Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 38
30 17. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR ÞEMADAGSKRÁ – RÖDD ÍSLANDS Í AL- ÞJÓÐLEGU SAMHENGI: Heimsins tregafyllsta tónlist (The Saddest Music in the World) Heimsins tregafyllsta tónlist á sér stað í eilítið ann- arlegri útgáfu af borginni Winnipeg árið 1933. Kreppan er í algleymingi og ákveður bjórverk- smiðjueigandinn Lady Port-Huntly (Isabella Rosse- llini) að efna til alþjóðlegrar samkeppni um heimsins tregafyllstu tónlist. Jargo Jargo fjallar um vináttu tveggja unglingsstráka í Berlín. Jargo er Þjóðverji alinn upp í Sádi-Arabíu, sem flyst til Berlínar eftir að faðir hans fyrirfer sér, en Kamil er Tyrki alinn upp í Berlín. Rithöfundur með myndavél – Óformleg ævisaga Ný heimildarmynd og „óformleg ævisaga“ rithöf- undarins Guðbergs Bergssonar. Myndin byggir á super-8 kvikmyndum sem Guðbergur tók á ferð- um sínum og þegar hann dvaldi lengi á Spáni og í Portúgal. Þessar myndir Guðbergs hafa ekki verið sýndar opinberlega áður. Undir stjörnuhimni (Under stjärnorna / Beneath the Stars) Undir stjörnuhimni segir frá Friedu Darvel, ungri suður-afrískri stúlku sem býr á götunni eins og mörg önnur börn í Höfðaborg. Dag einn slær hún í gegn í sjónvarpsþættinum Popstars og verður fræg yfir nótt. Múrinn (Schräge Zeit) Austur-Berlín um miðjan níunda áratuginn meðan múrinn stóð enn og pönkið, sem haldið hafði inn- reið sína í Þýska Alþýðulýðveldið nokkrum árum áður, var lamið niður af hörku að ósk miðstjórnar kommúnistaflokksins. Baunir kl. hálf sex (Erbsen auf Halb 6) Hilmir Snær Guðnason leikur aðalhutverkið í þess- ari heillandi ástarsögu þýska leikstjórans Lars Büchel. Jakob Magnusson (Hilmir Snær) er virtur leikstjóri sem missir sjónina í bílslysi. Í fyrstu bregst hann við með afneitun en eftir að hin blinda Lilly (Fritzi Haberlandt) kemur inn í líf hans tekur hann að skynja tilveruna í nýju ljósi. Gerrie og Louise Í þessari heimildarmynd er varpað ljósi á barátt- una gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnunni í Suður- Afríku, í gegnum persónulegar frásagnir fyrrum gerenda og fórnarlamba. Ferðin langa (Such a Long Journey) Verðlaunamynd eftir Vestur-Íslenska leikstjórann Sturlu Gunnarsson sem byggð er á samnefndri skáldsögu Rohinton Mistry. Sagan á sér stað í Bombay árið 1971, árið sem Indland fór í stríð við Pakistan. Furðufuglar (Rare Birds) Dave er ástríðufullur kokkur sem rekur veitinga- stað í afskekktri vík á Nýfundnalandi. Það vantar viðskiptavini og ákveður hann í samráði við hug- myndaríkan mág sinn að bera út sögur þess efnis að sést hafi til sjaldgæfrar andategundar víkinni, andategundar sem almennt er talin útdauð. Alþjóðlegir íslenskir kvikmyndagerðarmenn Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst formlega á föstu- daginn með sýningu myndarinnar The Saddest Music in the World eftir Vestur-Íslendinginn Guy Maddin. Dagskrá hátíðarinnar fer þó af stað í dag klukkan 19.30 með sýningu á heimildarmyndinni Control Room í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsi. „Það hefur ekki verið haldin vegleg, alþjóðleg hátíð í Reykja- vík frá árinu 2001,“ segir Hrönn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. „Ætlunin er að gera alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík að árvissum viðburði og þessari hátíð er ætlað að vera upptaktur fyrir fyrstu stóru hátíð- ina haustið 2005.“ Hátíðin í ár er helguð rödd Ís- lendinga í alþjóðlegri kvikmynda- gerð en Hrönn segir að það muni sjálfsagt koma mörgum á óvart hversu margir Íslendingar starfa á þessum vettvangi erlendis. „Við munum sýna 12 myndir eftir Ís- lendinga eða fólk af íslensku bergi brotið sem starfar erlendis. Allar myndirnar eru leikstjórnar- verkefni Íslendinga nema þýska myndin Baunir kl. hálf sex en þar fer Hilmir Snær Guðnason með aðalhlutverkið og talar eins og innfæddur Þjóðverji.“ Stúdentar fá bíómiðann á 600 krónur auk þess sem boðið verður upp a afsláttarkort þar sem hægt er að sjá sex myndir fyrir 3000 krónur. Alls verða 16 myndir sýndar á hátíðinni auk þess sem staðið verður fyrir fyrirlestrum, um- ræðum og málþinginu Kvikmynd- ir og samfélag sem fer fram á laugardaginn. „Þingið kallast á við þema dagskrárinnar en auk þess verður fjallað sérstaklega um hlutverk og gildi kvikmynda- hátíða. Við eigum von á Jannike Ahlund, stjórnanda Kvikmynda- hátíðarinnar í Gautaborg og Vest- ur-Íslendingnum Helgu Stephen- son, einum stofnenda og stjórn- enda Kvikmyndahátíðarinnar í Toronto. Hátíðin í Toronto er af mörgum talin til stærstu kvik- myndahátíða í heimi en Helga var framkvæmdastjóri hátíðarinnar á þeim árum sem umfang hennar jókst sem mest og hún varð að þeirri stórhátíð sem hún er í dag. Þetta verður fyrsta Íslandsheim- sókn hennar og á örugglega eftir að fjalla svolítið um það hvernig hún fór að því að gera Torontohá- tíðina svona stóra.“ Hrönn bætir því svo við að á málþinginu verði ekki aðeins hugað að menningarlegum tilgangi kvikmyndahátíða, heldur einnig fjárhagslegum ávinningi sem getur verið margvíslegur fyrir þau ríki og þær borgir sem fóstra þessar hátíðir. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík nýtur stuðnings ríkis- ins, Reykjavíkurborgar og fleiri styrktaraðila en Hrönn telur góð- an grundvöll fyrir stóra, árlega hátíð í Reykjavík. „Kvikmyndahá- tíðir hafa verið vinsælar hérna og menningar- og samfélagslegur ávinningur af þeim er augljós. Þessum hátíðum er líka ætlað að bæta við kvikmyndaúrvalið hér og stuðla að bættri kvikmynda- menningu með því að sporna gegn einsleitni í íslenskir bíómenn- ingu.“ Vefsíða Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík er filmfest.is.■ HRÖNN MARINÓSDÓTTIR Framkvæmdastjóri Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík hefur fulla trú á að hægt sé að festa hátíðina í sessi. Alþjólega hátíðin sem hefst í dag er sú fyrsta í þrjú ár og á að vera upptaktur fyrir enn stæri veislu næsta haust. 38-39 auka fólk (30-31) 16.11.2004 19:00 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.