Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 6
6 17. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR Hafnarfjarðarbær: Vill hærri tekjur af álverinu STÓRIÐJA Tekjur Hafnarfjarðar- bæjar myndu næstum tvöfaldast ef álver Alcan í Straumsvík greiddi fasteignagjöld og lóðal- eigu í stað framleiðslugjalds eins og það gerir nú. Áætlaðar greiðsl- ur Alcan til bæjarins á þessu ári eru 93 milljónir króna en yrðu 174 milljónir með breyttum skatt- greiðslum. Alcan hefur sjálft óskað eftir því við iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytið að komast inn í íslenskt skattaumhverfi. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sendi ráðuneytinu bréf þar sem hann óskaði eftir því að orðið yrði við óskum fyrirtækisins, enda væru miklir hagsmunir í húfi fyrir sveitarfélagið. Lúðvík Geirsson segist ósáttur við að bærinn njóti ekki sömu stöðu og önnur sveitarfélög þar sem sambærilegur iðnaður og rekstur fer fram. Álver fyrir aust- an og í Hvalfirði falli bæði undir íslenskt skattaumhverfi. Það sé eingöngu álverið í Straumsvík sem greiðir framleiðslugjöld frá gamalli tíð. - ghg Lést eftir hnefa- högg á kjálka Danski hermaðurinn lést vegna heilablæðingar sem varð vegna höggs á hægri kjálka. Scott Ramsay hefur játað að hafa slegið manninn. Verj- andi hans segir Scott niðurbrotinn, þetta hafi verið skelfilegt slys. MANNSLÁT Danski hermaðurinn Flemming Tolstrup lést aðfara- nótt laugardags af völdum heila- blæðingar sem varð við högg á hægri kjálka samkvæmt bráða- birgðaniðurstöðum krufningar. Scott Ramsay, knattspyrnumaður í liði Keflavíkur, hefur játað að hafa veitt Flemm- ing höggið á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík. Ásgeir Jóns- son, verjandi Scotts, segir um- bjóðanda sinn vera niðurbrotinn vegna dauða Flemmings og að hugur hans sé hjá a ð s t a n d e n d u m hans. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir afleið- ingunum þegar hann sló Flemming heldur hafi gengið rakleiðis út af veitinga- staðnum. Ásgeir segir mann hafa hringt í vin Scotts og sagt honum að Scott væri viðriðinn alvarlegt mál. Vinur Scotts hafi þá hringt í hann og Scott hafi orðið mjög brugðið við fréttirnar. Hann hafi klætt sig í skó og verið á leið út til að athuga málið þegar hann mætti lögreglunni í dyrunum. „Hann hefur aldrei beitt ofbeldi og var strax miður sín yfir því að hafa slegið einhvern. Scott hefur aldrei þjálfað hnefaleika eða sjálfs- varnaríþróttir,“ segir Ásgeir. Ásgeir telur líklegast að Scott verði ákærður samkvæmt 218. grein almennra hegningarlaga en það ákvæði er notað í alvarlegum líkamsárásarmálum. Hann segist þó búast við að tekið verði tillit við ákvörðun refsingar að afleið- ingar höggsins hefðu ekki verið þær sem búast hefði mátt við. Þetta hafi verið skelfilegt slys. Katrín Fjeldsted, læknir og fyrrverandi alþingismaður, segir mörg dæmi vera til um að eitt högg geti orðið manni að bana. „Ég þekki ekki kringumstæður þessa máls nægilega til að hafa skoðun á því. Þótt höfuðið sé vel varið fyrir ýmsum utanaðkom- andi áverkum er það ekki vel var- ið fyrir snöggu höggi,“ segir Katrín. Aðspurð segir hún það ekki vera óheppni ef maður deyr vegna eins höggs. Það sé tekin áhætta þegar hnefahögg er slegið í andlit manns. hrs@frettabladid.is Flugfreyjur í Bandaríkjunum: Stefnir í verkfall BANDARÍKIN, AP Stærstu samtök flugfreyja og flugþjóna í Bandarík- junum (AFA) ætla að sækja eftir verkfallsheimild meðal félags- manna sinna. Um 46 þúsund flugfreyjur og flugþjónar eru í samtökunum. For- svarsmaður samtakanna segir kjör félagsmanna sinna hafa snarversn- að undanfarið. Vinnutíminn hafi lengst en launin séu hin sömu. Flugfélögin beri því alltaf við að ekki sé unnt að bæta kjörin vegna lélegrar fjárhagsstöðu. Forsvars- maðurinn segir að við þetta verði ekki unað lengur. Ef kjörin verði ekki bætt stefni í verkfall. ■ SKULDAHALINN Jónas Hvannberg, ungur sjálfstæðismaður, var í hlutverki skuldahalans til að mót- mæla hækkun útsvarsins í Reykjavík. Útsvar hækkar: Skuldahali fer á kreik BORGARMÁL Skuldahalinn var á vappi fyrir framan Ráðhús Reykjavíkur í gær, í tilefni þess að útsvarið á hækka í Reykjavík í 13,03 prósent. Hali þessi var tákn- ræn mótmælaaðgerð ungra sjálf- stæðismanna gegn skattahækkun- unum. „Við viljum mótmæla því að þessar skattahækkanir séu sagðar koma í kjölfarið á fyrirhuguðum kjarasamningum við kennara,“ segir Skapti Örn Ólafsson, stjórn- armaður í SUS. „Við teljum að það sé hálfgert yfirvarp. Af hverju er þá ekki búið að hækka skatta hjá öðrum sveitarfélögum? Ungir sjálfstæðismenn hafa alltaf barist fyrir því að lækka skatta. Með þessum skattahækkunum er R- listinn að viðurkenna áralanga óstjórn í fjármálum borgarinnar.