Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 46
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Silvio Berlusconi. 4,5 prósent. Outkast. 34 21. nóvember 2004 SUNNUDAGUR Hljómsveitin Ég hefur verið starfandi frá árinu 2002 og gaf hún sama ár út sína fyrstu plötu sem bar hið merkilega nafn „Skemmtileg lög“. Athygli vekur að fótboltakappinn Eiður Smári er einn af þeim sem standa fyrir út- gáfunni og er meðeigandi í plötu- fyrirtækinu Skeytin-Inn. „Ástæðan fyrir því að hann var til í að stofna plötuútgáfuna var sú að honum fannst lögin svo skemmtileg. Reyndar gerðum við líka lag sem heitir Eiður Smári. Við Eiður höfum þekkst lengi og vorum saman í ÍR-framlínunni,“ segir Róbert Hjálmtýsson, með- limur og upphafsmaður hljóm- sveitarinnar. Hljómsveitin samanstendur af þeim Baldri Sí- vertsen á gítar, Arnari Inga Hreiðarssyni á bassa, Erni Eld- járn á gítar og Róberti Hjálmtýs- syni sem syngur, spilar á tromm- ur og er allrahandamaður. „Það er sko búið að vera ansi mikið vesen hjá okkur. Okkur vantar tromm- ara og þess vegna hef ég verið að grípa í þetta og hitt.“ Ný plata er nú væntanleg frá strákunum sem mun bera heitið „Plata ársins“. Ekki er enn komið á hreint hvort platan komi út fyrir eða eftir jól. „Ef við gefum hana út fyrir jól þá erum við náttúrulega að stela þrumunni frá Bubba og það vilj- um við ekki. Hins vegar kemur það sterklega til greina að gefa plötuna út á skiladeginum. Þá meina ég á deginum sem allir skila hinum plötunum sem þeir fengu í jólagjöf. Þá verður okkar plata þarna skínandi flott í rekk- anum.“ Aðspurður um efni laganna og textanna á nýju plötunni segir Ró- bert: „Við erum mikið að fjalla um frekjuna í bönkunum og hvernig þeir plata unga krakka til þess að fá sér yfirdrátt. Það eru tvö lög á plötunni sem heita „Má bjóða þér yfirdrátt?“ Lögin um bankana eru ljótu lögin á plötunni en það er líka fullt af gleðilögum. Þau fjalla um peninga og græðgi og daginn og veginn. Þetta er gleðiplata. Við erum hressir strákar og alltaf í dansandi stuði á tónleikunum. Eins og Airwaves-mógúlarnir orð- uðu það þá spilum við svokallað „alternative“ popp, sem ég veit ekki alveg hvað þýðir en hljómar ansi vel.“ hilda@frettabladid.is Snilld.is býður þér á leik Liverpool vs. Arsenal vs ...býður þér á leik Liverpool-Arsenal 28. nóvember á Anfield í Liverpool. Sendu SMS skeytið JA BOLTI á númerið 1900 og þú gætir unnið. Við sendum þér tvær spurningar. Þú svarar með því að senda SMS skeytið JA A, B eða C á númerið 1900. Þú gætir unnið... • Ferð fyrir 2 á Liverpool-Arsenal* • Football Manager 2005 • Fullt af DVD-myndum • Og margt fleira... *Ferðin á leikinn er dreginn úr öllum innsendum SMS skeytum og nafn vinningshafa verður birt á www.snilld.is 24. nóvember. Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Stærsta pylsa í heimi EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN: ER EINN EIGENDA PLÖTUFYRIRTÆKISINS SKEYTIN-INN Plata ársins á leiðinni ... fær leikhópurinn sem kennir sig við Vesturport fyrir að hrista upp í áhorfendum í West End með Rómeó og Júlíu. HRÓSIÐ Stórmeistari á Hrauninu Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, og danski stórmeistarinn Henrik Danielsen heimsóttu fangelsið á Litla-Hrauni á dögunum. Þessi heimsókn var sú fyrsta af mörgum. Hrafn og Henrik notuðu tækifærið til að færa Trúnaðar- ráði fanga gjöf frá Hróknum, Eddu og Penn- anum; taflsett, bækur og skák- klukkur. Eftir að Hrafn og Hen- rik höfðu farið yfir nokkur undirstöðuatriði tafllistarinnar tóku þrettán fangar þátt í fjöltefli við Henrik. Þrír náðu jafntefli gegn danska stórmeistar- anum, sem er nýfluttur til Íslands til að stjórna Skákskóla Hróksins, en fleiri sýndu góða takta. Næsta heimsókn Hróksins á Litla-Hraun verður í desember og þá verður meðal annars haldið hraðskákmót. ■ HENRIK DANIEL- SEN Danski stór- meistarinn hefur tek- ið virkan þátt í starfi Hróksins. HLJÓMSVEITIN ÉG Kom meðal annars fram á Iceland Airwaves í Þjóðleikhúskjallaranum. PYLSAN KOMIN Í BÆINN Pylsan var flutt frá Hvolsvelli snemma um morguninn. Komið var við í Myllunni til að sækja pylsubrauðið. FLUTT Í KRINGL- UNA Pylsan og pylsubrauðið flutt í Kringluna. Allt virð- ist ganga að ósk- um. HEIMSMETIÐ ORÐIÐ AÐ VERULEIKA Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra tekur fyrsta bitann af heims- metspylsunni. Ein með öllu, nammi namm. Stjörnumerki: Hrútur. Hjúskaparstaða: Mjög góð. Hvaðan ertu? Úr Reykjavík. Helstu veikleikar: Ég er dálítið „control frík“ og því með fullkomnunaráráttu. Síðan er ég líka með flug- og lyftuhræðslu. Ég mun ekki höndla það þegar nýju risaþoturnar koma þar sem er lyfta á milli hæða. Helstu kostir: Ég held ég sé frekar vel upp alin, snyrtileg og kurteis. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Fréttir, Kastljós, Ameri- ca’s Next Top Model og Sopranos. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Víðsjá. Uppáhaldsmatur: Allur matur sem pabbi býr til. Uppáhaldsborg: Reykjavík, en ég held líka mikið upp á San Francisco og París þó það sé algjör klisja. Áhugamál: Samvera með vinkonum mínum, kaffid- rykkja, labba Laugaveginn, tónlist og að syngja. Jeppi eða sportbíll: Kannski jeppi. Uppáhalds- bíllinn minn er samt Volvo. Skelfilegasta lífsreynslan: Þegar ég var á gangi á verslunargötu í Bandaríkjunum um hábjartan dag og horfði allt í einu inn í byssuhlaup. Hver er fyndnastur/fyndnust? Oddný Sturlu- dóttir vinkona mín Hver er kynþokkafyllst(ur)? Silja Hauksdóttir vinkona mín. Trúir þú á drauga? Já. Hvaða dýr vildirðu helst vera? Fugl. Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Eitthvert skor- dýr. Besta kvikmynd í heimi: Adaptation. Besta bók í heimi: Biblían. Næst á dagskrá: Að fylgja bókinni minni eftir og sjá til þess að hún fljóti vel í jólabókaflóðinu. HIN HLIÐIN HIN HLIÐIN Á RITHÖFUNDINUM BIRNU ÖNNU BJÖRNSDÓTTUR Horfði inn í byssuhlaup BIRNA ANNA BJÖRNSDÓTTIR 18.04.75 46-47 (34-35) Folk 20.11.2004 20:57 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.