Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 41
SUNNUDAGUR 21. nóvember 2004 29 Frásagnaraðferð Samkvæmis- leikja er ekki með hefðbundnu sniði. Að vísu er sögumaðurinn al- vitur og segir frá í þriðju persónu en hann lætur ekki allt uppi. Hann er stríðinn og flakkar fram og til baka í tíma og rúmi, þó að hann einskorði sig að mestu við júlí- mánuð á Íslandi. Uppbyggingin er að sama skapi frumleg og spenn- andi. Vitneskjan um fólkið og for- tíðina kemur úr öllum áttum: kjaftasögur gamalla skólafélaga, minningargreinar, afmælisræða eða upphafin dagbókarfærsla skálds af efri hæðinni. Þannig byggir sögumaðurinn upp eftir- væntingu hjá lesendum – ljóstrar smám saman upp um helstu kosti og galla persóna bókarinnar – og heildstæð mynd tekur að mótast úr mörgum brotum. En hverju(m) á maður að trúa? Sum þeirra brota sem saman mynda persón- urnar stangast hreinlega á við það sem sögumaðurinn hefur þegar látið uppi. Með hverju broti og hverri blaðsíðu eykst hins vegar skilningurinn á persónum og þær dýpka um leið. Atburðarásin er áhrifamikil og einkennist af hendingum. Það eru fínpússaðar tilviljanir sem leiða persónur saman á afdrifaríkum augnablikum og ósjálfrátt leiðist maður í þær ógöngur að velta fyr- ir sér hvort örlög fólksins séu óumflýjanleg. Sem fyrr er ekkert svar við því. En tilviljanirnar í Samkvæmisleikjum eru hvorki ofnotaðar né óþarfar – eins og oft er hætt við – heldur raunsæjar og þjóna tilgangi sögunnar mjög vel. Lífið er jú oft og tíðum tilviljana- kennt. Bragi Ólafsson er hér með sína þriðju skáldsögu en áður en Bragi sneri sér að ritun skáldsagna hafði hann getið sér gott orð sem ljóðskáld. Það vill stundum verða svo að þegar ljóðskáld færa sig yfir í skáldsagnaformið er eins og þau viti ekki í hvorn fótinn þau eigi að stíga. Bundið mál eða prósi. Sum þeirra reyna jafnvel að sameina þessa ólíku þætti skálds- kapar með misgóðum árangri. Bragi er laus við þessa togstreitu og kominn langt með að þróa sinn eigin stíl. Sumt rímar við fyrri verk hans, eins og sérstæð kímnin og óframfærnar eða utangátta persónurnar, en frásagnaraðferð og uppbygging hefur tekið stökk- breytingum. Samkvæmisleikir er spennandi og átakanleg samtíma- saga með lunkinni fléttu. ■ BÓKMENNTIR HLYNUR PÁLL PÁLSSON Samkvæmisleikir HÖF: BRAGI ÓLAFSSON Útg: Bjartur Samkvæmisleikir eftir Braga Ólafsson er mögnuð skáldsaga. Þrælmögnuð. Tvö teiti eiga sér stað með tæplega sólarhrings millibili eina sumarhelgi í Reykjavík. Fyrra teitið er afmælisveisla þar sem gleðin ríkir en hið síðara heldur óþægilegra og erfið- ara. Teitin eiga það þó sameiginlegt að hálfpólski prentneminn Friðbert Witold Magnússon er miðpunktur þeirra beggja. Afleiðingar helgarinnar eru óvæntar og eftir lestur bókarinnar situr maður gjörsamlega bergnuminn. Hvað gerðist eiginlega? Bravó, Bragi! BRAGI ÓLAFSSON 40-41 (28-29) Menning 20.11.2004 20:29 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.