Fréttablaðið - 17.11.2004, Page 46
■ VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á bls. 6
1
3
2
Condoleezza Rice
Um 27 milljarða króna
Leeds
38 17. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR
Danski knattspyrnumaðurinn
Alan Borgvardt er ekki við eina
fjölina felldur. Auk þess að vera
lykilmaður í Íslandsmeistaraliði
FH málar hann myndir í frí-
stundum.
„Ég byrjaði snemma að
teikna en þegar ég þurfti eitt-
hvað til að skreyta vegginn
heima ákvað ég að reyna mála
sjálfur. Það gekk ágætlega,“
segir Alan sem málaði fyrsta
verkið fyrir um tveimur árum.
Hann hefur málað talsvert af
rokkstjörnum en fyrsta Borgv-
ardt-verkið var af Jim heitnum
Morrisson, söngvara The Doors.
„Ég var mikill Doors-aðdáandi
þegar ég var sextán eða sautján
ára. Síðan hef ég líka málað Juli-
an Casablanca úr The Strokes,“
segir Daninn knái sem hefur
einnig málað myndir af fjöl-
skyldumeðlimum og að beiðni
vina.
Alan segist ekki hafa haldið
sýningu á verkum sínum. „Ég er
nú ekki það metnaðarfullur
málari og ég veit ekki einu sinni
hvort ég er góður málari. Ég hef
ekki lært að mála og nota bara
mína eigin tækni,“ segir Alan.
„Að mála hjálpar mér að
gleyma.“
Alan býr í Hafnarfirði en ætl-
ar heim til Danmerkur í næstu
viku. Hann ætlar þó að eyða
jólunum hér áður en hann fer
aftur út.
„Eins og staðan er núna ætla
ég að spila með FH á næsta ári
og er búinn að skrifa undir
samning við félagið,“ segir Alan
sem var valinn leikmaður Ís-
landsmótsins í fyrra. „Það er
gott að komast burtu smá stund.
Það hjálpar mér mikið þegar ég
kem heim aftur því þá fæ ég
aukna orku.“
kristjan@frettabladid.is
ALAN BORGVARDT Knattspyrnumaðurinn snjalli málar í frístundum. Rokkstjörnur hafa
verið eitt helsta viðfangsefni hans.
BORGVARDT: KNATTSPYRNUMAÐURINN
SNJALLI ÞYKIR LIÐTÆKUR LISTAMAÐUR
Allan málar til
að gleyma
Átti fyrst að skipta
um samningamenn
„Nei, alls ekki. Það er
aldrei lausn að setja lög
á verkföll heldur þarf að
leysa málin með sam-
ningum. Það er á
ábyrgð þjóðfélagsins að
halda úti menntun í
landinu og ég hefði
viljað sjá ríkisstjórnina
koma inn með fjár-
magn og sýna sína
raunverulegu ábyrgð
því þessi mál ganga
greinilega ekki upp hjá sveitarfélögunum. Skilaboðin
með lagasetningunni eru fyrst og fremst þau að ríkis-
stjórnin firrar sig allri ábyrgð á menntun komandi kyn-
slóða. Enn bitnar kjaradeilan á börnunum en auðvit-
að miklum mun verr á kennurunum sjálfum.“
Ofbeldisfull, ranglát og ögrandi lög
„Nei, það var rangt að setja lög á kennaraverkfallið.
Ríkisvaldið setti ranglát lög sem voru ofbeldisfull og
ögrandi í garð
kennara, sérstak-
lega af því að þriðja
grein laganna fyrir-
skipar gerðardómi
að hann hafi ekki
svigrúm til að
mæta þeim grund-
vallarkröfum kenn-
ara sem ég styð
heilshugar að laun
þeirra verði sam-
bærileg við laun
f ramhaldsskóla-
kennara. Lagasetn-
ingin gerði vont
miklu verra.“
Alvarlegt mál að brjóta lög
„Ég er á móti því að setja lög á
kjarasamninga en lét sannfærast
þegar mér var tjáð að deilan væri
komin í óleysanlegan hnút og deilu-
aðilar óskuðu eftir utanaðkomandi
aðila deilunni til lausnar. Miðað við
það ófremdarástand sem við blasti,
að skólar yrðu hugsanlega lokaðir
fram yfir áramót og nemendur
þessa lands myndu tapa heilu ári,
var lagasetning nauðsynleg.
