Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 13
13SUNNUDAGUR 21. nóvember 2004 gerðar. Vöxturinn hefur verið hraður á þessu ári. Kögun hefur keypt hugbúnaðarfyrirtækin Ax, Hug, Streng – Landsteina og nú síðast Opin kerfi. Kögun er skráð í Kauphöll Ís- lands og er nú metið á ríflega sex milljarða króna en það mun vænt- anlega aukast mjög þegar gengið hefur verið endanlega frá kaup- unum á Opnum kerfum. Búa að viðskiptum við sjóherinn Kögun var stofnuð 1988 en hóf ekki starfsefmi fyrr en ári seinna og tók þá fljótlega við verkefnum fyrir Bandaríkjaher og var starf- semi félagsins fyrst og fremst í Kaliforníu í Bandaríkjunum til ársins 1995. Lengi framan af var herinn eini viðskiptavinur Kögun- ar en Gunnlaugur segir að eigend- urnir hafi tekið ákvörðun um að slíkt gengi ekki til lengdar og því hefur hlutur Bandaríkjahers í tekjum Kögunar lækkað hratt og er nú í kringum sjö prósent. Gunnlaugur segir að Kögun hafi búið mjög vel að því að eiga í viðskiptum við bandaríska her- inn. „Á þeim tíma þegar við kom- um inn er þetta orðið mjög að- þrengd fjárhagsstaða hjá banda- ríska flughernum. Það er samið við okkur með þeim hætti að það er vegið og metið nánast hvað þarf marga blýanta í reksturinn. Svo er samið um einhverja lága prósentu í hagnað ofan á það, sem er mikið lægri en annars gerist í viðskiptum, en á móti kem- ur að þú ert með fastan samning í lengri tíma,“ segir Gunnlaugur. Hagnaðurinn er föst stærð Sú hugmynda- fræði sem Kögun vandist í við- skiptum við Bandaríkjaher hefur mikil áhrif á það hvernig fyrirtækið s k i p u - leggur rekstur sinn. Gunnlaugur segir að flestir framkvæmda- stjórar líti svo á að hagnaður sé afgangsstærð í rekstrinum og ráðist af ýmsum óvissuþáttum. Gunnlaugur lítur ekki svo á. „Í okkar huga er hagnaðurinn föst stærð. Þegar við höfum náð sam- komulagi við framkvæmdastjóra okkar um hverju sé eðlilegt að ná í sölu og hver fastur kostnaður sé ákveðum við hver hagnaðurinn í hverju dótturfélagi og deild eigi að vera. Niðurstöðutalan er föst og framkvæmdastjórinn skilar henni og ef það er ekki að ganga þurfum við að grípa til aðgerða til að koma til hjálpar,“ segir Gunn- laugur. Það er ekki síst af þessum sök- um sem Kögunarmenn njóta trausts fjárfesta en mæta ekki alltaf mikilli eftirvæntingu starfsmanna í þeim fyrirtækjum þar sem þeir taka við stjórn. Þrátt fyrir að Gunnlaugur og Kögun hafi orðspor fyrir að gera rækilegar tiltektir í þeim rekstri sem fyrirtækið eignast segir hann að flestar slíkar breytingar séu gerðar í samvinnu við þá stjórn- endur sem fyrir eru. „Við höfum reynt að rugga ekki bátnum of mikið. Við reynum að færa okkur kúltúr yfir á hin fyrirtækin í gegnum framkvæmdastjórana en hreyfum ekki við ákveðnum þátt- um sem hafa þróast innan hvers fyrirtækis,“ segir Gunnlaugur. Stefnt á fleiri yfirtökur Gunnlaugur segir að þrátt fyrir vöxtinn hafi tekist að skila góðri arðsemi. Hin miklu fyrir- tækjakaup á síðustu misserum kunna þó að draga úr arðseminni um hríð en Gunnlaugur gerir ráð fyrir að næsta árið fari að miklu leyti í að ná tökum á þeim rekstri. Þó er útþenslunni ekki lokið og Gunnlaugur boðar að Kögun muni að minnsta kosti kaupa eitt fyrir- tæki í viðbót. „Á næstu tólf mán- uðum bætum við við að minnsta kosti einu fyrirtæki í út- löndum. Ég