Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 16
16 Siðareglur kennara eru settar til að efla fagmennsku og styrkja fagvitund þeirra. Siðareglurnar eru þeim leiðbeiningar í starfi. Fyrsta reglan hljóðar: „Kennarar vinna að því að mennta ne- mendur og stuðla að alhliða þorska þeirra með fræðslu, uppeldi og þjálfun.“ Greinar siðareglnanna eru þrettán. Önn- ur regla segir: „Kennurum ber að virða réttindi nemenda og hafa hagsmuni þeirra að leiðarljósi, efla sjálfsmynd þeirra og sýna sérhverjum einstaklingi virðingu, áhuga og umhyggju.“ Siðareglur Kennarasambands Íslands eru byggðar á grunni eldri reglna frá gamla Kennarasambandinu. Siðaregl- urnar eru tilraun til að lýsa þeim reglum sem starfstéttin telur sig þurfa að fara eftir til að geta rækt skyldur sínar við samfélagið, starfið og starfsfélaga. Siða- reglunum er ætlað að miðla uppsafn- aðri reynslu til kennara sem hafa nýhaf- ið störf og minna eldri félagsmenn Kennarasambandsins á hvers er ætlast til af þeim. Þær eru hvatning til kennara að vanda sig í starfi. Fjórða regla: „Kennarar skulu leitast við að skapa góðan starfsanda, réttlátar starfs- og umgengnisreglur og hvetjandi námsumhverfi.“ Í fyrri kjarasamningi milli sveitarfélag- anna og kennara þeirra segir um sam- band kennara og nemenda: „Mat kenn- arans á nemendum, einkunnagjöf og starf að öðru leyti gerir það að verkum að nemendur eru afar tengdir kennur- um. Það gerir kröfur um skýrar sam- kiptareglur um samband kennara við nemendur, foreldra og kennara sín á milli.“ Í ýmsum löndum hafa kennarar sett siðareglur. Má þar nefna Bretland, Ástr- alíu, Kanada og Nýja-Sjáland. Í Banda- ríkjunum hafa kennarar haft siðareglur til hliðsjónar frá árinu 1975. Árið 2001 samþykktu alþjóðasamtök kennara siðareglur kennara og hafa kennarafé- lög á Norðurlöndum flest skráð reglur sínar. Kennarasamband Íslands sam- þykkti sínar siðareglur í mars 2002. Reglurnar eru í mótun og kynningu inn- an grunnskólanna, samkvæmt vef Kennarasambands Íslands. Síðasta reglan er eftirfarandi: „Kennur- um ber að sýna hver öðrum fulla virð- ingu í ræðu, riti og framkomu.“ Siðareglur kennara 17. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR Barnið í hópnum tekur við utanríkismálunum Condoleezza Rice hefur farið langan veg frá því hún fæddist í Suðurríkjunum á tímum aðskiln- aðarstefnunnar. Hún varð fyrst kvenna þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta og verður nú fyrst þeldökkra kvenna til að taka við starfi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Einn nánasti samstarfsmaður George W. Bush Bandaríkjafor- seta og manneskjan sem tók ríkis- stjórann í Texas í læri í utanríkis- málum og þjóðaröryggismálum þegar hann undirbjó forsetafram- boð sitt verður næsti utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Condoleezza Rice nefndi sig eitt sinn barnið í hópnum þegar hún talaði um þá ráðherra og sam- starfsmenn Bush sem hafa verið í brennidepli vegna innrásarinnar í Írak og átaka um utanríkis- og þjóðaröryggismál. Ummælin lét hún falla í viðtali við rithöfundinn David Rothkopf sem vinnur að bók um stöðu þjóðaröryggisráð- gjafa og þá sem hafa gegnt embætt- inu í gegnum tíðina. Hún vísaði þarna til tveggja þátta, ann- ars vegar þess að hún er mun yngri en þeir Dick Cheney varafor- seti, Colin Powell utanríkisráð- herra og Donald Rumsfeld varnar- málaráðherra sem hún hefur unnið með og stundum deilt við um stefnumótun, hins vegar til þess að allir hafa þeir unnið saman árum saman meðan hún væri ný- liðinn í hópnum, þrátt fyrir að hafa unnið að þjóðaröryggismál- um í stjórnartíð George Bush Bandaríkjaforseta hins eldri. Alin upp í Suðurríkjunum Condoleezza fæddist í Suður- ríkjum Bandaríkjanna á þeim árum þegar aðskilnaðarstefnan var enn í fullu gildi. Hún sagði eitt sinn í viðtali við tímaritið Newsweek að foreldrar hennar hefðu kennt henni að hún ætti ekki að láta það stöðva sig. „Foreldrar mínir sannfærðu mig um að þótt ég fengi ekki afgreiddan ham- borgara í Woolworths gæti ég orð- ið forseti Bandaríkjanna,“ sagði Rice í viðtalinu og bætti við að for- eldrar hennar hefðu sagt bestu vörnina gegn aðskilnaðarstefnu og fordómum vera þá að ganga menntaveginn. Menntaveginn gekk hún. Hún fór til Denver