Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 8
SPRENGING Í SKIPI Öflug sprenging varð í skipi frá Chile skammt undan ströndum borgarinnar Paranagua í Brasilíu í gær. Skipið sem var með mjög eldfiman varning fór í tvennt. Talið er að fjórir hafi látist í sprengingunni. 8 17. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR Tæknibreytingar kalla á öryggisráðstafanir: Staðsetja þarf IP síma fyrir neyðarþjónustur UPPLÝSINGATÆKNI Neyðarlínan legg- ur áherslu á að fyrirtækjum sem hyggjast bjóða símaþjónustu sem byggir á internettækni (IP símar) verði gert að hafa innbyggða stað- arákvörðun í símkerfi sín. Þórhall- ur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir að unnið sé að því með Póst- og fjarskipta- stofnun að ákvarða hvaða kröfur verði gerðar í þessum efnum, en vitað er til að fyrirtæki hafa hug á að bjóða símaþjónustu í auknum mæli yfir netið. „Við höfum fylgst með þróuninni annars staðar í heiminum. Þetta er ekki vandamál í dag en gæti orðið stórt vandamál á morgun,“ segir hann. Að óbreyttu segir Þórhallur að fólk með IP síma gæti lent í erfið- leikum með að kalla á aðstoð í út- löndum með því að hringja í evr- ópska neyðarnúmerið 112 því sím- talinu yrði vísað í neyðarmiðstöð- ina hér heima. Hann veit þó ekki til þess að vandamál þessu tengd hafi komið upp hér á landi. „En þetta er stórvandamál í Bandaríkjunum. Fyrirtækin hér sem nota þessa IP síma, svo sem Vegagerðin og fleiri, eru bara svo pottþétt að ekki þarf að hafa af þeim áhyggjur.“ - óká DÓMSMÁL Kvik- m y n d a f y r i r - tækið Sögn var í H é r a ð s d ó m i Reykjavíkur í gær dæmt til að greiða Síldar- vinnslunni 73,4 milljónir króna vegna bruna sem varð í frystihúsinu í N e s k a u p s t a ð þegar myndin Hafið var tekin upp, í byrjun desember árið 2001. Baltasar Kor- mákur, annar eigandi Sagnar, seg- ir dóminn gríðarlegt fjárhagslegt áfall fyrir fyrirtækið og muni væntanlega setja það á hausinn reynist þetta verða endanleg nið- urstaða. Eyvindur Sólnes, lögmaður Síldarvinnslunnar, vill ekki tjá sig um dóminn en segir hann vel rök- studdan. Þótti dómnum ákvörðun um tökur á brunaatriðinu hafa verið óvarleg og gáleysisleg. Á þeirri ákvörðun beri framleiðend- ur myndarinnar ábyrgð á. Telur dómurinn yfirgnæfandi líkur á að veðurhamur meðan á tökum stóð hafi valdið því að eldur hafi kom- ist inn fyrir brunavarnir hússins. „Frystihúsið var ekki lengur í notkun og er á snjóflóðasvæði þannig að ekki mátti vinna í því á veturna. Að þurfa að greiða svo mikla peninga fyrir þetta hús er svakalegt áfall,“ segir Baltasar. Dómurinn fellst ekki á að framan- greindar staðhæfingar eigi að leiða til verðlækkunar á frysti- húsinu og segir þær engum gögn- um studdar. Baltasar segir ekki annað koma til greina en að áfrýja dómnum. „Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að koma í veg fyrir brunann. Lögregla og slökkvilið voru á staðnum og við fengum þeirra samþykki. Auk þess hafi tökum verið seinkað þar til veðrið gengi niður og allar lög- regluskýrslur styðja það, en eitt- hvað breyttist framburðurinn,“ segir Baltasar. Síldarvinnslan stefndi kvik- myndafélaginu Sögn og Trygg- ingamiðstöðinni vegna tjónsins sem varð á frystihúsinu. Trygg- ingafélagið var sýknað af kröfun- um þar sem notkun á húsinu hafði breyst. Ekki hefði verið gert ráð fyrir að kveikt yrði í því viljandi. Frystihúsið hefur nú verið gert upp og klætt að utan í sama stíl og aðrar byggingar Síldarvinnslunn- ar í bænum. Verða efri hæðir húss- ins nýttar undir geymslur en á jarðhæð verður áfram aðstaða fyrirtækisins fyrir tilraunaeldi á hlýra og þorski eins og verið hefur. hrs@frettabladid.is UMHVERFISVERND Náttúruverndar- samtök Íslands skoruðu á Davíð Oddsson utanríkisráðherra að ræða skýrslu vísindamanna um loftslagsbreytingar á norður- slóðum við Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, á fundi þeirra í gær. Í bréfi sem samtökin sendu Davíð segir að mikilvægir áfang- ar hafi náðst við að draga úr los- un gróðurhúsalofttegunda. Til dæmis takmarki Kyoto-bókunin útblásturinn og hún verði brátt að alþjóðalögum. Hins vegar hafi Bandaríkin ekki staðfest Kyoto- bókunina. Því sé mikilvægt að ríki Norðurskautsráðsins sem staðfest hafa bókunina skori á Bandaríkjastjórn að skerast ekki úr leik. Þess vegna sé mikilvægt að Davíð Oddsson takið málið upp við Colin Powell. Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, seg- ir að í umræðum um utanríkis- mál á Alþingi í síðustu viku hafi Davíð Oddsson tilkynnt að um- ræður um loftslagsbreytingar séu ekki á formlegri dagskrá fundar hans með Powell. Hins vegar útilokaði hann ekki að taka málið upp. - ghg ECC ehf Skúlagötu 17 101 Reykjavík Sími 511 1001 ecc@ecc.is www.ecc.is Kröftugt jónastreymi Bakteríudrepandi útfjólublár lampi Kröftug ryksöfnun Mikill orkusparnaður Lofthreinsitæki Upplýsingar í síma: 511 1001 hreinsar loftið, eyðir lykt og drepur sýkla Nýtt! edda.is Grátbrosleg og fjörug saga „Þegar ég áttaði mig á því að ég var lent í alltof flóknu sam- bandi við alltof gamlan mann ákvað ég að gera það sem allar skynsamar konur gera: flýja land.“ Birna Anna Björnsdóttir er ein þriggja höfunda skáldsögunnar Dís sem sló rækilega í gegn árið 2000, en eftir henni var nýlega gerð vinsæl kvikmynd. Birna Anna Björnsdóttir Aðgerðir lögreglu: ETA-liðar handteknir SPÁNN, AP Spænska lögreglan handtók sautján meinta meðlimi basknesku aðskilnaðarhreyf- ingarinnar ETA í árásum á nokkra staði í fjórum hér- uðum í norðurhluta Spánar, Baskahér- uðunum þremur og Navarra. Handtök- urnar eru framhald af aðgerðum gegn ETA, alls hafa verið handteknir 32 meintir ETA- liðar á innan við mánuði. Í fyrradag höfnuðu spænsk stjórnvöld tilboði Batasuna, hins bannaða stjórnmálaafls ETA, um að hefja viðræður um vopnahlé. Stjórnvöld sögðu Batasuna þurfa að byrja á því að afneita ofbeldi. ■ ÞÓRHALLUR ÓLAFSSON Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að í Bandaríkjunum hafi komið upp neyðar- ástand vegna skorts á staðsetningarupplýs- ingum þegar reynt var að kalla á aðstoð með IP síma. KONA HANDTEKIN Sautján voru handteknir í að- gerðum lögreglu. DAVÍÐ ODDSSON Náttúruverndarsamtök Íslands vilja að utanríkisráðherra noti tækifærið og ræði loftslagsbreytingar á norðurslóðum við utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Kjararannsóknarnefnd: Laun hækka mismikið KJARAMÁL Kaupmáttur launa hefur aukist að meðaltali um 1,3 prósent frá því á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Í tilkynningu kjararann- sóknarnefndar kemur fram að laun á almennum vinnumarkaði hafi hækkað að meðaltali um 4,9 prósent frá þriðja ársfjórðungi 2003 til þriðja ársfjórðungs 2004. Á sama tíma hafi vísitala neyslu- verðs hækkað um 3,6 prósent. Fram kemur að laun kvenna hafi hækkað um 5,9 prósent en karla um 4,5 prósent. Þá hækkuðu laun utan höfuðborgarsvæðisins um 5,2 prósent en um 4,8 prósent á höfuðborgarsvæðinu. - óká Hryðjuverkaárásir: Táningur dæmdur SPÁNN, AP Spænsk- ur táningur hefur verið dæmdur til sex ára vistar í unglingafangelsi fyrir þátt hans í hryðjuverkaárás- unum í Madríd 11. mars síðastliðinn. Táningurinn, sext- án ára piltur, var fundinn sekur um að hafa flutt sprengiefni frá norðanverðum Spáni til hryðjuverkamannanna sem gerðu árásirnar. Saksóknari fór upphaflega fram á átta ára dóm en skömmu fyrir réttarhöldin lækkaði hann kröfuna í sex ár. Unglingurinn ját- aði sekt sína og því lauk réttar- höldunum á nokkrum mínútum. ■ FRYSTIHÚSIÐ Í NESKAUPSTAÐ Baltasar Kormákur segir áfall að þurfa að greiða svo háa upphæð fyrir þetta hús. Dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Bruni við myndatöku kostaði 73 milljónir Bruninn sem varð við myndatöku kvikmyndarinnar Hafsins kostaði framleiðendurna 73,4 milljónir króna samkvæmt dómi sem féll í gær. Baltasar Kormákur segir að þetta muni líklega setja fyrirtækið á hausinn. BALTASAR KOR- MÁKUR Segir að Sögn fari líklega á hausinn þurfi fyrirtækið að borga bæturnar. Náttúruverndarsamtökin: Davíð ræði Kyoto við Colin Powell MADRÍD Viðbúnaður var við dómshúsið í Madríd í gær. 08-09 16.11.2004 22:26 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.