Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 31
SUNNUDAGUR 21. nóvember 2004 19 Vín með jólamatnum 2004 Vínsýning á Nordica Hotel 20.-21. nóvember Vínsýning verður haldin á Nordica Hotel 20.-21. nóvember, kl. 14-18 báða dagana, á vegum Vínþjónasamtaka Íslands og Vínbúða. Aðgangseyrir er 1000 kr. og Spiegelau-glas fylgir með á meðan birgðir endast. Aldurstakmark er 20 ár. Söngnemar syngja í kirkjum Þeir sem bregða sér í messur í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu í dag mega líklega eiga von á því að heyra nemendur úr Söngskólanum í Reykjavík syngja einsöng. „Við höfum gert þetta í nokkur ár, haft samband við kirkjurnar á höfuðborgarsvæðinu, og þessu hef- ur verið geysilega vel tekið,“ segir Elísabet F. Eiríksdóttir söngkenn- ari, sem hefur haft umsjón með kirkjusöng nemendanna undanfarin ár. „Krakkarnir syngja ýmis kirkju- leg verk, ýmist einsöng eða tvísöng. Þau eru öll komin í framhaldsnám í söng og sum á háskólastigið, en kennarar velja að sjálfsögðu úr hópnum og bera ábyrgð á því að þetta sé frambærilegt.“ Alls eru nítján nemendur gerðir út af örkinni í dag til þess að syngja í samtals sautján kirkjum, það er í Áskirkju, Breiðholtskirkju, Bú- staðakirkju, Dómkirkjunni, Grafar- vogskirkju, Grensáskirkju, Hall- grímskirkju, Háteigskirkju, Krists- kirkju í Landakoti, Langholtskirkju, Neskirkju, Digraneskirkju, Hjalla- kirkju, Kópavogskirkju, Vídalíns- kirkju, Víðistaðakirkju og Seltjarn- arneskirkju. Í desember munu þrír nemendur að auki syngja í guðsþjónustu í Ár- bæjarkirkju, Fella- og Hólakirkju og Fríkirkjunni í Reykjavík. ■ Hin lifandi goðsögn Elizabeth Taylor hefur sagt við fjölmiðla að hún óttist ekki dauðann. Hún sagð- ist enn fremur hafa upplifað sig heimska og veigalitla þegar bág- legt heilsufar hennar hamlaði frek- ari hlutverkum í kvikmyndum. Elizabet, sem er 72 ára og fædd- ist í Bretlandi, þjáist af hjartabilun sem veldur henni öndunarörðug- leikum og sársaukafullum bein- sjúkdómi. Hún segist reyna að halda kímnigáfunni þrátt fyrir veikindin. „Fólk hlýtur að hugsa: 'Guð minn góður, tórir hún virkilega enn?“ En það er seigt í mér svo ég verð sennilega allra kerlinga elst. Og ég hræðist ekki dauðann. Ráð- færi mig jafnan við Drottin, skap- ara minn.“ Elizabeth Taylor varð stjarna aðeins tólf ára en frægust varð hún í hlutverki Kleópötru þar sem hún lék á móti manninum sem hún gift- ist tvisvar, leikaranum Richard Burton. Hún hefur tvisvar fengið Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í Butterfield 8 og Who's Afraid of Virginia Woolf? ■ ELIZABETH TAYLOR Lýsti því yfir við fjöl- miðla að hún væri ekki hrædd við dauð- ann. Elizabeth Taylor óhrædd við dauðann 18-31 (18-19) Helgarefni 20.11.2004 19:37 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.