Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 32
„Það bíður mín núna haugur af myndum upp í Sjónvarpi sem ég hverf að núna,“ segir Ómar Ragnarsson, inntur eftir því hvað hann taki sér nú fyrir hendur eftir að hafa unnið Eddu- verðlaun sem besti sjónvarps- maðurinn. Ómar var ekki í sam- keppni við neina aukvisa þar en auk hans voru Edda Andrésdótt- ir, Gísli Marteinn og Auddi og Sveppi á Popptíví líka tilnefnd. Ómar segir að það hafi komið sér á óvart að hafa verið valinn. „Það varð dálítil uppákoma. Við sátum við ákveðin borð í salnum og vorum beðin að halda þar kyrru fyrir svo það yrði auðvelt að hafa uppi á okkur ef við fengjum viðurkenningu. Ég var hins vegar baksviðs að undirbúa næstu kynningu og átti ekki nokkra von á þessu.“ Ómar segir að þessi viður- kenning setji á sig auknar kröf- ur um að gera meira og betur og þeim muni hann reyna að rísa undir. Hann segist trúa því að umfjöllun hans um Kárahnjúka- málið geti hafa haft þau áhrif á það að hann fékk verðlaunin. „Bókin sem ég skrifaði í sumar um Kárahnjúka var í rauninni af sama meiði og það sem ég hef gert sem sjónvarps- og fjölmið- lamaður. Hún hlaut góðar við- tökur, seldist bæði vel og fékk góða gagnrýni og ég get ímynd- að mér að hún hafi átt stóran þátt í þessu.“ Ómar er frægur fyrir allt annað en að sitja með hendur í skauti og hefur mörg járn í eld- inum. Kárahnjúkamálið tók drjúgan tíma frá honum og núna bíður hans fjöldi annarra verk- efna sem þarf að sinna. „Meðal annars bíður mín ferðalag til Afríku og ég reikna með að efni- stök mín og upplegg komi til með að valda einhverjum deil- um,“ segir Ómar. Ómar segir að hann hafi átt ansi mikið uppsafnað frí hjá Sjónvarpinu áður en hann hóf vinnu á bókinni en það sé mest allt uppurið og hann snúi því strax aftur til starfa. Upp vakn- ar sú spurning hvort hann hrein- lega kunni að fara í frí og slappa af? „Já, ég kann að slappa af og get sofnað hvar sem er, jafnvel lagt mig á rauðu ljósi ef ég þarf.“ bergsteinn@frettabladid.is 24 17. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR Get lagt mig á rauðu ljósi ÓMAR RAGNARSSON: BESTI SJÓNVARPSMAÐUR LANDSINS timamot@frettabladid.is ÓMAR RAGNARSSON Hefur nógu að sinna og stefnir meðal annars á ferðalag til Afríku sem hann ætlar að kvikmynda. Linda Pétursdóttir, 18 ára Vopn- firðingur, var krýnd Ungfrú heimur á þessum degi árið 1988 í London. Hún hafði verið kjörin Ungfrú Ísland í maí á sama ári. Ekki voru nema þrjú ár liðin síðan Hólmfríður Karlsdóttir var krýnd Ungfrú heimur. Það þótti frumleg nýbreytni af hálfu Lindu að fella ekki tár við krýninguna eins og fegurðardrottninga er siður. Linda hefur komið víða við síðan þá og fest sig í sessi sem at- hafnakona. Eftir að hafa starfað sem fyrirsæta um hríð stofnaði hún fyrirsætuskrifstofuna Wild. Seinna meir setti hún heilsurækt- ina Baðhúsið á laggirnar sem síð- an hefur stækkað og bætt við sig fleiri heilsuræktarstöðvum, stærst þeirra er Sporthúsið í Kópavogi. Linda átti einnig frum- kvæðið að keppninni Ungfrú Ís- land.is og hefur margsinnis verið dómari í keppninni um Ungfrú heim. Hún hefur starfað að góðgerðar- málum hér á landi og lagt nafn sitt við hjálparlínu Rauða kross- ins. Í fyrra gaf hún út endur- minningar sína sem Reynir Traustason blaðamaður skráði. Þar gerir Linda upp fortíð sína sem ekki var alltaf dans á rós- um. Hún hefur búið í Kanada um nokkurt skeið. ■ 17. NÓVEMBER 1988 Linda er krýnd fegursta kona í heimi. ÞETTA GERÐIST lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt mánudagsins 15. nóvember. Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 22. nóvember kl. 13.00. Ástkær faðir minn, afi og langafi, Jóhannes Sigurbjörn Guðfinnsson lögfræðingur, Stýrimannastíg 9, Aðalheiður Una Jóhannesdóttir Þóra Laufey Pétursdóttir Magnús Kristinn Halldórsson Arndís Kristjánsdóttir Ólöf Kristjánsdóttir Guðmundur Jens Óttarsson og barnabarnabörn. lést sunnudaginn 14. nóvember sl. og verður hún jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 19. nóvember kl. 13.00. Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir, systir, mágkona og amma, Ólöf Birna Ólafsdóttir Laufengi 8, Reykjavík, Skúli Óskarsson Ragna K. Björnsdóttir Sigrún Ragna Skúladóttir Jónas Þór Kristinsson Ragnhildur Skúladóttir Andrés Jóhann Snorrason Anna María Skúladóttir Hálfdan Þorsteinsson Óskar Dan Skúlason Dísa Friðleifsdóttir Ólafur Guðbjörn Skúlason Svanhvít Friðriksdóttir Kristjana Sæunn Ólafsdóttir Kristján Jónsson Guðbjörn Karl Ólafsson Þorbjörg Ólafsdóttir og barnabörn. Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Símar 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Þegar andlát ber að María Jónasdóttir Blómsturvöllum, Garði Lést í Ungverjalandi mánudaginn 8. nóvember. Minningarathöfn verður auglýst síðar. Tilkynningar um andlát og jarðarfarir eru velkomnar á síður Fréttablaðsins. Sími: 550 5000 fer fram frá Búðarkirkju föstudaginn 19. nóvember kl. 14. Jarðsett verður að Kolfreyjustað. Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Magnúsar Sigurðssonar frá Hvammi, Fáskrúðsfirði, Sigþór Magnússon Ragna Pálmadóttir Garðar Magnússon Unnar Magnússon Þorgerður Guðmundsdóttir Sigríður Magnúsdóttir Einar Stefánsson Elísabet Magnúsdóttir barnabörn og langafabörn. AFMÆLI Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndagerð- arkona er 56 ára í dag. Anna Líndal myndlistarkona er 47 ára í dag. ANDLÁT Pétur Pétursson, fyrrverandi vagnstjóri hjá SVR, Hraunbæ 6, lést 12. nóvember. Maron Guðmundsson, Brekkustíg 31 c, Njarðvík, lést 13. nóvember. JARÐARFARIR 13.00 Karl Bergþór Valdimarsson, húsasmiður, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju. 13.30 Jóhann Snorrason, fyrrverandi verslunarmaður, Víðilundi 20, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. 15.00 Margrét Gísladóttir, fyrrverandi ráðherrafrú frá Borgarnesi, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju. 15.00 Sigurbjörn Bjarnason, Stórholti 24, Reykjavík, verður jarðsunginn frá kirkju Óháða safnaðarins. Linda P. kjörin Ungfrú heimur 32-33 tímamót (24-25) 16.11.2004 20:51 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.