-6100 & 481-3874. Vilt þú móta framtíðina með okkur? Icelandair er fyrirtæki í forystu á alþjóðamarkaði í ferðaþjónustu. Við erum í öflugri sókn og sækjumst eftir einstaklingum til að taka þátt í uppbyggingu okkar á komandi árum. Flugfreyjur/flugþjónar Icelandair óskar eftir að ráða flugfreyjur/flugþjóna til starfa næsta sumar. Félagið leitar eftir kraftmiklum og áhugasömum einstaklingum sem hafa reynslu í þjónustustörfum og góða þjónustulund. Ætlast er til að umsækjendur hafi náð 23 ára aldri á næsta ári (fæddir ´82 eða fyrr). Stúdentspróf eða sambærileg menntun er nauðsynleg ásamt mjög góðri tungumálakunnáttu. Umsækjendur þurfa að vera reiðubúnir að sækja námskeið í 6-8 vikur og taka próf að því loknu. Eingöngu er hægt að sækja um á veffangi Icelandair www.icelandair.is/umsokn og er nauðsynlegt að mynd fylgi umsókn. Netfang umsækjenda þarf að koma fram í umsókn. Vinsamlegast endurnýjið áður innsendar umsóknir og sendið á ofangreint veffang. Umsóknarfrestur er til og með 14. nóvember. • Icelandair er kraftmikið ferðaþjónustufyrirtæki sem tekur þátt í harðri samkeppni á alþjóðamarkaði. • Icelandair er framsækið fyrirtæki, leiðandi í ferða- þjónustu á Íslandi, leiðandi í markaðssetningu á Internetinu og í fremstu röð í þróun upplýsingatækni. • Starfsmenn Icelandair eru lykillinn að velgengni félagsins. Hjá Icelandair starfa um þúsund manns af mörgum þjóðernum í tíu löndum. • Icelandair leggur áherslu á að starfsmenn félagsins séu þjónustusinnaðir og tilbúnir að takast á við krefjandi og spennandi verkefni í alþjóðlegu starfsumhverfi. • Icelandair leggur áherslu á þjálfun starfsmanna og símenntun, hvetur starfsmenn til heilsuræktar og styður við félagsstarf starfsmanna. • Icelandair er reyklaust fyrirtæki. 22-29 (04-11) Allt smaar 6.11.2004 19:54 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.