Tíminn - 20.12.1973, Page 4

Tíminn - 20.12.1973, Page 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 20. desember 1973. "'W'W- v S T«» *<>'.,í,\' ,l**»<«.;V-., s. Wor>»J i; M «.,*«*» !**.««« i**r*««í híwhÆ Hér sjáum við þrjá glaðlega menn, sem voru heimsfrægir fyrir nokkrum árurn, og flestir kannast við nöfn þeirra ennþá. Á myndinni eru þeir með tilburði, sem eiga að sýna i hverju frægð þeirra lá. Sá með tennisspaðann heitir l’ancho (ion/.alc/. og er fyrrverandi heimsmeistari i tennis, — nú leiðbeinir hann hótelgestum á Caesars Palace Hotel I Las Vegas i tennis og skipuleggur kennslu og kapp- leiki i þeirri iþrótt. Johnny Wcissmuller er i miðjunni. Hann virðist vera aö taka sund- tökin, enda er hann frægur sundkappi og leikari. Þótt ótrú- legt sé, er hann 72 ára. Hann varð Olympiu-meistari i 100 metra sundi árið 1924, fyrir nærri 50 árum. Hann hefur leik- iö i mörgum Tarzanmyndum og sjónvarpsþáttum um Frum- skóga-Jim. Hann er ráðinn á sama hótel sem móttökustjóri gesta. Hjá Johnny stendur Joe I.ouis með tröllboxhanzka á annarri hendi, og það á að tákna fyrrverandi tign hans sem heimsmeistara i hnefakeik. Hann tekur einnig á móti gest- um á þessum fina stað, og sagt er, að fólki þyki það gaman að fá að taka i hönd hans, en hann kemur vanalega á móti gestun- um, brosandi með útréttan.stór- an og sterklegan hramminn og segir: ,,Hæ. Eg er Joe Louis, verið velkomin hingað til okk- ar”. Stjórnendur hótelsins eru mjög stoltir af þvi að hafa þessa frægu menn i þjónustu sinni og héldu blaðamannafund til að kynna þá.og þá var þessi mynd af þeim tekin og þeir kallaðir „Hiö fræga Las Vegas trló’’. . Prinsessan ^ lærir hjúkrun Þessi ungi hjúkrunarnemi er Marie Astrid prinsessa, dóttir stórhertogafrúarinnar Jose- phine-Charlotte og stórhertog- ans Jean af Luxemborg. Hún er mjög áhugasöm við námið, og vinum hennar finnst ekkert merkilegt að hafa preinsessu sér við hlið i hjúkrunarskólan- um, og auðvitað er það það heldur ekki. Slikt er gamaldags hugsunarháttur nú til dags, þeg- ar kóngafólk er ekki annað en venjulegt fólk, venjulegir borgarar. Þeir voru einu sinni frægir Jólabaðið hennar | 1 gamla daga var stundum talað um jólabaöiö, sem skylt þótti að fólk færi i fyrir hátiðina, — en svo var kannski ekki verið með svoleiöis pjattaðra tima ársins. En það er ekki aðeins mannfólkið, sem vill þrifa sig fyrir jólin. Hér sjáum við skjaldbökuna hana Agötu gömlu, sem á heima i Astraliu. Þar er sól og sumar og mesti hitatimi ársins um jólin, og þá er ekki amalegt að láta skrúbba vel á sér bakið upp úr köldu vatni. Hún nærri brosir af vel- liðan! DENNI DÆMALAUSI Þetta er nú sokkur i lagi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.