Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 12
12 21. nóvember 2004 SUNNUDAGUR vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is Við erum búin að setja upp mjög öflugt lið. Hér er mikið af ungu og vel mennt- uðu fólki sem kemur inn með nýja og ferska þekkingu og gengur hér inn í agaða vinnuferla. Þannig að við sameinum annars vegar ögun í gömlu jálkunum og hins vegar þekkinguna frá þeim sem koma nýir inn úr skólunum. GUNNLAUGUR SIGMUNDSSON, FORSTJÓRI KÖGUNAR „Til þess að ná árangri þarf að lifa í samkeppnisumhverfi þar sem þú þarft að vera á tánum. Um leið og menn kom- ast í þá stöðu að vera ekki með samkeppni í kringum sig er stutt í að þú farir að dala sjálfur því þá geturðu farið að sofa lengur á morgnana.“ Gamaldags agi í nútíma- legum rekstri Kögun hefur með stuðningi fjárfesta keypt fjölda hugbún- aðarfyrirtækja á síðustu misserum. Forstjórinn segir að sam- bland af aga og góðri menntun séu lykill af starfseminni og að félagið hyggist ekki kaupa fleiri innlend fyrirtæki en muni stækka utan landsteinanna. Þegar tæknibólan þandist hvað mest um aldamótin voru þeir ekki margir sem hefðu spáð því að fjórum árum síðar yrði hugbúnað- arfyrirtækið Kögun stærst ís- lenskra hugbúnaðarfyrirtækja. Þá veðjuðu metnaðarfullir starfs- menn og framsýnir fjárfestar á fyrirtæki sem þrátt fyrir mikinn taprekstur lofuðu eigendum sín- um ævintýralegri ávöxtun þegar frá liði. Sú ávöxtun hefur víðast hvar látið á sér standa en „gamal- dags“ hugmyndafræði í rekstri hefur reynst Kögun betur en nýj- ar hugmyndir reyndust öðrum hugbúnaðarfyrirtækjum. Voru ekki „sexí“ Á meðan starfsmenn í mörgum hugbúnaðarfyrirtækjum unnu í umhverfi þar sem ætlast var til þess að starfsmenn væru fyrst og fremst frjóir og hugmyndaríkir þurftu starfsmenn Kögunar að sætta sig við þau óþægindi að skapa seljanleg verðmæti á hverj- um degi. Í hugbúnaðargeiranum hefur Kögun orð á sér fyrir að reka starfsemina af miklum aga. „Á uppgangstímum eins og árin 1999 til 2000 þótti það ekki vera mjög sexí að vinna fyrir svona fyrirtæki. En þeir sem koma og endast með okkur læra að meta það,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson, forstjóri Kögunar. Agi í fyrirrúmi Gunnlaugur segir þetta að hluta til vera vegna þess að fyrir- tækið hafi þurft að venja sig við mjög öguð vinnubrögð þegar helsti kúnni þess var Bandaríkja- her. Einnig skiptir það máli að Gunnlaugur og helstu stjórnendur eru af annarri kynslóð en flestir aðrir sem stofnað hafa og stjórnað hugbúnaðarfyrirtækjum á síðustu árum. „Við erum búin að setja upp mjög öflugt lið. Hér er mikið af ungu og vel menntuðu fólki sem kemur inn með nýja og ferska þekkingu og gengur hér inn í ag- aða vinnuferla. Þannig að við sam- einum annars vegar ögun í gömlu jálkunum og hins vegar þekking- una frá þeim sem koma nýir inn úr skólunum,“ segir Gunnlaugur. Það er hinn strangi agi í rekstri sem hefur öðru fremur gert Kög- un kleift að vinna sér sess sem miðdepill íslenskrar hugbúnaðar- 12-13 Viðskipti sun 20.11.2004 20:57 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.