“ - ss ■ EVRÓPA ,,Þótt höf- uðið sé vel varið fyrir ýmsum ut- utanað- komandi áverkum er það ekki vel varið fyrir snöggu höggi. VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða kona verður næsti utanríkis-ráðherra Bandaríkjanna? 2Hvað er talið að jarðgöng til Vest-mannaeyja kosti? 3Við hvaða fótboltalið í ensku 1.deildinni er Gylfi Einarsson að semja? Svörin eru á bls. 38 ATLANTSOLÍUDÆLING Eftir um þrjá mánuði verður tekin í gagnið fyrsta bensínstöð Atlantsolíu í Reykjavík. Verktakar Magna reisa stöðina á svokall- aðri Sprengisandslóð við Bústaðaveg. Atlantsolía: Fyrsta stöðin í Reykjavík BENSÍNSALA Valgerður Sverrisdótt- ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tekur skóflustungu að fyrstu bensínstöð Atlantsolíu í Reykjavík klukkan tvö í dag á svokallaðri Sprengisandslóð á horni Bústaða- vegar og Breiðholtsbrautar. Í tilkynningu Atlantsolíu kemur fram að þegar verði hafist handa við að reisa bensínstöðina, en hún á að verða tilbúin eftir um þrjá mán- uði. „Bensínstöðin verður útbúin tveimur dælum með aðstöðu fyrir fjórar bifreiðar til að taka elds- neyti. Allur búnaður verður af nýj- ustu gerð. Þannig verða dælur með afsögunarbúnaði sem hindrar loft- mengun og uppgufun verður að bensíni,“ segir Atlantsolía. - óká Loksins, loksins! Sannleikurinn um Ísland Einskis er svifist til að koma efninu á framfæri og engum hlíft. / ba gg al ut ur .is Viðeyjardóninn afhjúpaður! Allt um lesbíuna í Sandey! Hvað gerist í F élagi eldri bor gara? Ísland eins og það er í raun og veru! Hvaðan kom Brúðubíllinn? * ósýnilega mannsins Alfræði Baggalúts Brot úr lærlegg* fylgir hverri seldri bók! Hvílíkur Hverarefur! BIRTA EKKI SJÚKRASKÝRSLUR Frönsk stjórnvöld beita sér ekki fyrir birtingu sjúkraskýrslna Jassers Arafat, sagði Michel Barnier utanríkisráðherra í gær. Hann sagði það mál fjölskyldunn- ar hvort gögnin yrðu gerð opin- ber. Ekki hefur enn verið gefið upp hvað hrjáði forsetann fyrr- verandi. Ísraelar segjast reiðubúnir að ræða við Palestínumenn: Bjóða samráð um brotthvarf ÍSRAEL, AP Ísraelar buðust í gær til þess að hafa samráð við Palestínu- menn um brotthvarf sitt frá land- tökubyggðum á Gazasvæðinu gegn því að palestínska heima- stjórnin beitti sér gegn hópum herskárra Palestínumanna. Pal- estínumenn sögðu best að Ísraelar hæfu friðarviðræður á nýjan leik án þess að skilyrða það með ein- hverjum hætti. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, neitaði að ræða brott- hvarfið við Jasser Arafat, hinn látna forseta palestínsku heima- stjórnarinnar, sem hann sagði bera ábyrgð á fjögurra ára átök- um Ísraela og Palestínumanna. Ísraelskir embættismenn eru sagðir skoða hvaða leiðir eru fær- ar til að brotthvarfið leiði til sem minnstra átaka. Saeb Erekat, sem sæti á í pal- estínsku heimastjórninni, lýsti efasemdum um tilboð Ísraela og sagðist gruna að Ísraelar myndu setja of mörg skilyrði fyrir sam- ráði til að hægt yrði að ganga að slíku tilboði. ■ ÁLVER ALCAN Í STRAUMSVÍK Eina álverið sem greiðir framleiðslugjald í stað fasteignagjalda og lóðaleigu. Hafnar- fjarðarbær telur sig verða af um 80 millj- ónum króna á ári vegna þess. PALESTÍNSKAR ÖRYGGISSVEITIR Fyrrverandi lífverðir Jassers Arafat fylgdu félaga sínum, sem lést í skotárás í fyrrdag, til grafar í gær. BAR VEITINGASTAÐARINS TRAFFIC Í KEFLAVÍK Verjandi Scotts Ramsay býst við að hann verði ákærður samkvæmt 218. grein almennra hegningarlaga en það ákvæði er notað í alvarlegum líkamsárásarmálum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A TL I M ÁR G YL FA SO N 06-07 16.11.2004 21:23 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.