Það að kennararnir hlýði svo ekki lögunum er stórt
vandamál því þeir eru fyrirmyndir barnanna sem eiga
að læra að hlíta lögum, jafnvel þótt mönnum líki ekki
við þau; læra að maður þykist ekki vera veikur þegar
maður á að vera að vinna; læra að kunna að tapa og
vera ekki tapsár; og að taka tillit til annarra því í samn-
ingum ætlar maður ekki að ná sínu fram, sama hvað
hinn vill.“
VAR RÉTT AÐ SETJA LÖG Á KENNARAVERKFALLIÐ?
…fær Guðný Jóhannesdóttir sem
lætur sér ekki um muna að rit-
stýra eyfirsku staðarblaði þótt
hún búi á Ísafirði.
HRÓSIÐ
JIM MORRISSON Jim Morrisson var
fyrsta Borgvardts-verkið.
Til stendur að slá heimsmetið í
gerð stærstu pylsu og stærsta
pylsubrauðs í heimi. SS stendur í
samvinnu við Mylluna fyrir þess-
ari tilraun í tilefni af 50 ára af-
mælisútgáfu Heimsmetabókar
Guinness.
Pylsan verður tólf metra löng
og á hún að setjast í brauð með
steiktum og hráum lauk,
tómatsósu, sinnepi og remúlaði.
Semsagt ein með öllu. Síðan verða
herlegheitin mæld og fólk getur
fengið sér bita.
Að sögn Björns Jónssonar,
markaðsstjóra Myllunnar, verður
pylsubrauðið bakað í 24 metra
löngum ofni. „Venjulegt pylsu-
brauð er um 15 cm langt og því
getur fólk rétt ímyndað sér hvern-
ig verður að baka 12 metra langt
brauð og flytja það nýbakað og
mjúkt í Kringluna. Það verður
mjög erfitt að flytja brauðið og
við klóruðum okkur lengi í hausn-
um yfir því hvernig við færum að
því. Við munum væntanlega vefja
það inn og setja inn í stærsta
flutningabílinn okkar. Síðan munu
nokkrir menn lyfta því upp og
setja undir pylsuna,“ segir Björn.
Pylsan risavaxna verður sýnd í
Kringlunni á laugardag. ■
VIÐ BAKARAOFNINN Bakarar Myllunnar við 24 metra langan bakaraofninn sem mun baka hið 12 metra langa pylsubrauð.
Búa til stærstu pylsu í heimi
Lárétt: 2 alda, 6 píla, 8 missir, 9 amboð,
11 íþróttafélag, 12 Ö..bjarg, 14 lita, 16
suddi, 17 bein, 18 að, 20 sólguð, 21
vinnusöm.
Lóðrétt: 1 fura, 3 veisla, 4 tókst saman
hey, 5 herma eftir, 7 þak að innanverðu,
10 fiskifæða, 13 þrír eins, 15 mjög, 16
fyrir utan, 19 fimmtíu og einn.
LAUSN.
Lárétt: 2bára, 6 ör, 8tap, 9ljá, 11ka, 12
látra, 14farða, 16úr, 17rif, 18til, 20ra,
21iðin.
Lóðrétt: 1þöll, 3át, 4rakaðir, 5apa, 7
rjáfrið, 10áta, 13rrr, 15afar, 16úti, 19li.
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Iðunn Steinsdóttir,
rithöfundur.
Björgvin Guðni Sigurðsson, þing-
maður Samfylkingar.
Pétur H. Blöndal,
þingmaður Sjálf-
stæðisflokks.
46-47 aftasta (38-39) 16.11.2004 18:55 Page 2