Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 4
4 21. nóvember 2004 SUNNUDAGUR Vinstri grænir: Vilja hætta miðstýrðum samræmdum prófum STJÓRNMÁL Menntakerfið er allt of miðstýrt og því verður að draga úr vægi aðalnámskrár og hætta að leggja samræmd próf fyrir nem- endur grunnskólans. Þetta er nið- urstaða hóps sem fjallaði um menntamál á Flokksráðsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í gær. Katrín Jakobsdóttir, varafor- maður flokksins, stýrði hópnum. Hún segir að núverandi grunn- skólastefna sé ekki nægilega ár- angursrík. Læra verði af öðrum löndum sem betur hafi gengið. „Finnar hafa komið vel út í alþjóð- legum samanburði og könnunum en þar eru ekki samræmd próf,“ segir Katrín. „Þeir hafa hins veg- ar stöðluð próf sem kennarar geta lagt fyrir nemendur þegar þeim hentar. Þetta er sú leið sem við leggjum til að verði farin. Það er tómt mál að tala um fjölbreytni í skólastarfi þegar það er aðeins metið út frá fjórum bóklegum greinum eins og nú er gert.“ Katrín segir að veita verði skólunum aukið frelsi til að skipu- leggja sjálfir sitt starf. Nú fari mikið fé og mannafli í að skil- greina nákvæmlega allt skóla- starfið í gegnum aðalnámskrá, sem væri betur varið í skólunum sjálfum. - ghg Kindur brunnu inni í Hrútafirði Eldsvoði kom upp í hlöðu á bænum Hrútatungu í Hrútafirði. Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu, fékk snert af reykeitrun þegar hann bjargaði sauðfé úr fjárhúsunum, en 41 kind brann inni. BRUNI Fjörutíu og ein sauðkind brann inni í eldsvoða í úthúsi á bænum Hrútatungu í botni Hrúta- fjarðar í fyrrakvöld. Eldurinn kom upp í hlöðu sem er sambyggð fjárhúsunum. Gunnar Sæmunds- son, bóndi í Hrútatungu, náði að hleypa fénu út úr fjárhúsunum en kindunum sem voru í hlöðunni varð ekki bjargað. Gunnar fékk snert af reykeitrun og var fluttur á heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga, þar sem hann dvaldi yfir nóttina. Gunnar er viss um að eldurinn hafi komið upp í dráttarvél sem hann hafði lagt inni í hlöðunni. „Fyrr um daginn hafði verið erfitt að koma dráttarvélinni í gang út af miklu frosti. Þegar ég var bú- inn að sækja heyrúllur, til að gefa tvo næstu daga, skildi ég dráttar- vélina eftir inni í hlöðunni svo það yrði auðveldara að koma henni í gang daginn eftir,“ segir Gunnar. Hann fór úr fjárhúsunum um klukkan hálf sex. Upp úr klukkan hálf átta fór rafmagn af íbúðar- húsinu og þegar Gunnar fór að leita að vasaljósi varð hann var við eldinn í hlöðunni. Hann hljóp út að fjárhúsunum og hleypti fénu út. Kindurnar sem hýstar voru í hlöðunni brunnu inni en búið var að breyta hluta hlöðunnar í fjár- hús. Tvær til þrjár kindur eru sár- ar og ekki víst hvort þær muni lifa. Gunnar var alls með 430 kindur. Mikill eldsmatur var í dráttar- vélinni að sögn Gunnars. Í henni voru hátt í 150 lítrar af hráolíu og tugir lítra af smurolíu auk dekkj- anna. Dráttarvélin er gjörónýt og hlaðan er mikið skemmd en það tókst að forða því að eldurinn færi í fjárhúsin. Þó urðu nokkrar skemmdir á þaki fjárhússins. Slökkvilið frá Hvammstanga, Borðeyri og Búðardal kom á stað- inn auk þess sem nágrannar Gunnars komu til aðstoðar við að slökkva eldinn. Tankbíll frá Búð- ardal kom með vatn til slökkvi- starfsins en annars þurfti að sækja vatn í Hrútafjarðará. Slökkvistarfi lauk klukkan þrjú um nóttina. hrs@frettabladid.is ■ ASÍA Er gott að búa á Íslandi? Spurning dagsins í dag: Verður þú var/vör við mengun? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 19%Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun edda.is Ný bók eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. 1. sæti Börn og unglingar Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 10. – 16. nóv. „ ... upplagt að fjölskyldan lesi bókina saman. Fullorðnir og eldri systkini munu nefnilega ekki síður hafa gaman af uppá- tækjum Fíusólar en þau litlu.“ – Hrund Ólafsdóttir, MBL. BUSH OG LAGOS Bush Bandaríkjaforseti heilsar þarna Ric- ardo Lagos, forseta Chile, við upphaf leið- togafundar Asíu- og Kyrrahafsríkja. Bush í Chile: Þrýstir á Norður-Kóreu SANTIAGO, AP George W. Bush Banda- ríkjaforseti beindi spjótum sínum að Norður-Kóreu í gær þegar tveggja daga leiðtogafundur Asíu- og Kyrra- hafsríkja hófst í Chile í gær. Bush hyggst fá leiðtogana til þess að standa með sér gegn kjarn- orkuógn, sem hann segir stafa af bæði Norður-Kóreu og Íran. „Leiðtogar Norður-Kóreu fá að heyra okkur tala einum rómi,“ sagði Bush eftir að hafa rætt við Jun- ichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans. Bandarísk stjórnvöld vonast til þess takast megi að fá Norður- Kóreumenn aftur til samninga um að falla frá öllum kjarnorkuáætlun- um. ■ DÓMARI SKOTINN Hæstaréttar- dómari á Sri Lanka, sem var þekkt- ur fyrir að taka af hörku á upp- reisnarmönnum Tamíltígra, var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Colombo, höfuðborg Sri Lanka. Lífvörður hans lést líka í árás óþekktra vígamanna sem hurfu þegar á brott. INDVERJAR REIÐAST Indverskir ráðamenn kunna Bandaríkjastjórn litlar þakkir fyrir að samþykkja umfangsmikinn vopnasölusamning til Pakistan, nágrannans sem Ind- verjar hafa löngum deilt við. Pakistanar kaupa herþotur og ann- an búnað að andvirði 67 milljarða íslenskra króna. JOSE MANUEL DURAO BARROSO Einn æðsti valdamaður Evrópusambands- ins er ekki lengur maóisti. Barroso var maóisti: Stoltur af fortíð sinni PARÍS, AFP Hinn nýi yfirmaður framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, Jose Manuel Durao Barroso, viðurkennir að hafa ver- ið maóisti á yngri árum, og segist vera stoltur af því. Barroso er fyrrverandi forsæt- isráðherra Portúgals. Hann barð- ist fyrir lýðræði með stúdenta- hreyfingu á síðustu árum einræð- isstjórnar Antonios Salazar í Portúgal snemma á áttunda ára- tug síðustu aldar. „Ég er stoltur af þeim tíma í lífi mínu,“ sagði Barroso, en bætti því við að hann væri fyrir löngu orðinn fráhverfur kommúnisma, í hvaða mynd sem væri. ■ LÉST Í SPRENGINGU Einn lést og tveir særðust þegar sprenging varð um borð í rússneskum kaf- báti. Kafbáturinn K-223 lá við bryggju í Vilyuchinsk á Kam- sjatkaskaga, austasta hluta Rúss- lands, þegar sprengingin átti sér stað. FLOKKSRÁÐSFUNDUR VINSTRI GRÆNNA Sérstaklega var fjallað um mennta- og heilbrigðismál á fundinum í gær. 81% HLAÐAN Í HRÚTATUNGU Bóndinn telur að eldurinn hafi komið upp í dráttarvél sem lagt hafði verið innI í hlöðunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S JO N N I ■ ASÍA 04-05 fréttir 20.11.2004 21:23 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.