Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Kíktu á www .east.i s AGAR MYRKURS Skemmtun í skammdeginu 18.-21. nóv. 2004 á Austurlandi edda.is Saga Egils Skalla-Grímssonar Dularfullur desember Töfrum blandin saga „mjög vel heppnuð ... bráðsnjöll leið til að kynna fornsagnaarfinn fyrir ungum lesendum.“ - Soffía Auður Birgisdóttir, Mbl. Á Bergþórshvoli hefur verið boðað til brúðkaups sem ætlað er að tryggja frið í héraðinu. En í miðri gleðinni fara illar tungur á kreik og hrinda af stað atburðarás rógburðar, ófriðar og mannvíga. Í Brennunni eru þúsund ára gömul átök færð í mál og myndir nýrra tíma og aðdraganda Njálsbrennu lýst með hraða og spennu myndasögunnar. Brennan er sjálfstætt framhald verðlaunabókarinnar Blóðregns. Að morgni annars desember dettur dularfullur pakki inn um bréfalúguna hjá systkinunum Kötu og Gunna. Inni í honum er einhvers konar jóladagatal. Um leið fara dularfullir atburðir að gerast og spennan magnast allt til jóla. Spennandi jólasaga eftir Herdísi Egilsdóttur með skemmtilegum myndum Erlu Sigurðardóttur. Hér segir frá víkingum og bændum, konungum og drottningum, bardögum og einvígum, göldrum og gersemum. Saga þessa þekkta Íslendings í knappri endursögn, glæsilega myndskreytt. Sígild og spennandi saga fyrir börn og unglinga! Brynhildur Þórarinsdóttir les úr bókinni á Súfistanum í kvöld kl. 20 Ingólfur og Embla lesa úr bókinni á Súfistanum í kvöld kl. 20 Skemmtilegt framhald bókarinnar Týndu augun sem bóksalar völdu bestu íslensku barnabókina í fyrra. Hér rata Stína og Jonni í ný ævintýri - jafnvel enn ótrúlegri en síðast! „Frosnu tærnar er falleg, fyndin og spennandi saga. Hana prýða margar kúnstugar persónur sem ættu að verða krökkum góður félagsskapur um jólin.“ - Sif Sigmarsdóttir, Morgunblaðinu Ný íslensk myndasaga KOMIN Í VERSLANIR! KOMIN Í VERSLANIR! „Fúsir“. „Viljugir“. „Staðfastir“. Sjónvarpsstöðvar víða um heimhafa sýnt skelfilegar myndir af stríðsglæpum bandaríska innrásar- hersins í Falluja. Viðbjóðslegust er þó mynd sem sýnir hermenn úr landgönguliðinu fara inn í byggingu þar sem þeir finna særða fanga liggjandi í uppgjöf, og einn her- mannanna gengur fram og skýtur stríðsfanga til bana úr dauðafæri. Þetta er herförin sem við Íslending- ar styðjum, „fúsir“, „viljugir“, „staðfastir“. AUÐVITAÐ stóð aldrei til að fréttamenn næðu að festa svona glæpaverk á filmu, rétt eins og það kom flatt upp á mannskapinn þegar ljósmyndir láku út af pyntingum og kvalalosta sem hinir hermenn okkar sem heima sitjum létu bitna á föng- um sínum í Abu Ghraib-fangelsinu fyrir hönd okkar sem erum fúsir, viljugir og staðfastir stuðnings- menn. ÞETTA ÓDÆÐISVERK sem sær- ir réttlætis- og blygðunarkennd sjónvarpsáhorfenda - um allan þann stóra heim sem ekki hefur fyrir- fram lýst blessun yfir hefndaræði Bandaríkjamanna í krossferð þeirra gegn Múhameðstrúarmönnum - var filmað af fréttamanni NBC sem fylgdi eftir flokki landgönguliða úr 3ja herfylki, 1stu herdeild Banda- ríkjahers, þar sem þeir héldu inn í byggingu í námunda við mosku, griðastað; upptakan var gerð á laug- ardaginn var, 13. nóvember. Að minnsta kosti þrír særðir menn sjást inni í herberginu. ÍBÚAR Í FALLUJA voru um 300 þúsund, þrisvar sinnum fleiri en í Reykjavík. Talið er að rúmlega 200 þúsund hafi náð að forða sér úr borginni sem allir vissu að ráðist yrði á af fullum þunga um leið og forsetakosningar í Bandaríkjunum væru afstaðnar. Engar tölur er enn þá hægt að fá staðfestar um fjölda fallinna, hvorki vopnlausra borgara né þeirra sem töldu sér skylt að verjast innrásarhernum. En þegar morðunum lýkur verða líkin talin, og við fáum nýjar upplýsingar um hversu mörg mannslíf til viðbótar við sem heima sitjum höfum fús- lega á samviskunni. ■ BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á MIÐVIKUDÖGUM 48 bak 16.11.2004 19:23 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.