Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 23
3MIÐVIKUDAGUR 17. nóvember 2004 Nú gefst tækifæri hér á landi til að eignast Tomcat jeppa sem eru sérsmíðaðir jeppar á Land Rover grunni eftir óskum kaupandans. Tomcat jeppinn varð til þegar þeir Andrew og Mark Browler í Bretlandi voru að fikta við að út- búa jeppa fyrir akstursíþróttir og úr varð að þeir stofnuðu fyrirtæki sem framleiðir Tomcat jeppann. Um 700 slíkir bílar eru til í Bret- landi og er um helmingur þeirra nýttur sem einkabílar. Í grunninn eru þetta keppnisbílar en um leið léttir og öruggir. Innflytjendur jeppans á Íslandi segja hann henta vel til keppni hér á landi en einnig í jökla- og fjallaferðir. Hver og einn getur haft bílinn eins og hann vill því hann er sett- ur saman og sérsmíðaður eftir pöntun, en grunnhugmyndin er hrár öflugur jeppi. Val er um ýmsar vélar og vélastærðir eða frá 2,5 - 2,8 túrbó dísil með milli- kæli. Einnig 3,5 - 5,2 l V8 bensín. Þá fást Tomcat jepparnir einnig án vélar og kassa fyrir þá sem hafa sínar eigin hugmyndir um hvernig gera eigi hlutina. Fjöl- margir valmöguleikar á upp- setningu fjöðrunar gera Tomcat jeppann fjölhæfan og hentugan til notkunar við flestar aðstæður. Þannig getur jafnvel sami Tomcat jeppinn verið jöklatryllir á vetur- na og ósvikinn drullumallari eða jafnvel rallíbíll á sumrin. All- margir þessara bíla eru notaðir daglega í almennri umferð og þykja hvort tveggja sprækir og hafa framúrskarandi aksturs- eiginleika. Þeir séu þannig í reynd fjölhæfir sportbílar fyrir allar árstíðir. Hver einstakur Tomcat jeppi er settur upp fyrir kaupand- ann með tilliti til fyrirhugaðrar notkunar. Rekstraröryggi er tryggt með varahlutaþjónustu B&L en allir véla-, drif- og stýrishlutar eru upprunalegir Land Rover íhlutir. Tomcat jeppinn er sérsmíðaður eftir óskum kaupandans og er hægt að velja um mikið úrval af vélum og útbúnaði í jeppann. Hrár og öflugur jeppi Á vefsíðunni www.tomcat.is er hægt að sérpanta til landsins Tomcat jeppa sem er samsettur eftir óskum hvers og eins og getur nýst við hvaða aðstæður sem er. Þú hitar bílinn áður en þú ferð út í kuldann og þarft aldrei að skafa! SVO ÓTRÚLEGA NOTALEGT! Bíldshöfða 16 | 567 2330 Bílasmiðurinn hfKveikt er á hitaranum með: fjarstýringu gsm síma eða klukku Þýska vikublaðið „Bild am Sonntag“ valdi nýja Audi A6 bíl- inn sem besta bílinn í flokki lúxus- bíla á dögunum. Í dómnefndinni sátu ýmsir þekktir einstaklingar, tæknisér- fræðingar, atvinnubílstjórar og rallökumenn. Allir fengu þeir tækifæri til að prófa þá bíla sem til greina komu á lokaðri tilraunakapp- akstursbraut. Audi A6 býr yfir svo góðum aksturseig- inleikum að hann náði sama góða árangrinum í akstri og á sviði hönnunar, búnaðar og þæginda. Gullna stýrið hefur verið veitt bestu nýju bílagerðunum árlega síðan 1975. Þetta er í alls þrett- ánda sinn sem bílar frá Audi hljó- ta þessi heiðursverðlaun. Audi A6 slær í gegn Audi A6 bíllinn var sæmdur Gullna stýrinu. Audi A6 taldi bera af í sínum flokki sam- kvæmt „Bild am Sonntag“. 22-23 bílar ofl (02-03) 16.11.2004 19:19 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.