Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 107 stk. Keypt & selt 16 stk. Þjónusta 22 stk. Heilsa 6 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 23 stk. Tómstundir & ferðir 5 stk. Húsnæði 17 stk. Atvinna 15 stk. Tilkynningar 5 stk. Góðan dag! Í dag er sunnudagurinn 21. nóv., 326. dagur ársins 2004. Reykjavík 10.16 13.14 16.10 Akureyri 10.19 12.58 15.37 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Guðmundur Björnsson stýrir veghefli og hafði nóg að gera við að hreinsa snjó af strætum borgarinnar eftir ofankomuna sl. miðvikudag. Hann hélt sig mest á hinum þrengri og fáfarnari götum. „Vörubílarnir og vélskóflurnar taka aðalgöturnar og svo erum við á heflunum í hliðargötunum,“ sagði hann. Guðmundur er ekki starfsmað- ur Reykjavíkurborgar heldur á hann sig sjálfur. „Ég er bara leigður til borgarinnar af fyrirtækinu Malbikun sem ég er eigandi að ásamt öðrum,“ sagði hann brosandi og tók því vel að snjórinn væri að vissu leyti happ fyrir hann. „Vetrartíminn er yfirleitt dauður tími hjá fyrirtækjum í jarðvinnu þannig að það er ágætt ef snjóar af og til.“ Þegar með þarf eru vaktaskipti á heflin- um hjá Guðmundi og félögum hans. Oftast kveðst hann byrja sjö og átta á morgnana en stundum hefst vinnudagurinn um klukk- an fjögur. „Þá er ég bara kallaður út og sendur í eitthvert visst hverfi,“ segir hann rólega. Að sjálfsögðu er hefillinn búinn til vetr- araksturs, en þó bara með keðjur á öðru hverju hjóli. „Ég á keðjur á öll hjól en þarf þeirra yfirleitt ekki allra með,“ segir Guð- mundur og telur lítið mál að smella keðjun- um á á morgnana. „Þá er hefillinn inni og aðstaðan er góð,“ segir hann og kveðst líka smyrja þá liði sem þurfi smurnings við, það finni hann á sér. En finnst honum skemmtilegt að ryðja snjó? „Nei, mér finnst það nú ekki lengur. Það var það kannski einu sinni,“ segir hann brosandi og bendir á að víða séu þrengsli og hefillinn skilji eftir stundum sig rastir. Er hann þá oft skammaður? „Það kemur fyrir en er ekki algengt. Svo er líka stundum hringt og þakkað fyrir ruðninginn.“ gun@frettabladid.is Á heflinum í hliðargötum tilbod@frettabladid.is Lóð á vogarskálarnar er viður- kenning sem fjölþjóðlega hrein- gernignarfyrirtækið ISS Ísland og Landsv i rk jun hlutu nýlega fyrir góðan ár- angur í að auka sveig janleika og auðvelda starfsfólki sam- ræmingu starfs og einkalífs. Bæði fyrirtækin hafa glímt við að brjóta upp gamalt vinnufyrirkomu- lag og hefðir hvert á sínu sviði sem hingað til hafa verið haml- andi þegar samræming starfs og einkalífs er annars vegar. Í októbermánuði síðastliðnum voru skráðir 81.459 atvinnuleysis- dagar á landinu öllu sem jafngilda því að 3.880 manns hafi að með- altali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þessar tölur jafn- gilda 2,7% af áætlun Efnahags- skrifstofu fjármálaráðuneytis um mannafla á vinnumarkaði í októ- ber 2004. Áætlaður mannafli á vinnumarkaði í október 2004 er 145.628. Evrópusamningur um varnir gegn vinnustreitu var undirritaður hinn 8. október síðastliðinn af að- ilum vinnumarkaðarins á Evrópu- vísu, ETUC fyrir hönd verkalýðs- hreyfingarinnar og UNICE/CEEP af hálfu atvinnurekenda. Samning- innþarf að gildistaka hér á landi og hrinda í framkvæmd innan þriggja ára frá undirritun hans. Samningurinn hefur ekki verið þýddur á íslensku enn sem komið er en hægt er finna slóð hans á bsrb.is „Það er ágætt ef snjóar af og til,“ segir Guðmundur, sem hefur atvinnu af því að ryðja snjó af götum borgarinnar á veturna. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í atvinnu FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ NEYTENDUR O.FL. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Í skólanum er nægur matur handa öllum. Mað- ur verður bara að vera fljótur! Lynx Enduro 500 Árgerð ‘99. Stuttur sleði með 90 hö vél. Verðhugmynd 360.000. Gísli Jónsson ehf www.gisli.is Sími 587 6644, Bíldshöfða 14. Starfsfólk grænmetisdeilda BLS. 2 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Snjóruðningur er bæði þakklátt starf og vanþakklátt, segir Guðmundur Björnsson 19 Allt forsíða (01) 20.11.2004 19:43 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.