Tíminn - 20.12.1973, Side 23

Tíminn - 20.12.1973, Side 23
Kimmtudagur 20. desember 197:$. TÍMINN 23 HEIMSKRINGLA Veitingabúð og---- verða opin yfir hátíðarnar sem hér segir: VEITINGABÚÐ Þorláksmessa 23. desember: 05:00 — 22:30. Aðfangadagur 24. desember: 05:00 — 20:00 Jóladagur 25. desember: 09:00 — 21:00 2. jóladagur 26. desember: 05:00 — 2 1:00 Gamlársdagur 31. desember: 05:00 — 2 1:00. Nýársdagur 1. janúar: 09:00 — 2 1 00 SUNDLAUG Þorláksmessa 23. desember: 08:00 — 1 1:00. 16:00 — 19:30. Aðfangadagur 24. desember: 08:00 — 1 1 00 Jóladagur 25. desember: 15:00— 1 7:00. 2. jóladagur 26. desember: 08:00 — 1 1:00. 1 6:00 — 1 9:30. Gamlársdagur 31 desember: 08:00 — 1 4:00. Nýársdagur 1. janúar: 08:00 — 1 4:00. Hótel Loftleiðir óskar öllum viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsæls nýárs og þakkar ánægjuleg viðskipti. WOTEL LOFMÍ/fl Söguspilið er bæði fyrir börn og fullorðna:, fyrir fullorðna til aö rifja upp og fyrir börn til að læra. Vill festa að nýju rætur þjóðarinnar í sögunni Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi skólastjóri að Eiðum, vildi leggja þjóð sinni lið i tilefni 1100 ára afmælis. íslands- byggðar, og hefur nú gefið út, ásamt Þresti Magnússyni teiknara, söguspil. Spilið er byggt upp á svipaðan hátt og Matadór, en markmiðið er að komast sem fyrst á Þingvöll árið 11974. Meðan á þessu kapphlaupi stendur, upplifa keppend- un marga örlagarikustu atburði sögunnar. Ferðin er farin i tveimur áföngum. Fyrst er farinn aldar- hringurinn með 36 myndskreytt um og mislitum söguspjöldum. A þeim er fróðleikur tengdur viðkomandi ártali og upplýsingar um það, hvort viðkomandi verður fyrir óhappi ileik, hlýtur vinning eða viti, sem ýmist flýtir för eða seinkar. Þegar aldarhringnum er lokið, hefst siðari umferð, kapphlaupið eftir atburðasniglin- um i átt til Þingvalla. A leiðinni eftir sniglinum eru ljósir og dökkir deplar, og keppendur nota happa og glappaspjöldin eftir þvi hvort þeir lenda á ljósum eða dökkum depli. Hvert spjald fyrir sig hefur frá atburði að segja, sem leiddi til farnaðar eða ófarnaðar fyrir einstaklinga eða þjóðina. Keppandi getur t.d. orðið einn af stofnfélögum Flugfélags tslands, gengið á Heklu með Eggerti og Bjarna eða þá að Tyrkir ræna honum. Auk frásagnar af atburðum þeim.semhér verða á veginum, segir spjaldið til um ávinning eða tap. Við náðum tali af Þórarni Þórarinssyni og spurðum hann, N Ý SKÁLDRIT Helgi Hálídanarson: Kinversk Ijóð frá liðnum öldum 148 bls. Verð ib. kr. 800 + sölusk. Halldór Stefánsson: A fœribandi örlaganna Skáldsaga 158 bls. Vcrð ib. kr. 800 + sölusk. Baldur Óskarsson: Gestastofa ljóð 72 bls. Verð ib. kr. 580 + sölusk. Pétur Gunnarsson Splunkunýr dagur Ljóð 100 bls Verð ib. kr. 580 + sölusk. Knut ödegárd: Hljómleikar í hvítu húsi Ljóð. Einar Bragi islenskaði. 63 bls. Vcrö ób. kr. 450 + sölusk. Erlingur E. Halldórsson: Tólffótungur Sjónvarpsleikrit. 76 bls. Verð ób. kr. 300 + sölusk. hver tilgangur hans hefði veriö með þessu spili. — Tilgangurinn var fyrst og fremst sá að nota þjóðhátiðarárið til að tengja æsku landsins við þjóðarsöguna. og festa að nýju. Þvi rótarslitinn visnar visir, þótt vermist hlýrri morgun- dögg. Þjóðarsagan er sifellt að fjarlægjast okkur meir og meir, og i augum margra unglinga. eru það einskonar steinaldarmenn. sem bjuggu hér fvrir aldaniót. Það hefur engin þjóð lifað aðra eins bvltingu og við. Þjóðin lifir ekki nema skamma hrið. sem sjálfstæð þjóð. eftir að hún hefur slitnað frá sinni sögulegu rót. Það var Iika annað. sem vakti fyrir mér. Spilið er fyrir fólk á öllum aldri og mig dreymir um, að spilið geti brúað eða stytt kynslóðabilið. 1 spilinu koma fyrir 100 atburðir úr þjóðar- sögunni að fornu og nýju. Söguspjöldin, sem fylgja með, eiga að vera kveikja áð umræðu um efnið milli eldri og yngri kynslóðarinnar, og vekja löngun hjá barninu til að vita meira um þessa örlagariku atburði sögunnar. Til þess að ná þessum tilgangi er notuð hröð atburðarás, sem heldur athyglinni vakandi og fastri við þjóðarsöguna. Þannig nálgast börnin hana eftir nýjum leiðum, en ekki á hinn hefð- bundna hátt gegnum lestur lær- dómsbóka og kannski misjafna kennara. — Nú höfum við tslendingar alltaf viljað telja okkur sögu- fróða menn. Heldurðu að þetta sé rétt? — Ekki lengur. En það má ekki rugla saman áhuga og þekkingu. Ahuginn á þjóðlegum Iróðleik er fyrirhendi, en menn gefa sér ekki lengur tima til að afía hans. — Megum við eiga von á fleiri slikum spilum? — Ég er með annað spil i undir- búningi. t þvi er tekin til meðferðar stutt frásögn af 60 mikilmennum þjóðarinnar á liðnum öldum. Ef söguspilið mælist vel fyrir, væri upplagt að taka fyrir landa- fræði og dýrafræði á sama hátt. Þetta spil á eflaust eflir að vekja áhuga margra barna og ekki siður fullorðinna, sem vilja rifja upp margt af þvi, sem þeir áður kunnu en hafa nú gleymt. Þröstur Magnússon teiknari réð frágangi spilsins og teiknaði myndirnar, sem eru sérstaklega skemmtilegar og litrikar, en Kassagerð Heykjavikur prentaði. -kr - eylndersen G& Lauth hf. Álfheimum 74,Vesturgötu 17, Laugavegi 39. Auglýsið / Tímanum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.