Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 21
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 87 stk. Keypt & selt 28 stk. Þjónusta 39 stk. Heilsa 13 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 16 stk. Tómstundir & ferðir 5 stk. Húsnæði 23 stk. Atvinna 20 stk. Tilkynningar 4 stk. Góðan dag! Í dag er miðvikudagurinn 17. nóv., 322. dagur ársins 2004. Reykjavík 10.04 13.13 16.21 Akureyri 10.04 12.57 15.50 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Bíllinn minn er fjórhjóladrifinn Toyota Touring, en það er mikill kostur að hafa fjór- hjóladrif því þá kemst ég hvenær sem er á fjöll á skíði,“ segir Magdalena Margrét Kjartansdóttir myndlistarkona en segist svo sem ekkert vera nein sérstök bílakona þótt hún hafi alltaf haft gaman að fallegum bíl- um. „Fyrsti bíllinn sem ég keyrði var eld- gömul drossía með leðri og maður þurfti að tvíkúpla til að skipta um gír,“ segir Magda- lena en bætir við að hún hafi nú ekki lengi átt bíl framan af enda hafi tíðin verið önnur. „Ég öðlaðist miklar vinsældir í partíum í gamla daga þegar fólk vissi að ég væri ekki að drekka en þegar það áttaði sig á að ég væri ekki á bíl þá dofnuðu vinsældirnar,“ segir Magdalena hlæjandi en minnist fyrsta bílsins sem hún átti sem var blágræn Volkswagen bjalla. „Nú í dag eru allir bílar gráir, það vantar alveg litadýrðina í þetta. Ég á hvítan bíl núna og átti gráan síðast,“ segir Magdalena kíminn, en þessa dagana er hún með sýningu í Hallgrímskirkju á verk- um sínum. „Ég er reyndar nýkomin frá Finn- landi þar sem ég tók þátt í sýningu ásamt þremur öðrum íslenskum myndlistarkonum, og það var fjallað mjög vel um okkur í fjöl- miðlum þar og með mikilli virðingu. Finnar eru mjög færir að fjalla um listina og það er kannski orðin klisja en þeir komu auga á að það væri eitthvað sérstakt við íslenska list,“ segir Magdalena, en sýningin hennar í Finn- landi er enn í fullum gangi. „Ég hef verið starfandi listamaður í ein 20 ár og maður verður að halda sér við efnið.“ kristineva@frettabladid.is Þurfti að tvíkúpla til að skipa um gír bilar@frettabladid.is Umferðarþing verður haldið á Grand Hóteli í Reykjavík dagana 25. og 26. nóvember. Skráning er hafin á heimasíðu Umferðar- stofu, us.is. Gestur þingsins og einn aðalræðumaður er Max Mosley, forseti alþjóðabílasam- bandsins, F.I.A. Hann er einn virtasti talsmað- ur umferðarör- yggis í dag. 37 manns sem létust í umferð- arslysum frá árinu 1998 til októ- berloka í ár hefðu átt góða möguleika á að lifa ef þeir hefðu notað bílbelti samkvæmt upplýsingum frá rannsóknar- nefnd umferðarslysa. Umferðar- ráð vill minna á að 23 ár eru liðin síðan fyrstu lög um notkun bílbelta voru sett hér á landi. Þau segja að hver sá sem sitji í bifreið sem búið er öryggisbelti eigi að nota það óháð bifreiðar- tegund. Meira en helmingur bílsæta ver ökumenn og farþega ekki gegn bílbeltameiðslum. Skýring- in mun vera hversu illa byggð þau eru. Þetta kemur fram í prófunum sem fóru fram í trygg- ingaiðnaðinum í Banda- ríkjunum á dögunum. General Motors átti vers- tu sætin á meðan Volvo og Saab áttu þau bestu. Prófuð voru 97 sæti. 73 af þeim voru prófuð í árekstri sem gerðist á um 32 kílómetra hraða til að sjá hvernig sætin mundu vernda meðalmanneskju. Sextán sæti, til dæmis Subaru Outback, fengu aðra hæstu einkunn, nítján sæti, til dæmis Ford Focus, fengu þriðju hæstu einkunn og þrjátíu, til dæmis Audi A4, fengu verstu einkunn. Magdalena Margrét segir það mikinn kost að bíll sé fjórhjóladrifinn. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í bílum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Sko, ég segi hvað ég vil og svo lætur þú mig fá það sem þú heldur að ég vilji! Prius besti bíllinn BLS. 20 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Magdalena Margrét Kjartansdóttir minnist fyrsta bílsins sem hún keyrði og segir það hafa verið mikla drossíu með leðuráklæði og agalega langri gírstöng. 21 Allt forsíða (01) 16.11.2004 20:14 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.