Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 18
18 Um fimmtíu og sjö prósent sjó- manna vakna ekki úthvíldir á morgn- ana, fleiri daga vinnuvikunnar heldur en færri. Um fimmtíu og tvö prósent þeirra finna fyrir syfju að degi til oft- ar en þrisvar til fimm sinnum í viku og daglega, nítján prósent vakna iðulega vegna verkja. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu um rannsóknir á áhrifum hvíldar á heilsu og öryggi sjómanna, auk heilsufars. Skýrslan var unnin á vegum samgönguráðuneytisins. Úr- takið var eitt hundrað og fimmtíu sjómenn en sjötíu og fimm prósent svöruðu. Þá sýndu niðurstöður að sjötíu og sjö prósent sjómanna líður vel eða mjög vel í vinnunni. Um fimmtíu og tvö prósent voru almennt ánægðir með aðstæður um borð. Kvörtun manna fólst einkum í að aðstaða til hvíldar væri ekki nógu góð. Um átján prósent þátttakenda höfðu fundið fyrir kvíða undanfarna sex mánuði og um þrjátíu og þrjú prós- ent höfðu fundið fyrir depurð og upplifað áhyggjur á sama tímabili. Um fjörutíu og fjögur prósent höfðu upplifað þreytutilfinningu undan- farna sex mánuði með sjáanlegum andlegum og líkamlegum álagsein- kennum. Heilsufarsmælingar á sjötíu og fjór- um sjómönnum sýndu að þeir voru í miklum meiri hluta of þungir. Fimm- tíu og sex prósent þeirra voru með of háan blóðþrýsting. Reykingar og kaffidrykkja var of mikil, blóðsykur og líkamsfitustuðull of hár. Sjómenn hvílast ekki nógu vel KÖNNUN: ÖRYGGI OG HEILSA 17. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR Merki um aukna hörku Skiptar skoðanir eru um það hvort Condoleezza Rice sé heppilegur arftaki Colins Powell í stöðu utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Sumir kvíða skiptunum fyrir hönd heimsins meðan aðrir telja að hún skilji mikilvægi varna Íslands. UTANRÍKISMÁL Til eru þeir sem telja kvíðvænlegt að Condo- leezza Rice taki við stöðu utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna af Colin Powell og telja það til marks um að enn verði aukin harka í utanríki- spólitík lands- ins. Sveinn Rún- ar Hauksson, læknir og for- maður Félags- ins Ísland-Pal- estína, telur skiptin ekki benda til að „stríðsforsetinn“ ætli að laga til í utanríkismálunum þjóðar sinnar. „Maður hefur ekki heyrt annað en að hún hafi verið harðlínu- megin í þessu liði hans,“ segir Sveinn Rúnar. Hans Kristján Árnason hagfræðingur tekur undir að skiptin séu kvíðvænleg. „Menn telja að Powell hafi trú- lega sjálfur verið sjálfur á móti árásinni í Írak,“ sagði hann og taldi að með afsögn hans hljóðn- uðu hófsamari raddir í harðasta kjarna repúblíkana í Hvíta hús- inu. Hans Kristján taldi erfiðara að spá fyrir um hvort manna- skiptin snertu íslensku þjóðina með beinni hætti. „Hún var búin að kynna sér varnarmálin og þótt hún telj- ist til harðlín- unnar er ekki þar með sagt að hún sé fjand- samleg Íslend- ingum,“ sagði hann. Jón Hákon Magnússon, for- maður Almannatengslafélags Ís- lands og fjölmiðlamaður, telur um margt heppilegt fyrir Íslend- inga að Rice skyldi taka við. Hann segir að sem herforingi og Nato-maður hafi Colin Powell skilið bæði þarfir Íslands og varnir í Norður-Atlantshafi. „Condoleezza Rice er hins vegar sérfræðingur í Rússlandi og gömlu Sovétblokkinni og áttar sig því líka á tengslum landa og m i k i l v æ g i svæðisins,“ seg- ir hann. Þá telur Jón Hákon að tal um „hauka“ í Hvíta húsinu dá- lítið klisjukennt. „Núna kemur í ljóst hvort hún er það eða ekki. Hún er hins veg- ar mikil menn- i n g a r m a n n - eskja, hefur meira að segja komið fram sem klassískur píanisti. Hún er ör- ugglega eldklár manneskja og ég held hún sé ekki sá „haukur“ sem menn vilja vera láta,“ segir hann og bendir á að enginn í Banda- ríska stjórnkerfinu hafi jafn góð- an aðgang að Bandaríkjaforseta, en hún er vinur fjölskyldunnar og hefur eitt drjúgum tíma með Bush. olikr@frettabladid.is                                           !                             # !    $%  % & '  &' # #      ( #                        )     #          #)    &     &  #  *#   &    +                      ! "#"$%  &   '%" $% "(     ! " #$             FISKVEIÐAR Sjómenn mættu hvílast betur milli tarna, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar. Hans Kristján Árnason SVEINN RÚNAR HAUKSSON JÓN HÁKON MAGNÚSSON COLIN POWELL OG CONDOLEEZZA RICE Colin Powell sagði af sér sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna síðasta mánudag og George W. Bush Bandaríkjaforseti skipaði Condoleezzu Rice í hans stað. SVONA ERUM VIÐ HLUTFALL LÖGREGLUKVENNA: Land Hlutfall Ísland 9,8% Danmörk 10,0% Finnland 10,6% Noregur 17,1% Svíþjóð 19,4% 18-19 (360 gr) 16.11.2004 20:14 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.