Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 40
Ern eftir aldri, dansleikhús, eftir Auði Bjarnadóttur, verður frum- sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld. Um er að ræða samstarfs- verkefni Þjóðleikhússiins og Svöluleikhússins. Sýningin samanstendur af tveimur verkum. Hið fyrra, Ern eftir aldri, er innblásið af samn- efndri heimildarmynd Magnúsar Jónssonar sem til stóð að sýna í til- efni Þjóðhátíðar 1974 en var ekki sýnd fyrr en árið 1988, þar sem hún þótti gera of kaldhæðnislega gys að íslenskri þjóðarsál. Seinna verkið, Ef ég væri fugl, er samið við tónlist Árna Egilssonar við ljóðið From the Rainbow eftir Dorette Egilsson, ort til minningar um börn sem hafa orðið fórnarl- ömb ofbeldis. Í sýningunni eru dansarar, leik- arar og börn úr Listdansskóla Íslands. „Í öðru verkinu, Ef ég væri fugl, eru bara dansarar og fimm börn,“ segir Auður. „Ég hreifst af þessari hugmynd, tónlistinni og ljóðinu eftir Dorette, sem Árni Ib- sen þýddi. Börn sem verða fyrir ofbeldi er kannski ekki svo að- gengileg hugmynd en ég vogaði mér inn í þennan heim með því að hugsa þetta fjarlægt. Þegar til kom var þetta ekki eins flókið og leit út í fyrstu því þegar vinnan hófst með börnunum, fór þetta að leysa sig sjálft. Og ég verð að við- urkenna að kennaraverkfallið nýttist okkur vel.“ Í sýningunni er lifandi tónlist, eins og yfirleitt í sýningum Auðar. Í Ef ég væri fugl, er það strengja- sextett eftir Árna Egilsson en í Ern eftir aldri, er tónlistin í hönd- um Jóhanns G. Jóhannssonar. Í því verki leitar Auður fanga á ýmsum stöðum. „Einhvern tímann var ég að velta því fyrir mér hver hún væri þessi fjallkona okkar og hvaða þýðingu hún hefði fyrir okkur í dag,“ segir Auður. „Þá kom til mín mynd Magnúsar Jónssonar, Ern eftir aldri. Mér fannst þetta mjög flott mynd og skemmtileg og í þessu verki er ég að fara í dálítinn díalóg við myndina, enda skjótum við brotum af henni á skjáinn. Síð- an las ég doktorsritgerð eftir Ingu Dóru sem fjallar um þjóðarvitund- ina og fjallkonuna og þar voru ýmsar góðar hugmyndir. Maður hefur alltaf ótal hugmyndir og síð- an er þetta bara spurning um hvernig maður vinnur úr þeim.“ Í því verki eru sjö leikarar og fimm dansarar og segir Auður þá vinnu hafa verið dálítið ólíka því sem dansflokkur eigi að venjast, „en þetta hefur bara verið gaman og það hefur verið mikil gleði í hópnum. Það hefur verið mikil gjöf að fá góða húmorista með okkur.“ Leiktextinn í Ern eftir aldri er eftir Elísabetu Jökulsdóttur og er sýningin því bæði töluð og dönsuð. Dansarar í sýningunni eru Ástrós Gunnarsdóttir, Cameron Corbet, Jóhann Freyr Björgvinsson og Lovísa Gunnarsdóttir. Auk þeirra dansa fimm börn, Inga Huld Há- konardóttir, Jóhanna Stefánsdótt- ir, Kolbeinn Ingi Björnsson, Lilja Rúriksdóttir og Níels Thibaud Girerd. Leikarar eru Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Ívar Örn Sverrisson, Kjartan Guðjónsson, Nanna Krist- ín Magnúsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Ragnheiður Stein- dórsdóttir. Um myndbandavinnslu sáu Ania Harre og Elísabet Dónalds- dóttir, Karen María Jónsdóttir að- stoðaði við dramatúrgíu, lýsing er í höndum Ásmundar Karlssonar og Harðar Ágústssonar og um leikmynd og búninga sér Rebekka A. Ingimundardóttir. Tværr hljómsveitir taka þátt í sýning- unni, annars vegar tríó sem flytur collage Jóhanns og hins vegar strengjasextett undir stjórn Há- kons Leifssonar sem flytur tónlist Árna. Leikstjóri er Auður Bjarna- dóttir ■ 32 17. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR EKKI MISSA AF… Eins og vindurinn, útgáfutón- leikum Guðrúnar Gunnarsdóttur í Salnum, Kópavogi í kvöld klukk- an 21.00… Tónlistarþættinum Gleym mér ei klukkan 10.15 á Rás 1. Þema þáttarins er árstíðirnar. Umsjón- armaður er Agnes Kristjónsdótt- ir… Fólki með Sirrý á Skjá 1, klukkan 20.00. Sigrún Waage leikkona og fleiri glæsilegir og sterkir einstaklingar sem misst hafa börn segja frá reynslu sinni. Hópur íslenskra tónlistarmanna og Íslandsdeild Norðurlandaráðs í samvinnu við Þjóðmenning- arhúsið gangast fyrir dagskrá til heiðurs Hauki Tómassyni tónskáldi, handhafa Tónlistarverð- launa Norðurlandaráðs 2004, í Þjóðmenningar- húsinu í kvöld klukkan 20.00. Haukur hlaut verð- launin fyrir tónlistina við óperuna „Fjórði söngur Guðrúnar“ og voru þau afhent við hátíðlega athöfn á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi 2. nóvember sl. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru sett á stofn árið 1965 og er þeim ætlað að vekja athygli á norrænni tónlistarsköpun og tónlistarflutningi. Verðlaunin eru til skiptis veitt tónskáldum og tón- listarmönnum sem þótt hafa sýnt framúrskarandi færni í listsköpun sinni. Tónlistarmenn munu flytja verk eftir Hauk á heið- urssamkomunni: Spring Chicken (2001), Langan skugga fyrir strengjakvartett (2002), Fögnuð (1004). Síðasttalda verkið er tileinkað Þorgerði Ingólfsdóttur og Hamrahlíðarkórnum og er um frumflutning að ræða. Hljóðfæraleikarar verða Grímur Helgason klarínett, Auður Hafsteinsdóttir fiðla, Gréta Guðnadóttir fiðla, Þórunn Ósk Marín- ósdóttir lágfiðla, Sigurður Bjarki Gunnarsson selló, auk Hamrahlíðarkórsins undir stjórn Þor- gerðar. auk þess les Matthías Johannessen ljóð sitt, Fögnuður, og Árni Heimir Ingólfsson flytur er- indi um tónlist Hauks. Kl.12.30: Guðrún Ósk- arsdóttir semballeikari leikur á Háskólatónleik- um í Norræna húsinu. Á efnisskrá eru verk eftir Purcell, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og Hans- Henrik Nordström. menning@frettabladid.is Til heiðurs Hauki EF ÉG VÆRI FUGL Til minningar um börn sem hafa orðið fórnarlömb ofbeldis. ! FIMMTUDAGUR 18/11 NÁMSKEIÐ UM VESTURFARANA í samstarfi við Mími-símenntun kl 20 - Helga Ögmundardóttir FÖSTUDAGUR 19/11 HÉRI HÉRASON eftir Coline Serreau - kl 20 GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? eftir Edward Albee kl 20 - næst síðasta sýning SVIK eftir Harold Pinter í samstarfi við Sögn ehf, Á senunni og LA - kl 20 LAUGARDAGURINN 20/11 CHICAGO eftir Kender, Ebb og Fosse kl 20 - Næst síðasta sýning SUNNUDAGURINN 21/11 LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren - kl 14 SCREENSAVER - ÍSLENSKI DANSFLOKK. eftir Rami Be’er kl 20 - Næst síðasta sýning BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson kl 20 - Uppselt SVIK eftir Harold Pinter í samstarfi við Sögn ehf, Á senunni og LA - kl 20 Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is Miðasala, sími 568 8000 GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ HEILL HEIMUR Í EINU UMSLAGI ATHUGIÐ AÐ GJAFAKORTIN OKKAR GILDA ENDALAUST Sparið tíma: Hringið í 568 8000 eða sendið okkur póst á midasala@borgarleikhus.is Gefið upp greiðslukortanúmer og heimilisfang. Við sendum gjafakortið heim, þér að kostnaðarlausu. Fös. 19.11 20.00 Örfá sæti Fös. 26.11 20.00 Nokkur sæti Lau. 27.11 20.00 Nokkur sæti Lau. 4.12 20.00 Laus sæti SÝNINGUM LÝKUR Í DESEMBER Miðvikudagur 17. nóv. kl. 20.00 Sunnudagur 21. nóv. kl. 20.00 Laugardagur 27. nóv. kl. 20.00 Sunnudagur 28. nóv. kl. 20.00 Föstudagur 3. des. kl. 20.00 Sunnudagur 5. des. kl. 20.00 Miðvikudagur 8. des. kl. 20.00 Síðustu sýningar fyrir jól Föstudagur 19. nóv. kl. 20.00 örfá sæti Föstudagur 26. nóv. kl. 20.00 laus sæti Laugardagur 4. des. kl. 20.00 laus sæti Síðustu sýningar fyrir jól FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Fjallkonan og regnbogabörnin Tvö ný verk eftir Auði Bjarnadóttur verða frum- sýnd á stóra sviði Þjóðleik- hússins í kvöld 40-41 menning (32-33) 16.11.2004 18:45 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.