Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 20
Það segir nokkra sögu um breyt- ingar síðustu ára í efnahagslífi og stjórnmálum heimsins að stórfelldar lækkanir á sköttum efnamanna í Bandaríkjunum í stjórnartíð Bush forseta hafa að verulegu leyti verið fjármagnað- ar af seðlabanka kínverska alþýðulýðveldsins. Það sama má raunar segja um stríðið í Írak sem kínverska stjórnin er and- víg. Meira en 90% af þeim trilljón dollurum sem Bandarík- jastjórn hefur þurft að taka að láni á síðustu fjórum árum til að fjármagna skattalækkanir til auðmanna og stríðið í Írak hafa komið frá útlöndum, og að stærstum hluta frá Kína, Japan og nokkrum öðrum ríkjum Asíu. Sú undarlega staða hefur skap- ast að kommúnistastjórnin í Peking hefur örlög dollarans í hendi sér því ef Kína dregur verulega úr stórfelldum kaupum sínum á bandarískum ríkis- skuldabréfum myndi dollarinn hrynja í verði. Bandaríkin eru hins vegar í þeirri sérstöku stöðu að geta tekið lán um allan heim í eigin mynt. Gengisfall dollarans yrði því meira vandamál fyrir þá sem hafa lánað Bandaríkjunum en fyrir Bandaríkjamenn sjálfa, að minnsta kosti þegar til skemmri tíma er litið. Þótt stjórn Bandaríkjanna sé enn að lýsa því yfir að hún vilji sterkan dollara bendir flest til að ráðamenn í Washington gætu vel hugsað sér að dollarinn félli enn frekar í verði en gengisfall hans frá því að Bush tók við völdum er orðið 40% gagnvart evru en mun minna gagnvart gjaldmiðlum Asíulanda. Tap Evrópumanna sem hafa lánað Bandaríkjunum á síðustu árum er því orðið gífur- legt enda kemur lánsféð núorðið mest frá Asíu þar sem menn reyna að binda gengi gjaldmiðla sinna við dollarann. Fyrir ís- lenska eyðslukló væri það lík- lega þægileg tilhugsun að vax- andi skuldir hennar væru helst vandamál fyrir þá sem lánuðu henni peninga en í þess háttar stöðu hafa Bandaríkjamenn komist vegna alþjóðlegs hlut- verks dollarans. Þannig hefur þetta raunar verið lengi og rök má til dæmis færa fyrir því að evrópskir sparifjáreigendur og skattgreiðendur hafi að verulegu leyti fjármagnað Víetnamstríðið á sínum tíma með stórfelldum lánum til Bandaríkjanna sem brunnu síðan í upp með gengis- falli dollarans sem fylgdi í kjöl- far stríðsins. Líkurnar á því að Asíuríkin sem lánað hafa Banda- ríkjunum síðustu árin lendi í sams konar eignaupptöku með gengisfalli dollarans hafa stór- lega vaxið á síðustu mánuðum. Ekkert bendir til annars en að stjórn Bush muni haldi áfram að fylgja einstaklega ábyrgðarl- ausri stefnu í efnahagsmálum sem leiðir til gífurlegs halla á fjárlögum og viðskiptum við út- lönd. Bushstjórnin hefur aukið útgjöld ríkisins, ekki síst með auknum hernaðarútgjöldum, á sama tíma og tekjur ríkisins hafa minnkað með gífurlegri til- færslu á fjármunum til hinna auðugustu í landinu. Kína, Japan og fleiri Asíuríki hafa séð sér hag í að fjármagna þessa efna- hagsstefnu vegna þess að með því hafa þau komið í veg fyrir hækkun gjaldmiðla sinna, en lágt gengi í þágu útflutnings er hluti af efnahagslegum rétttrúnaði í nær öllum löndum Asíu. Kína, Japan og fáein önnur ríki í sama heimshluta eiga nú gjaldeyris- forða sem nemur