til að leggja stund á tónlistarnám, einn kennara hennar, Josef Korbel, þar beindi áhuga hennar að alþjóðastjórn- málum og sérstaklega málefnum Sovétríkjanna. Það var þó dóttir Korbel sem varð fyrst kvenna utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Madaleine Albright, sem gegndi því starfi í stjórnartíð Bill Clinton. Eftir nám varð Rice prófessor í stjórnmálafræði við Stanford háskóla. Hún fór fyrst til starfa í Washington árið 1986 þegar hún var ráðin sem ráðgjafi hjá yfirher- stjórn Bandaríkjanna. Þremur árum síðar hóf hún störf hjá Þjóðaröryggisráðinu og einbeitti sér að málum tengdum Sovétríkj- unum og Austur-Evrópu. Hún sneri hins vegar aftur til Stanford eftir þetta og var þar drýgstan hluta síðasta áratugar liðinnar ald- ar eða allt þar til hún hellti sér út í kosningabaráttu George W. Bush og var einn helsti ráðgjafi hans um þjóðaröryggismál. Haukur í stað dúfu Rice er sögð eiga mjög náið samstarf við núverandi Bandarík- jaforseta og hefur verið einn öfl- ugasti talsmaður stefnu hans, einkum og sér í lagi þar sem þau eru oftast talin á sömu skoðun. Koma hennar í utanríkisráðuneyt- ið í stað Powell er sögð til marks um að herskárri öflin í Bandarík- jastjórn styrki stöðu sína. Powell er gamall hermaður sem lærði af slæmri reynslu í Ví- etnam og Líbanon að ekki þýddi að senda hermenn á vettvang nema ljóst væri hvert verkefni þeirra væri og hvernig þeir sneru aftur heim. Þess vegna hefur hann forðast í lengstu lög að hefja stríð, líkt og var raunin í Persaflóastríðinu og loftárásun- um á Júgóslavíu, og lagt áherslu á að ljúka þeim snemma. Condo- leezza á hins vegar meiri samleið með mönnum á borð við Cheney og Rumsfeld sem lögðu mikla áherslu á að ráðast inn í Írak. Efasemdum hefur verið lýst um hvernig henni verður tekið í utanríkisráðuneytinu þar sem menn hafa viljað fara varlegar í samskiptum við önnur ríki en Bandaríkjastjórn hefur gert síð- ustu árin. Dagblaðið Washington Post hafði eftir ónafngreindum núverandi og fyrrverandi emb- ættismönnum í ráðuneytinu að hún væri afar óvinsæl þar, enda fannst mönnum sem hún og Þjóð- arráðið sem hún veitti forstöðu hefði grafið undan hvort tveggja Colin Powell utanríkisráðherra og utanríkisráðuneytinu sjálfu. brynjolfur@frettabladid.is SKIPUÐ ÞJÓÐARÖRYGGISRÁÐGJAFI George W. Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti um val sitt á þjóðaröryggisráðgjafa í Texas 17. desember árið 2000. Condoleezza í hnotskurn Condoleezza Rice, sem George W. Bush Bandaríkjaforseti valdi til að taka við starfi utanríkisráðherra af Colin Powell, varð fimmtug síðasta sunnudag. Hún er einhleyp og barnlaus, höfundur þriggja bóka, einnar um sameiningu Þýska- lands og tveggja um Austur-Evrópu og Sovétríkin 1954 Fæðist í Birmingham, Alabama. 1970 Hefur tónlistarnám í Denver-há- skóla fimmtán ára. 1974 Útskrifast 19 ára frá Denver-há- skóla með gráðu í stjórnmálafræði. 1981 Útskrifast með Ph. D. gráðu í alþjóðastjórnmálum frá Denverháskóla. 1986 Ráðin sérstakur ráðgjafi hjá yfir- herstjórn Bandaríkjanna. 1989 Ráðin til starfa hjá þjóðaröryggis- ráði Bandaríkjanna og fer með málefni Austur-Evrópu og Sovétríkjanna. 1993 Verður forstöðumaður Stanford- háskóla. Er fyrsta konan, fyrsti blökku- maðurinn og yngst manna til að gegna starfinu 2001 Fyrst kvenna til að gegna stöðu þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjaforseta. 2004 Skipuð utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. FBL GREINING: Á SKRIFSTOFU FORSETANS Það fór vel á með Colin Powell og Condoleezza Rice í skrifstofu Bandaríkjaforseta þegar Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, kom í heimsókn 7. maí 2002. Fráfarandi og verð- andi utanríkisráðherra brugðu á leik og Rice klappaði Powell á kinnina. CONDOLEEZZA RICE Eftirmál hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 urðu eitt erfiðasta vandamál Rice í starfi þjóðaröryggisráðgjafa, henni var legið á hálsi að hafa ekki tekið hryðjuverkahættuna nógu alvarlega og að bregðast ekki við við- vörunum. ■ „Foreldrar mínir sannfærðu mig um að þótt ég fengi ekki af- greiddan ham- borgara í Woolworths gæti ég orðið forseti Banda- ríkjanna,“ 16-17 (360 gr) 16.11.2004 19:17 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.