Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 34
26 17. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR Við hrósum... ...línumanninum Róberti Gunnarssyni sem átti frábæran leik með íslenska landsliðinu í handbolta gegn Þjóðverjum á World Cup-mótinu í Svíþjóð. Róbert skoraði sjö mörk úr sjö tilraunum, fiskaði tvö víti og var markahæsti maður liðsins. Hann ætlar sér greinlega að vera línumaður númer eitt hjá landsliðinu á HM í Túnis og það verður ekki létt verk fyrir Sigfús Sigurðsson að slá hann út. Við vorkennum... ...kylfingnum Birgi Leifi Hafþórssyni sem var aðeins einu höggi frá því að tryggja sér þátttökurétt á evrópsku mótaröðinni. Birgir Leifur sló 440 högg á sex dögum og það hlýtur að vera ótrúlega svekk- jandi fyrir Birgi Leif að vera svona nálægt draumnum en samt þó svo fjarri.sport@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS Intersportdeild karla 1. deild kvenna Fín frumsýning Fyrsti leikur Viggós Sigurðssonar sem landsliðsþjálfara í handbolta lofar góðu. ÁRSHÁTÍÐ BLAÐBERA FRÉTTABLAÐSINS OG DV Háskólabíó 27. nóvember, kl. 15-17 • Í svörtum fötum spilar • Happdrætti og leikir Veislustjóri: Jónsi • Pepsi og Doritos á alla línuna • Blaðberar fá senda heim tvo miða. NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ! NJARÐVÍK–SNÆFELL 81–83 Njarðvík: Matt Sayman 22 (10 stoðsendingar), Páll Kristinsson 19 (6 fráköst), Friðrik Stefánsson 12 (13 fráköst, 4 varin), Brenton Birmingham 11, Anthony Lackey 10 (13 fráköst, 24 mínútur), Guðmundur Jónsson 4. Snæfell: Pierre Green 20, Desmond Peoples 19 (12 fráköst, 4 varin), Hlynur Bæringsson 17 (6 fráköst), Pálmi freyr Sigurgeirsson 9, Magni Hafsteinsson 8, Sigurður Þorvaldsson 8. Snæfell náði mest 18 stiga forustu í 2. leikhluta, 32–50. Njarðvík skoraði 9 stig í röð í 4. leikhluta og náði þar með að minnka muninn í 3 stig, 77–80 en Snæfell hafði sigur á æsispennandi lokasekúndum leiksins. FJÖLNIR–SKALLAGRÍMUR 87–72 Fjölnir: Darrel Flake 30 (15 fráköst), Nemanja Sovic 19, Jeb Ivey 19 (10 fráköst, 4 stoðs.), Pálmar Ragnarsson 6. Skallagrímur: Jovan Zdravevski 33 (8 fráköst), Clifton Cook 16, Nick Andersson 13 (11 fráköst), Ragnar Steinsson 10. TINDASTÓLL–HAMAR/SELFOSS 82–93 Tindastóll: Bethuel Fletcher 29, Svavar Birgisson 23, Nikola Cvetjkovic 19. Hamar/Selfoss: Chris Woods 27 (15 frák., 8 stoðs.), Damon Bailey 27, Svavar Páll Pálsson 18, Marvin Valdimarsson 11. KFÍ–ÍR 100–122 KR–GRINDAVÍK 34–58 KR: Helga Þorvaldsdóttir 10, Hanna B. Kjartansdóttir 6, Halla Jóhannesdóttir 6. Grindavík: Sólveig Gunnlaugsdóttir 15 (hitti úr 5 af 8 3ja stiga skotum), Erla Reynisdóttir 12, María Anna Guðmundsdóttir 7. Þetta var fyrsti deildarsigur Grindavíkur undir stjórn Hennings Henningssonar. Fjöldi vináttulandsleikja í knattspyrnu í kvöld: Eriksson stýrir enskum í 48. skipti gegn Spáni FÓTBOLTI Í kvöld er landsleikjakvöld á dagatali FIFA og þá fara fram bæði leikir í undankeppni HM 2006 sem og nokkrir vináttulandsleikir hjá virtustu knattspyrnuþjóðum heims. S t æ r s t i leikurinn er örugglega vin- áttulandsleikur Englendinga og Spánar sem fer fram á Berna- beu-vellinum, h e i m a v e l l i Real Madrid. Tveir af lands- l i ð s m ö n n u m E n g l e n d i n g a , David Beckham og Michael Owen, spila þar á sínum heima- velli. Þetta verður 48. lands- leikurinn sem Englendingar spila undir stjórn Svens- G ö r a n s Ericksson sem hefur stjórnað landsliðinu síðan 2001. Árangur liðsins er vel ásættanlegur enda einu töpin gegn Brasilíu (HM 2002) og Portúgölum (EM 2004). „Ég vona og óska þess að við stöndum okkur vel í framtíðinni því það skiptir mestu fyrir mig sem þjálfara þessa liðs að liðið standi sig á stórmótum,“ sagði Eriksson á blaðamannafundi fyrir leikinn en enska landsliðið hefur dottið út úr átta liða úrslitum á síðustu tveimur stórmótum. „Ég elska mest við þetta starf að þar er hægt að vinna titla en það sem er vandamálið að tækifærið til þess gefst á aðeins tveggja ára fresti. Þetta ólíkt því að þjálfa félagslið og það er ljóst að enginn sættir sig við að komast í