meira en tveimur trilljónum dollara. Áhugi Kínverja á því að halda uppi gengi dollarans með þess- um hætti virðist heldur fara dvínandi vegna þeirra erfiðleika sem þessi stefna er farin að valda fyrir innlenda hagstjórn. Þau lönd sem lent hafa lent í mestum erfiðleikum vegna skuldasöfnunar Bushstjórnar- innar eru hins vegar þau lönd Evrópu sem nota evruna sem gjaldmiðil eða tengja gjaldmiðla sína við hana með beinum eða óbeinum hætti. Gengisfall doll- arans gagnvart evru er þegar orðið 40%. Þetta hefur haldið aft- ur af verðbólgu en samkeppnis- staða iðnaðar í Evrópu hefur hins vegar versnað og evrópsk fyrirtæki flytja nú framleiðslu sína í miklum mæli til landa með ódýrara vinnuafl. Sú þróun er eð- lileg og heppileg ef litið er til lengri tíma en gengishækkun evrunnar hefur örvað hana um of síðustu misseri. Allt frá Kína og Japan vestur til Frakklands og Þýskalands glíma menn því við afleiðingar af óábyrgri fjármálastjórn Bandaríkjanna. Forréttindi Bandaríkjanna í alþjóðakerfinu eru hins vegar slík að fjárlagahalli og viðskipta- halli í Bandaríkjunum og gengis- fall dollarans eru minna áh- yggjuefni í Washington en í tug- um annarra höfuðborga. ■ S eðlabankinn hefur áhyggjur af hærra veðsetningarhlutfallihúseigna og af auknu framboði lánsfjár. Félagsmálaráð-herra fól Seðlabankanum að meta áhrif hækkunar íbúðalána samkvæmt tillögum ráðherrans. Síðan beiðnin var fram sett hefur mikið vatn runnið til sjávar. Bankar hafa í millitíðinni lækkað vexti af húsnæðislánum og hækkað veðhlutfall. Það eru breyting- ar sem kalla á enn frekari skoðun áhrifa á fjármálastöðugleika og stjórn peningamála. Hvort tveggja er á verksviði Seðlabankans. Rauður þráður skýrslu Seðlabankans er annars vegar áhyggjur af auknu lánsframboði á þenslu hagkerfisins til skamms tíma. Lækkun greiðslubyrði og aukin aðgangur lánsfjár mun að öllum líkindum auka hættu á verðbólgu á komandi misserum. Stýrivext- ir Seðlabankans bíta fyrst og fremst á þá sem sækja fjármagn til skamms tíma. Neyslulán og yfirdráttur teljast til slíkra lána. Með hækkandi skammtímavöxtum eykst því hvatinn til þess að losa sig við slík lán og færa yfir í langtímalán með lægri vöxtum. Þetta er sú þversögn sem Seðlabankinn stendur frammi fyrir. Þegar við bætist aðgangur fyrirtækja og einstaklinga að gengisbundnum lánum er hætt við því að stýrivextir bíti minna og þörf verði fyrir frekari hækkun sem aftur hreki fleiri yfir í langtímalán. Þessi staða hefur ekki verið uppi áður og enn og aftur beinast spjótin að stjórn ríkisfjármála. Ríkið verður á komandi misserum að skera niður og halda aftur af útgjöldum sínum. Seðlabankinn skoðar í skýrslunni hugsanleg áhrif breytinganna á fjármálastöðugleika. Líta verður til þess að þegar Seðlabankinn fjallar um stöðugleika fjármálakerfisins horfir hann til þess sem getur gerst ef allt fer á versta veg. Ekki ber að líta á sjónarmið bankans í þessu efni sem líklegustu niðurstöðuna. Hitt er svo ann- að að mikilvægt er að Seðlabankinn vari við þeim hættum sem kunna að leynast að baki gleðinni yfir hagkvæmari fjármögnun húsnæðis. Aukin markaðsvæðing og minni miðstýring