Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 31
SUNNUDAGUR 7. nóvember 2004 19 BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Ein albesta ævisaga sem skrifuð hefur verið, segja gagnrýnendur „Hrífandi en stundum skelfilegur lestur“ segir Seattle Post-Intelligencer Aðrir taka í sama streng: ,,Stekkur beint í efsta sætið“ –  Montreal Gazette „Ein besta og nærgöngulasta bók sem skrifuð hefur verið um rokkstjörnu“ – Los Angeles Times „Ævisagan sem áhrifamesti rokkari sinnar kynslóðar átti alltaf skilið að fá“ – Chicago Sun-Times „Ef til vill getur andi Cobains loksins hvílst í friði“ – Miami Herald „Afbragð annarra rokkævisagna og á skilið verðugan sess í poppmenningarsöfnum“ – Booklist „Stórkostleg gjöf handa þeim sem unna list Kurts Cobains“ – Seattle Weekly „Dýpsta bókin um myrkustu föllnu stjörnu poppsins“ – Amazon.com „Í lok bókarinnar gróf ég andlitið í höndum mér og grét“ – Globe and Mail Bókaveisla í Grófarsafni Tólf íslenskir rithöfundar ætla að lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum fyrir börn og unglinga í Borgarbóka- safninu í Grófarhúsinu í dag. Lestur- inn hefst klukkan tvö og verður á tveimur hæðum, þannig að lesið verður fyrir yngri börnin á efri hæðinni en þau eldri á neðri hæðinni. Meðal höfunda má nefna þær systur Ið- unni og Krist- ínu Steinsdæt- ur, Sigrúnu Eldjárn, Þor- vald Þor- s t e i n s s o n , G u n n h i l d i Hrólfsdóttur og Kristínu Helgu Gunn- arsdóttur. „Þetta verður mikið húllum- hæ,“ segir Iðunn Steinsdóttir, sem les á báðum hæðum því hún er með bækur fyrir báða aldurshópa þessi jól, rétt eins og þær Kristín Steinsdóttir og Sigrún Eldjárn. I ð u n n leggur áher- slu á að eldri krakkarnir ættu ekki að hika við að mæta, því b æ k u r n a r fyrir eldri hópinn eru gre in i lega fullar af spennandi og dularfull- um sögum sem grípa hvern mann sterkum tökum. Þær Skoppa og Skrítla eru skondnar furðuverur sem hafa yndi af að skemmta litlum krökkum og fræða þau svolítið um húsdýrin og lífið í leiðinni. Í gær héldu þær heljarinnar útgáfuveislu í Húsdýragarðin- um í tilefni af því að nú er kom- in út mynd með þeim sem tekin var upp í Húsdýragarðinum í sumar. „Þetta eru alveg glænýjar persónur, sem við bjuggum til af því mér fannst svo sárlega vanta skemmtilegt og uppbyggi- legt efni til að fræða börnin mín litlu,“ segir Hrefna Hallgríms- dóttir leikkona, sem einnig er móðir tveggja lítilla stráka. Hún fékk Lindu Ásgeirsdótt- ur leikkonu í lið með sér og þær brugðu sér í gervi þeirra Skoppu og Skrítlu, sem brugðu sér í Húsdýragarðinn ásamt ell- efu börnum sjálfum sér og öðr- um til skemmtunar og fróðleiks. Ekkert tal er í myndinni, en flutt er tónlist sem allir þekkja, lög á borð við Siggi var úti og Litlu andarungarnir, og svo syn- gja þær Skoppa og Skrítla tvær syrpur. „Þetta var hugsað fyrir krak- ka frá eins árs og upp í kannski fjögurra, fimm ára. Krakkar eru einmitt á þessum aldri að uppgötva dýrin.“ Undanfarna viku hafa þær Skoppa og Skrítla skotist á milli leikskóla og heimsótt meira en tvö þúsund krakka, sungið og dansað með þeim og kallað fram bros og kátínu. „Okkur var alveg frábærlega vel tekið. Það var greinilega vöntun á smá sól í skammdeg- inu.“ ■ DAGSKRÁIN HEFST KLUKKAN 14 OG VERÐUR LESIÐ ÚR EFTIRFARANDI BÓKUM: Á fyrstu hæð Frosnu tærnar Sigrún Eldjárn Drekagaldur Elías Snæland Galdur Vísdómsbókarinnar Iðunn Steinsdóttir Ránið Gunnhildur Hrólfsdóttir Undir 4 augu Þorgímur Þráinsson Vítahringur Kristín Steinsdóttir Sverðberinn Ragnheiður Gestsdóttir Á annarri hæð Af því að mér þykir svo vænt um þig Kristín Steinsdóttir Nei, sagði litla skrímslið Áslaug Jónsdóttir Bangsabörnin Anna Brynjúlfsd. Fíasól í fínum málum Kristín Helga Gunnarsd. Frosnu tærnar Sigrún Eldjárn Snuðra og Tuðra laga til Iðunn Steinsdóttir Leiðin til Leikheima Elín Elísabet Jóhannsdóttir Blíðfinnur og svörtu teningarnir, Lokaorustan Þorvaldur Þorsteinsson SIGRÚN ELDJÁRN KRISTÍN STEINSDÓTTIR ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON SKOPPA OG SKRÍTLA Þær eru komnar út á nýrri mynd, sem ætluð er til að skemmta allra yngstu krökkunum og fræða þau um húsdýrin og lífið í leiðinni. Furðuverur kalla fram kátínu 18-31 (18-19) Helgarefni 6.11.2004 21:26 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.