sé ekki fyrir mér að við s t æ k k u m meira á Ís- landi,“ seg- ir hann. T i l marks um vöxt Kögun- ar unnu f i m m t á n manns hjá fyr- irtækinu árið 1991 en nú tæp- lega eitt þúsund. „Það er reyndar stórhættulegt að mæla afköst í mann- afla. Þetta gera allir sem eru að spá í byggðapólitík. Þeir mæla alltaf hvað rekstur tekur til sín en ekki hverju hann skilar. Ég er því ekki hrifinn af þessum mæli- kvarða,“ segir Gunnlaugur. Mikilvægt að halda sér á tánum Gunnlaugur telur það ekki skynsamlegt fyrir Kögun að stækka meira innanlands. „Til þess að ná árangri þarf að lifa í samkeppnisumhverfi þar sem þú þarft að vera á tánum. Um leið og menn komast í þá stöðu að vera ekki með samkeppni í kringum sig er stutt í að þú far- ir að dala sjálfur því þá geturðu farið að sofa lengur á morgnana,“ segir hann. Hann segir það einnig hafa góð áhrif að vera með fyrirtækið skráð á hlutabréfamarkað. „Þetta heldur mönnum á tánum í staðinn fyrir að vera með fjölskyldufyrir- tæki þar sem allt gengur út á hvort maður kemst í sumarbú- staðinn á fimmtudagskvöldi eða föstudagsmorgni,“ segir hann. Ekki góður í málamiðlunum Vöxtur Kögunar og yfirtökur á öðrum fyrirtækjum, með tilheyr- andi breytingum í rekstri, hafa sýnt að forysta félagsins er ekki mikið fyrir að gera málamiðlanir. „Mér gengur ekki vel í málamiðl- unum. Ég reyni að lifa í sátt og samlyndi við umhverfið og mér finnst það heldur betra en að vera í stríði - ekkert mikið betra en svona heldur betra,“ segir hann. Það þarf því ekki að koma á óvart að Gunnlaugi hafi heldur leiðst það að vera þingmaður. Hann var kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn árið 1995 en lýsti því yfir undir lok kjörtíma- bilsins að hann gefði ekki kost á sér áfram. „Ég sé ekkert eftir því að hafa fengið tækifæri til að sitja á þingi og ég tel að ég hafi átt færi til að vera þar áfram. En ég átti kost á því að velja annað hvort dýnam- ískt umhverfi sem er þessi rekst- ur eða að velja steingelt um- hverfi, sem er samt sem áður bráðnauðsynlegt,“ segir hann. Rakst illa í þingflokki „Það var mér gríðarleg von- brigði að koma inn í þingið og skynja að það var ekki hægt að virkja þingmenn til að skilja mátt- inn sem getur verið í þingræðinu. Allt þetta fólk er með ráðherrann í maganum og bíður eftir ein- hverjum bitlingum. Ef menn skildu máttinn sem búið getur í þingræðinu væri gaman að vera á þingi. Þetta bara átti ekki við mig,“ segir Gunnlaugur. Hann þótti heldur ekki „rekast vel í flokki“ eins og það er kallað. „Þar fyrir utan var mér gert það alveg ljóst innan flokksins að mér var ekki ætlaður neinn framgang- ur. Ég held það hafi allir verið mjög sáttir við að missa mig og fá Kristin H. Gunnarsson. Í þessu ljósi sést hversu slæmur ég var í umgengni,“ segir Gunnlaugur og hlær. thkjart@frettabladid.is                                      ! "  # !$%!&  ' !! &  (!  ) *& " + ,  -!./ 0--    ) -!!-  1 2     ! "         #$%#$&$' )$%*)$"'+   ,   !    - "$.  -   /0$1"&2"  )%3$ 4   " ## 55 "!   /0$ $ %  $ &' $()* $ + ( ,- $.-+"  RAKST ILLA Í ÞINGFLOKKI Gunnlaugur rakst svo illa í þingflokki framsóknarmanna að hann telur að margir hafi verið fegnir að fá Kristin H. Gunnarsson inn í sinn stað. 12-13 Viðskipti sun 20.11.2004 21:04 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.