átta liða úrslitin,“ segir Eriksson um árangurinn. Þrjú lið úr okkar riðli spila vináttulandsleiki í kvöld, Króatar sækja Íra heim, Svíar fara í heimsókn til Skota og Búlgarir sækja Asera heim í Bakú. Tvær þjóðir sem hafa legið undir mikill gagnrýni að undanförnu fá gott tækifæri til þess að sanna sig á heimavelli því Þjóðverjar fá Kamerúna í heimsókn og Frakkar taka á móti Pólverjum á Stade de France í París. ■ ERIKSSON Stýrir enska landsliðinu í 48. skipti gegn Spánverjum í Madrid í kvöld. BESTI LEIKMAÐUR ÍSLANDS Í GÆR Línumaðurinn Róbert Gunnarsson fór á kostum gegn Þjóðverjum í gær og skoraði sjö mörk í öllum regnbogans litum. Hann klúðraði ekki skoti í leiknum og fiskaði þar að auki tvö víti. Fréttablaðið/Teitur HANDBOLTI Nýtt og lítt reynt ís- lenskt handboltalandslið sýndi fína takta gegn Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik hins nýráðna landsliðsþjálfara, Viggó Sigurðssonar. Liðin mættust í World Cup í Svíþjóð og þrátt fyrir mikla baráttu og ágætt spil tókst íslenska liðinu ekki að ná stigi úr leiknum sem tapaðist með eins marks mun, 29-28. Ísland komst yfir 1-0 en eftir það tóku Þjóðverjar öll völd á vell- inum. Þeir leiddu með þrem til fjórum mörkum nánast allan hálf- leikinn en íslenska liðinu tókst að minnka muninn í tvö mörk, 13-15, fyrir hlé. Íslensku strákarnir mættu grimmir í síðari hálfleik, héldu áfram að þjarma að Þjóð- verjum og náðu forystu, 21-20. Þjóðverjar svöruðu með þrem mörkum, Ísland jafnaði, 23-23, en eftir það tóku Þjóðverjar yfir- höndina á ný og sigruðu með eins marks mun eins og áður segir. Það var margt jákvætt í leik ís- lenska liðsins í gær. Nýr og fram- sækinn varnarleikur gekk ágæt- lega og fór batnandi eftir því sem leið á leikinn. Viggó er klárlega með mannskap til þess að leysa þennan varnarleik með sóma og er ánægjulegt að sjá íslenska liðið spila eitthvað annað en 6/0 vörn. Sóknarleikurinn var nokkuð góð- ur en tæknifeilarnir frægu eru enn við lýði og þeir reyndust dýr- ir í þessum leik. Ferskur blær ein- kenndi leik liðsins og íslenska landsliðið má svo sannarlega við ferskum vindum eftir slakt gengi og þunglamalegan leik í síðustu mótum. Róbert Gunnarsson fór á kost- um í leiknum og sýndi svo ekki verður um villst að hann er orðinn leikmaður í heimsklassa. Sigfús Sigurðsson á ærið verkefni fyrir höndum að slá hann út úr liðinu. Það var áberandi í leiknum hversu mikið Róberti hefur farið fram sem varnarmanni og það er mjög jákvætt fyrir liðið. Markús Máni Michaelsson og Einar Hólm- geirsson hafa greinilega haft gott af því að fara til Þýskalands en þeir sýndu fína takta sem og Logi Geirsson. Markvarslan var ágæt en ekki meira en það. Dagur Sig- urðsson er undir smásjá enda ver- ið slakur í síðustu mótum. Hann hafði lítið fram að færa í leiknum sem og Garcia sem var átakan- lega slakur. Viggó Sigurðsson landsliðs- þjálfari var frekar sáttur þegar Fréttablaðið náði tali af honum eftir leikinn. „Ég er þokkalega sáttur enda margt jákvætt í leiknum. Við féll- um aftur á móti á því að gera of marga tæknifeila og við gáfum líka of mörg ódýr mörk þegar við vorum seinir að skila okkur til baka. Vörnin gekk vel á köflum sem var ánægjulegt að sjá. Ég lagði upp með fyrir leikinn að menn sýndu leikgleði og baráttu og það var ekki hægt að kvarta yfir því í leiknum. Ég mun hamra á því sama gegn Frökkum. Stefnan er líka að taka inn menn sem hvíldu í dag í þann leik en Þórir spilaði hálfveikur og Roland er eitthvað slappur. Ég veit ekki alveg hver staðan er á Guðjóni Val núna en við munum skoða hann þegar við komum upp á hótel í kvöld,“ sagði Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handbolta. henry@frettabladid.is MÖRK ÍSLANDS: Róbert Gunnarsson 7 Markús Máni Michaelsson 4 Einar Hólmgeirsson 4 Logi Geirsson 4/2 Dagur Sigurðsson 3 Þórir Ólafsson 2 Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 Jaliesky Garcia Padron 2 VARIN SKOT: Roland Valur Eradze 6/2 Birkir Ívar Guðmundsson 6 34-35 sport (26-27) 16.11.2004 22:10 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.