Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 46
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Shirin Ebadi. Ólöf María Jónsdóttir. Paul Gauguin. 34 7. nóvember 2004 SUNNUDAGUR Hugrún Harðardóttir er 21 árs Selfossmær sem sinnir nú því starfi að vera Ungfrú Ísland. Hún er nýkomin úr erfiðri ferð til Finnlands þar sem hún og Sigrún Bender, sem varð í þriðja sæti hér heima, tóku þátt í keppninni um ungfrú Skandinavíu. Hún fær að- eins nokkra daga til að hvíla sig áður en hún heldur í langa ferð til Kína þar sem hún tekur þátt í keppninni Miss World. „Ferðalagið til Kína tekur um einn og hálfan dag og ég millilendi þrisvar á leiðinni. Ég fer bara ein og verð úti í mánuð. Keppnin er hins vegar ekki fyrr en 4. desem- ber og þangað til verðum við í ýmsum skoðunarferðum, kokteil- boðum, góðgerðarsamkomum og ferðalögum,“ segir Hugrún. Aðspurð um hvort hún sé ekki spennt að fara til Kína segir hún: „Ég er bæði spennt og kvíðin. Ég er náttúrulega búin að fá frekar stuttan tíma hérna heima og þetta er rosalega langt ferðalag og langt í burtu og ég verð ein þarna úti. En þetta er líka frábært tæki- færi sem ég vil fyrir engan mun sleppa. Þetta verður örugglega skemmtilegur tími og það er allt tilbúið, Selma Ragnarsdóttir saumaði kjólinn fyrir mig og ég er nýkomin úr naglasnyrtingu.“ Hugrún var í Finnlandi í tvær vikur og segir tímann þar hafa verið ansi erfiðan. „Það var rosa- leg keyrsla á dagskránni þarna úti. Við fengum takmarkaðan svefn og mat og sýndum fimm til sex tískusýningar á dag. Við vor- um líka aldrei tvær nætur á sama hóteli. Þetta var mjög erfitt en ég hugsa að ég sé bara betur undir- búin undir næsta ferðalag fyrir vikið.“ Þegar allt fegurðardrottn- ingarstússið er búið tekur við vinnan á hárgreiðslustofunni á Selfossi. „Ég kem sennilega beint inn í jólatörnina á Selfossi. Eftir það ætla ég að reyna að komast eitthvað ein með kærastanum sem hefur ekki mikið fengið að sjá mig. Úrslitakeppnin fer fram 4. des- ember í Sanya á kínversku eyj- unni Hainan og er sjónvarpað beint um allan heim. Keppendur eru 120 talsins og er Miss World langstærsta fegurðarsamkeppni í heimi. Í fyrra sigraði Rosanna Davison frá Írlandi en tvívegis hefur íslensk stúlka hlotið þennan eftirsótta titil, Hólmfríður Karls- dóttir sigraði árið 1985 og Linda Pétursdóttir árið 1988. hilda@frettabladid.is Spennu- og sakamálasögur eru aðverða vinsælustu jólabækurnar og munar þar mestu um gríðarlegar vinsældir Arnaldar Indriðasonar sem hefur rokselt glæpasögur sínar und- anfarin misseri. Nýjasta bókin hans, Kleifarvatn, er þegar komin á topp metsölulista Pennans Eymundssonar en Bandaríkjamaðurinn Dan Brown fylgir Arnaldi fast eftir með Englum og djöflum. Brown tók jólabókaflóðið í fyrra með trompi með Da Vinci lyklinum og ekkert bendir til annars en að hann muni endurtaka leikinn með Englum og djöflum. Da Vinci lykillinn vakti mikl- ar umræður sem Karl Sigurbjörns- son biskup og fleiri tóku þátt í. Það er ekki útilokað að Englar og djöflar hafi svipuð áhrif en enn sem komið er hefur Arnaldur forskot á Brown ekki síst þar sem Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra hefur tjáð sig um Kleifarvatn og hlaðið Arnald lofi. „Bækur Arnalds Ind- riðasonar hitta í mark, vegna þess að þær eru ritaðar af kunnáttu til að segja sögu á spennandi og skemmtilegan hátt, án þess að slaka á kröfum um góð efnistök,“ segir Björn á heimasíðu sinni. Hann er ekki síst ánægður með söguskoðun Arnalds en kalda stríðið kemur við sögu í nýju bókinni og Björn er flestum mönnum fróðari um það efni þannig að það er ekki ónýtt að fá gæðavottun frá ráðherr- anum: „Las ég hana í einni lotu og mæli hiklaust með henni. Plottið gengur upp en ekki er síður skemmtilegt og athyglisvert að lesa bókina, vegna þess að Arnaldur fjall- ar um þætti úr kalda stríðinu og hvernig örlagaþræðir eru tvinnaðir með vísan til samskipta íslenskra námsmanna við Austur-Þýskaland, njósnir og starfsemi erlendra sendi- ráða á Íslandi.