Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 34
22 21. nóvember 2004 SUNNUDAGUR Við hvetjum ... ... David Stern, framkvæmdastjóra NBA, til að taka hart á slagsmálum leik- manna Indiana Pacers í leik liðsins gegn Detroit Pistons um helgina. Stern þarf að gefa skýr skilaboð með harðri refsingu að slík framkoma er ekki liðin í deildinni annars er hætt við því að vinsældir atvinnukörfuboltans í Bandaríkjunum eigi eftir að dvína til muna.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 18 19 20 21 22 23 24 Sunnudagur NÓVEMBER Vissir þú ... að Snæfell er búið að vinna sex leiki í röð gegn Njarðvíkingum á þessu ári, tvo í deildinni, þrjá í úrslitakeppni og einn í úrslitaleik Hópbílabikarsins. Snæfell vann Njarðvík í annað sinn í þessari viku, fyrst í deildinni í Njarðvík á þriðjudag og svo aftur í Höllinni í gær. KÖRFUBOLTI Snæfell bar sigurorð af Njarðvík í úrslitum Hópbílabik- arsins í körfuknattleik í gær, 84- 79. Snæfell vann Grindavík í undanúrslitum en Njarðvíkingar lögðu nágranna sína, Keflvíkinga, að velli. Úrslitaleiksins var beðið með töluverðri spennu enda hafði Njarðvík ekki unnið Snæfell í síð- ustu fimm viðureignum liðanna og mátti því búast við að hinir grænklæddu myndu mæta dýr- óðir til leiks. Njarðvík byrjaði leikinn betur fyrstu mínúturnar en liðið lék svæðisvörn sem tók leikmenn Snæfells nokkurn tíma að átta sig á. Þegar Snæfell komst loks á skrið virtust Njarðvíkingar ekki eiga nein svör í pokahorninu. Það var einna helst Friðrik Stefánsson sem sýndi hvers megnugur hann er, átti margar skemmtilegar hreyfingar undir körfunni en dómar leiksins féllu ekki hans megin og heyrðust smellirnir oft langar leiðir þegar leikmenn Snæ- fells brutu á honum. Njarðvíkur- liðið lét dómara leiksins samt fara óþarflega mikið í taugarnar á sér og hefði mátt einbeita sér betur að leiknum sjálfum. Staðan í leikhléi var 48-37, Snæfelli í vil. Leikur Njarðvíkinga bar þess engan veginn merki að þeir væru að leika gegn liði sem hafði unnið þá í fimm leikjum í röð. Ekkert var hungrið og svoleiðis hugarfar gengur ekki í upp í leikjum sem þessum. Í lokaleikhluta mátti greina eitthvert teljandi lífsmark yfir Njarðvík, sem þá náði að minnka muninn í eitt stig, 70-69, þegar nokkrar mínútur voru til leiks- loka. Snæfell svaraði með 13-3 áhlaupi sem hélt Njarðvík í hæfi- legri fjarlægð. Þriggja stiga nýt- ing Njarðvíkinga varð þeim að falli undir lokin en ítrekuð tæki- færi til að minnka muninn báru ekki árangur og fyrsti titill Snæ- fells í vetur í höfn. Allir leikmenn Snæfellsliðsins áttu góðan dag en það sama verð- ur ekki sagt um lykilmenn Njarð- víkinga og hafa Páll Kristinsson og Brenton Birmingham oft leikið betur. „Þeir voru bara miklu betri en við og eiga hrós skilið,“ sagði Friðrik Stefánsson, leikmaður Njarðvíkinga. „Snæfellsgrýlan mun samt halda til fjalla eins og allar grýlur og við munum rífa okkur upp úr þessu.“ Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfells, var hæstánægður með fyrsta titil vetursins og sagði að stefnan væri tekin á fleiri. „Byrj- unin hjá þeim kom okkur á óvart, við reiknuðum ekki með 3-2 svæð- isvörn,“ sagði Bárður. „Við leyst- um það mjög fljótt og vel fannst mér. Við lærðum mikið af úrslita- keppninni í fyrra og sýndum það að við getum alveg spilað svona leiki eins og í dag. Menn eins og Siggi og Hlynur voru að spila feikivel og í raun allt liðið.“ smari@frettabladid.is Grýlan er ekki farin til fjalla Snæfell og Njarðvík áttust við í úrslitum Hópbílabikarsins í körfuknattleik í gær. Njarðvíkingar máttu bíta í það súra epli í gær að tapa fyrir Snæfelli í sjötta sinn í röð. ■ ■ LEIKIR  15.00 Lokadagur Bikarkeppni SSÍ fer fram í Sundhöllinni í dag.  14.00 ÍA og Ármann/Þróttur mætast á Akranesi í 1. deild karla í körfubolta.  19.15 Þór Þ. og Drangur mætast í Þorlákshöfn í 1. deild karla í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  10.00 Ronald Wright - Shane Mosley á Sýn.  16.00 Blackburn - Birmingham á Skjá einum.  16.30 Ryder-bikarinn í golfi á Sýn.  17.45 Heimsbikarinn í handbolta á Sýn. Bein útsending frá úrslitaleik heimsbikarsins.  19.50 Spænski boltinn á Sýn. Beint frá leik Real Sociedad og Athletic Bilbao.  21.55 Ameríski fótbotinn á Sýn. Beint frá leik New York Giants og Atlanta Falcons.  