Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 FER‹ALEIKURINN ER Á VISIR.IS – TAKTU fiÁTT! Þú gætir unnið ferð til Kaupmannahafnar eða London! BAKÞANKAR GUÐBERGS BERGSSONAR Munnurinn Munnurinn á íslenska þjóðarlík-amanum er yfirleitt alltaf í lagi. En stundum mætti halda að tennurnar í honum ætli að segja upp störfum og ákveða að kjósa frelsið. Aldrei er að allar ákveði í skyndi að rífa sig upp með rótum í einum rykk heldur sumar af sömu gerð. Reglan er sú að hvössu tennurnar skekkj- ast. Þær bera sig, taka af skarið, stíga fyrsta skrefið og skrölta þannig að ylhýra tungan er í hættu. Við að heyra lætin langar ekki aðrar að vera eftirbátar. Jaxlarnir innst í gómnum vita að þótt flatir séu eru þeir meiri jötnar við að merja undir sig en vígtönn, þótt beitt sé. FRAMTENNURNAR vilja ekki láta sitt eftir liggja og líta stórt á sig, fremstar meðal jafningja. Þær bíta fyrst, bæði frá sér og til sín, ef svo má segja, og undirbúa tugguna. Ekki gera jaxlarnir það. Þeir bara auka maukið. Þannig heldur lífræna þróunin áfram meðan á andlegri og líkam- legri máltíð okkar Íslendinga stend- ur. UGGVÆNLEGT er þegar allar tennur gera sig líklegar til að kjósa frelsið, þótt auðsætt sé að þær eiga eftir að renna niður í rassgat. Áður en það gerist hættir þeim til að skrölta hamslausar hver innan um aðra: Jaxl riðlast á framtönn og framtennur veltast innan um augn- tennur í haug. Verði þetta langvinnt vita tennurnar varla hvað þær eru að gera í trantinum eða hver til- gangur þeirra hafi verið af hendi guðs. ÞÆR ÞEKKJA ekki upprunalegt hlutverk, hvort það var eitthvert eða varð að engu í munnvaðlinum. Er til frelsi hvað tennur varðar? Var réttast að vera kyrr á sínum stað? Hefðum við þá ekki vitað hvað eða hvort við vorum að tyggja, okk- ur og öðrum til góðs, í stað þess að bryðja hver aðra? Ef svo heldur áfram, brotnum við og molnum. Það eina sem þannig tennur hafa upp úr krafsinu er að komast niður í maga þjóðarlíkamans og ganga niður af honum með harðlífi, niður- gangi eða enn einu viðbótarprumpi. SVO KOMA tannlæknar og skola og festa tannagreyin með spöng. Með henni getur munnurinn gegnt áfram sínu hlutverki, látið þær tyggja látlaust sömu tugguna af hlýðni við óþreytandi athafna- og matargatið, þótt ekki sé heil brú í höfðinu. 48 (36) Bak 20.11.2004 19:34 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.