“ HUGRÚN HARÐARDÓTTIR: Á LANGA OG STRANGA KEPPNI FYRIR HÖNDUM Ungfrú Ísland á leið til Kína Hvernig ertu núna?Hef það bara fínt. Augnlitur: Blár að ég tel, sumir segja grænn eða grár. Starf: Dagskrárgerðarmaður heitir það víst. Ég kalla mig samt frekar blaða- mann. Stjörnumerki: Annað hvort krabbi eða tvíburi, ekki alveg á hreinu. Hjúskaparstaða: Mjög góð. Hvaðan ertu? Seljahverfinu í Breiðholti. Helsta afrek: Hef ekki enn afrekað neitt sérstakt. Helstu veikleikar: Þeir eru nú svo margir... Helstu kostir: Læt aðra um að meta það. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Friends. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Tvíhöfði hef- ur verið í uppáhaldi undanfarið vegna Mustapha ævintýrisins. Uppáhaldsmatur: Fer eftir hvar í heim- inum ég er, hvað mér þykir best að borða. Hráskinka og mozzarella á Ítalíu, hafragrautur með slátri á Íslandi. Uppáhaldsveitingastaður: Ætli það sé ekki bara heimili foreldra minna. Áhugamál: Leggja kapal. Viltu vinna milljón? Það væri ágætt. Væri meira til í milljón dollara en millj- ón krónur samt. Jeppi eða sportbíll: Jeppi. Hver er kynþokkafyllstur? Kærastinn. Hvaða dýr vildirðu helst vera? Rándýr. Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Ódýr. Áttu gæludýr? Já, snarvitlausan en mjög sætan kött. Hvar líður þér best? Á skíðum. Besta bók í heimi: Húff... Mér detta í hug svo margar góðar. Viðurkenni með stolti að ég er ádáandi JK Rowling og hennar afburðaskemmtilegu bóka um Harry Potter. Annars var ég að ljúka við bók Sigmundar Ernis, Barn að eilífu, og ég held að fáar bækur hafi snert mig eins mikið. Næst á dagskrá: Er að flytja í 101 á næstu vikum og hlakka mikið til. ... fær Rannveig Guðmundsdóttir fyrir virka þátttöku í norrænu samstarfi sem hefur nú skilað henni embætti forseta Norður- landaráðs. HRÓSIÐ Vinningar eru: Bíómiðar á Forgotten Bolir, Bollar, Húfur, DVD myndir Margt fleira. Sendu SMS skeytið JA FGF á númerið 1900 og þú gætir unnið. SMS LEIKUR 10. HVER VINNUR FRUMSÝND FIMMTUDAGINN 4. NÓVEMBER Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið ...VÆRI EKKI RAUNVERULEGT? BÍÓMIÐI Á 99KR? Bjössi Bolla er hress gaur semMagnús Ólafsson gerði ódauðleg- an fyrir rúmum áratug með innslögum í Stundinni okkar í Sjónvarpinu. Það hefur lítið sem ekkert spurst til Bjössa síðustu árin en hann er nú mættur aftur til leiks, grennri og hressari en nokkru sinni. „Ég hef oft verið spurður um Bjössa,“ segir Magnús. „Þannig að ég keypti þættina um hann af RÚV og hef gefið þá sjálfur út á myndböndum og DVD-diskum. Ég ætla svo að fylgja útgáfunni eftir með nýju prógrammi þannig að Bjössi er kominn aftur í enn betra formi þótt hann sé nokkuð eldri.“ Bjössi leggur áherslu á heilbrigt líferni í dag og berst gegn offitu. „Hann er byrjaður að borða heilsu- fæði,“ segir Magnús sem hefur sjálfur lagt af býsna mörg aukakíló og Bjössi hefur að sama skapi einnig grennst. Magnús segir að offita barna sé að verða mikið vandamál og mörg fái þau að líða fyrir vaxtarlag sitt með einelti og öðru slíku. Gegn þessu ætlar Bjössi Bolla að berjast. „Bjössi á held ég fullt erindi við börnin í dag enda muna for- eldrar yngstu barnanna vel eftir honum en það eru svona um það bil 15 ár síðan þau fylgdust sjálf með honum í Sjónvarpinu.“ Magnús hefur einnig sett sam- an nýja dagskrá þar sem hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. „Þetta er uppistand sem heitir Þegar ég var feitari en ég er. Ég er að koma aftur inn á markaðinn vel úthvíldur. Það er ágætt á svona litlu landi eins og Íslandi að draga sig í hlé og koma svo aftur. Mér fannst rétta tæki- færið vera núna.“ ■ Bjössi Bolla snýr aftur BJÖSSI BOLLA „Ég gerði mjög skemmtileg- an þátt með Jóni Páli Sigmarssyni þar sem Bjössi glímdi við sterkasta mann í heimi. Þetta hefur aldrei verið endursýnt en ég fékk sér- stakt leyfi frá aðstandendum Jóns Páls til að hafa þetta með á endurútgáfunni,“ segir Magnús Ólafsson um útgáfu sína á gömlu efni með Bjössa. HUGRÚN HARÐARDÓTTIR Leggur af stað til Kína í dag þar sem hún dvelur í mánuð og tekur þátt í Miss World. HIN HLIÐIN EYRÚNU MAGNÚSDÓTTUR, EINUM AF UMSJÓNARMÖNNUM KASTLJÓSS Hlakkar til að flytja í 101 EYRÚN MAGNÚSDÓTTIR 22.06.79 FRÉTTIR AF FÓLKI 46-47 (34-35) Folk 6.11.2004 19:01 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.