23.00 Helgarsportið á RÚV. GANGUR LEIKSINS 1. leikhluti Snæfell 27–22 2. leikhluti Snæfell 21–15 (48–37) 3. leikhluti Njarðvík 21–18 (66–58) 4. leikhluti Njarðvík 21–18 (84–79) BESTUR Á VELLINUM Hlynur Bæringsson Snæfelli TÖLFRÆÐIN Fráköst (í sókn) 41–40 (8–8) Tapaðir boltar 16–12 Stoðsendingar 19–19 Víti fengin (%) 17 (77%)–27 (78%) Villur 22–15 3ja stiga körfur (%) 9 (36%)–2 (14%) Hraðaupphlaupsstig 14–16 Stig eftir sóknafráköst 5–6 84-79 SNÆFELL NJARÐVÍK Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reyk- ingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: Verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsing- ar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar auka- verkanir og aðrar upplýsingar. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeining- um í fylgiseðli. Örsmá tafla meðstórt hlutverk KÖRFUBOLTI Keflavík og ÍS tryggðu sér sæti í úrslitaleik Hópbíla- bikars kvenna í gær þegar báðir undanúrslitaleikirnir fóru fram í Laugardalshöllinni. Liðin mætast í úrslitaleiknum í DHL-Höllinni um næstu helgi. ÍS vann Hauka 77–70 í hörkuleik þar sem lengi vel leit út fyrir að hið unga lið Hauka væri á leið í úrslitaleikinn. Haukar náðu mest 13 stiga forskoti í upphafi seinni hálfleiks en leiddu með 11 stigum í hálfleik, 36–47. Hauka- stelpurnar náðu ekki að halda út leikinn og töpuðu seinni hálf- leiknum með 18 stigum. Stúdínur mættu með gjör- breytt hugarfar til leiks í seinni hálfleikinn og munaði þar miklu um dýrmæt framlög Stellu Rúnar Kristjánsdóttur sem skoraði 16 af 21 stigi sínu í seinni hálfleik. Stella Rún var stigahæst, Signý Hermannsdóttir var með 18 stig, 19 fráköst og 5 varin skot, Þórunn Bjarnadóttir skoraði 16 stig og fyrirliðinn Alda Leif Jónsdóttir var með 15 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Pálína Gunnlaugsdóttir átti frábæran fyrri hálfleik þar sem hún skoraði 18 af 20 stigum sínum en stigahæst var Helena Sverris- dóttir með 32 stig auk þess sem hún tók 12 fráköst og gaf 7 stoð- sendingar. Ragnheiður Theódórs- dóttir skoraði síðan 10 stig og tók 7 fráköst. Auðvelt hjá Keflavík Keflavíkurkonur áttu í litlum vandræðum með Grindavík í hinum úrslitaleiknum og unnu að lokum með 42 stiga mun, 83–41. Keflavík náði mest 50 stiga mun í leiknum en hafði 24 stiga forskot í hálfleik, 38–14. Birna Valgarðsdóttir átti frábæran leik fyrir Keflavík, hitti úr 11 af 15 skotum sínum og endaði með 32 stig á 32 mínútum. Hin 16 ára Bryndís Guðmunds- dóttir lék einnig mjög vel, skoraði 19 stig, tók 9 fráköst og stal 6 boltum og þá var Reshea Bristol með 12 stig, 7 stolna bolta og 5 stoðsendingar á aðeins 22 mínútum. Keflavíkurliðið lék við hvern sinn fingur og virðist vera í sérflokki eins og staðan er í kvennakörfunni í dag. Hjá Grindavíkurliðinu var Erla Þorsteinsdóttir stigahæst með 13 stig og Ólöf Helga Pálsdóttir skoraði 9 stig. Undanúrslit Hópbílabikars kvenna í Höllinni í gær: Keflavík og ÍS í úrslit BIKARINN Á LOFT Hlynur Bæringsson, fyrirliði Snæfells, lyftir hér hópbílabikarnum eftir að Snæfellingar tryggðu sér hann eftir úrslitaleik við Njarðvíkinga í gær. STIG-FRÁKÖST–STOÐSENDINGAR (FRAMLAG INNAN SVIGA) SNÆFELL Desmond Peoples 22–9–0 (26) Pierre Green 20–3–6 (16) Hlynur Bæringsson 14–14–7 (28) Sigurður Þorvaldsson 13–3–4 (12) Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8–5–1 (9) Magni Hafsteinsson 7–6–1 (6) Bjarne Ómar Nielsen 0–1–0 (0) NJARÐVÍK Friðrik Stefánsson 24–10–2 (25) Anthony Lackey 20–5–0 (17) Matt Sayman 12–5–5 (16) Brenton Birmingham 11–9–7 (17) Páll Kristinsson 6–4–0 (1) Jóhann Árni Ólafsson 4–5–2 (9) Halldór Rúnar Karlsson 2–2–2 (7) Guðmundur Jónsson 0–0–1 (0) Kristinn Óskarsson, Björgvin Rúnarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson dæmdu. LÉTTUR Í LEIKSLOK Desmond Peoples var stigahæstur hjá Snæfelli í úrslitaleiknum gegn Njarðvík og fagnaði vel í leikslok. Fréttablaðið/Stefán Bikarkeppnin í sundi: Ægir með góða forustu SUND Ægismenn eru efstir að stigum í bikarkeppni Sundsam- bands Íslands fyrir lokadaginn sem fer fram í Sundhöllinni í dag. Ægir er með 16.081 stig, ÍRB eru í öðru sæti með 14.414 stig og SH í þriðja sæti með 13.926 stig. Þar á eftir koma svo KR í fjórða sæti með 13.786 stig, ÍA í fimmta sæti með 13.026 og Breiðablik í sjötta sæti með 10.741 stig. Lokadagurinn fer fram í dag og keppni hefst klukkan 15.00. 34-35 (22-23) SPORT 20.11.2004 21:28 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.