fjármálakerfisins nýtir betur fjármagn og eykur hagsæld. Samhliða eykst ábyrgð bankanna og viðskiptavina þeirra á eigin velferð. Full ástæða er til þess að bankarnir sýni ábyrgð og veiti samhliða aukna ráðgjöf til viðskiptavina um hvað sé þeim sé fyrir bestu. Raunar boðaði Ís- landsbanki áherslu á ráðgjöf til viðskiptavina samhliða kynningu á 100 prósenta lánum. Hver og einn ber einnig ábyrgð á sér. Lán þarf að borga og ekki sjálfgefið að grípa þau fjölmörgu tækifæri sem okkur bjóðast nú til skuldsetningar. Það sem snýr að bönkunum er hættan á að efnahagsáföll leiði til lækkandi húsnæðisverðs og vanskila. Slíkt gæti leitt til fjár- málakreppu líkt og reið yfir Norðurlönd í upphafi tíunda áratugar- ins. Á móti kemur að útrás bankanna breikkar eigna- og tekju- grunn þeirra og minnkar áhættu af sveiflum í íslensku efnahags- lífi. ■ 17. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Hærra veðhlutfall og aukið lánaframboð býður heim hættum. Einstaklingar og bankar þurfa að axla ábyrgð. Lán og ólán FRÁ DEGI TIL DAGS Húrra fyrir þeim Á fundi borgarstjórnar í gær ræddu borgarfulltrúar um stöðu mála í kenn- araverkfallinu, enda Reykjavíkurborg stærsti einstaki vinnustaður grunnskóla- kennara. Í máli Kjartans Magn- ússonar, borgar- fulltrúa Sjálf- stæðisflokks, komu fram ein- stakar þakkir til þeirra starfsmanna grunnskólanna sem mættu í vinnu þessa fyrstu tvo daga vikunnar. Þó mátti heyra á honum að það væri svo sjálfsagt að mæta til vinnu, að hann bara skildi ekki þá sem ekki komu. Honum þótti þó mest um vert að skólarnir væru opnir nemend- um, þrátt fyrir að kennarar hefðu meira og minni legið í „flensu“. Opna skólana strax Við það að heyra að skólastjórnendur, aðstoðarskólastjórnendur, foreldrar og gangaverðir hefðu mætt til að sinna skólabörnunum virðist hann hafa feng- ið þá frábæru hugmynd að svona hefði átt að gera strax og verkfall hófst. Hann sagði því á borgarstjórnarfundi að það hefði verið misráðið að harðlæsa skól- unum strax og verkfall skall á, þeir sem nú sinntu skólabörnum í fjarveru kenn- ara hefðu getað gert það frá fyrsta degi verkfalls. Verkfallsbrot? Kjartan var nýbúinn að skamma full- trúa meirihlutans fyrir að láta óvarleg orð falla sem voru ekki til þess vald- andi að liðka fyrir umræðum deilenda. Ætli hann hefði ekki sjálfur verið harð- lega gagnrýndur af kennurum og öðr- um, ef hann hefði viðrað þessa snilld- arhugmynd sína um að opna skólana strax í upphafi verkfalls, fyrir að hvetja til verkfallsbrots? svanborg@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS Í DAG ALÞJÓÐLEG EFNAHAGSMÁL JÓN ORMUR HALLDÓRSSON „Fyrir íslenska eyðslukló væri það líklega þægileg tilhugsun að skuldir hennar væru helst vandamál fyrir þá sem lánuðu henni peninga“ ,, Dollarinn og við Þetta er sú þversögn sem Seðlabankinn stendur frammi fyrir. Þegar við bætist aðgangur fyrirtækja og einstaklinga að gengisbundnum lánum er hætt við því að stýrivextir bíti minna og þörf verði fyrir frekari hækk- un sem aftur hreki fleiri yfir í langtímalán. ,, 20-29 Leiðari (20-21) 16.11.2004 21:02 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.