Fréttablaðið - 17.11.2004, Side 41

Fréttablaðið - 17.11.2004, Side 41
MIÐVIKUDAGUR 17. nóvember 2004 fös. 19. nóv. kl. 20. laus sæti. lau. 20. nóv. kl. 20. laus sæti. Hjá Máli og menninguer komin út skáldsag- an Svartur á leik eftir Stefán Mána. Svartur á leik er glæpasaga sem markar tímamót í íslenskri glæpasagnaritun. Hér dregur höf- undur upp afar trúverðuga og ótrú- lega sannfærandi mynd af undirh- eimum Reykjavíkur, sem er byggð á umfangsmiklum athugunum. Hraði og spenna eru í fyrirrúmi, lesturinn er sannkölluð rússibanareið gegnum ís- lenska glæpi síðustu áratuga. NÝJAR BÆKUR Breyttir tímar Það mætti líkja opnunargleðskapnum um helgina saman við heilmikla sjálf- sprottna myndlistarmessu hlaðna kynngikrafti ef allt væri tekið saman. Fimmtudagskvöldið var opnaði þessi Vetrarmessa sem er reyndar titill á sýningu yngstu kynslóðarinnar í Nor- ræna húsinu. Það var nú bara fyrsta opnunin á þessu óopinbera festívali sem nú virðist standa yfir. Síðdegis á föstudag opnaði svo einn merkileg- asti myndlistarmaður þjóðarinnar Dr. „Vísi“ 16. sjónþing sitt á Grand Rokk. Í kjölfarið á föstudagskvöldið kom svo Listasafn Íslands með fyrstu sýn- inguna í röð um íslenska samtímalist. Haft var eftir ónefndum listamanni við opnun „að líkja hefði mátt nota- gildi Listasafnsins við allgóða 50 metra keppnissundlaug en aðeins með 25 sentímetra vatnsdýpt“ og svo bætti hann við „að með þessari sýningu hefði hækkað í lauginni um að minnsta kosti 15 sentímetra, hún væri alveg við það að verða sprettfær allavega fyrir þá fimustu.“ Forseti Íslands ávarpaði sýningar- gesti með þeim orðum að framrás íslenskra samtímalista væri að ná því stigi sem bókmenntir okkar og rokk- menning hefði þegar náð í athygli umheimsins. Væri það ekki bara sín skoðun heldur hefði hann þetta eftir forstöðumönnum helstu sjón- menntastofnana í Evrópu. Merkilegt nokk hefur forsetaembættið, af hálfu opinberra aðila, verið nánast eini stuðningsaðili útrásar íslenskra nýlista í verki. Á meðan láta ráðherrar heima- stjórnarinnar helst sjá sig í skrautvöru- versluninni Gallerí Fold. Fjölmenni var við opnun og skemmtilegt á að horfa hvernig sýningargestir hneyksluðust eða dáðust af og nutu listaverka sem hingað til hafa af mörgum ekki verið talin hæf sem stofuprýði hvað þá til landkynningar. Annmarkar sýningar- innar eru að flest öll verkin hafa verið sýnd áður - reyndar á fáfarnari slóð- um. Líklega væri til of mikils mælst að Listasafn Íslands hefði þá dirfsku að bjóða uppá ný óséð verk. En þeir tímar munu koma. Það var líka tímanna tákn að við opnun veisluhalda Félags íslenskra gullsmiða í Gerðarsafni á laugardag- inn fengu þeir sem til þekktu déjà-vu tilfinningu. Opnunarathöfnin minnti á gerning úr nýlistardeild Magnúsar Pálssonar fyrir 30 árum. Gullsmiðirn- ir sátu sem lifandi myndastyttur við dúkað borð með verk sín fyrir framan sig undir ræðuhöldunum. Gaman var svo að sjá endurnýjun myndmálsins á 30 ára afmælissýningu Textílsfé- lagsins á Kjarvalsstöðum. Þar er á ferðinni kraftmikil sýning á endurlífg- un nýlistarfólks á textíl-handverki. At- hyglisvert hvernig íslensku þátttak- endurnir standa uppúr. Það eru breyttir tímar í gangi og gróskan og gerjunin sem átt hefir sér stað á und- anförnum árum í kringum Listahá- skólann er að skila sér. Það er orðið ljóst hverra framtíðin er og hverjir sitja eftir sem steinrunnin náttröll. MYNDLIST GODDUR Vetrarmessa Íslensk samtímalist Textíllist Gullsmíði ÍSLENSK SAMTÍMALIST Líklega væri til of mikils mælst að Listasafn Íslands hefði þá dirfsku að bjóða uppá ný óséð verk. En þeir tímar munu koma. 40-41 menning (32-33) 16.11.2004 18:46 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.