Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 6
6 21. nóvember 2004 SUNNUDAGUR Fræðsluráð Reykjavíkur: Úttekt á aðdraganda kennaraverkfalls SKÓLAMÁL Gerð verður úttekt á viðræðum kennara og sveitar- félaga sem leiddu til verkfalls kennara í rúmar sjö vikur. Þetta var ákveðið á aukafundi fræðslu- ráðs Reykjavíkur á föstudag. Skipaður verður hópur sér- fræðinga sem á að greina form kjaraviðræðna, kosti og galla; fjalla sérstaklega um framsal valds sveitarstjórna til launan- efndar og greina störf nefndar- innar. Hópurinn á að skila áliti um vænleg vinnubrögð í framtíð- inni. Þá var einnig ákveðið að skipa starfshóp með fulltrúum for- eldra, kennara, skólastjóra og fræðsluráðs um hvernig komið verði til móts við nemendur vegna vinnutaps í verkfallinu. Stefán Jón Hafstein, formað- ur fræðsluráðs Reykjavíkur, seg- ir nauðsynlegt að gera úttekt í líkingu við þær sem gerðar eru eftir náttúruhamfarir, þar sem farið er yfir hvað betur mætti fara í björgunarstörfum og for- vörnum. „Eftir þessar sam- félagshamfarir þurfum við að skoða hvers vegna okkur tókst ekki betur til,“ segir Stefán. „Það verður að tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur.“ - ghg Umdeildur meðal starfsfólksins Mikil óánægja starfsmanna Sameinuðu þjóðanna með yfirstjórn samtakanna hefur hvað eftir annað beinst að framkvæmdastjóranum Kofi Annan, þótt hann hafi sloppið með skrekkinn á föstudaginn. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AFP Þrátt fyrir að Kofi Annan hafi að mörgu leyti átt farsælan feril sem fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna undanfarin átta ár hafa hvað eftir annað skotið upp kollinum óþægileg mál í tengslum við yfir- stjórn Sameinuðu þjóðanna, sem vakið hafa hneykslun og reiði í garð framkvæmdastjórans. Nú á föstudaginn munaði litlu að stéttarfélag starfsfólks Sam- einuðu þjóðanna samþykkti van- traustsyfirlýsingu á Annan, sem engin fordæmi eru fyrir í sögu Sameinuðu þjóðanna. Hann slapp þó með skrekkinn, því starfsfólkið lét sér nægja að gagnrýna yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna án þess að beina spjót- unum sérstaklega að fram- kvæmdastjóranum. Í ályktun stéttarfélagsins, sem hefur innan sinna vébanda um það bil 5.000 starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, segir að yfirstjórnend- ur hafi „glatað trausti starfs- manna“ með því að hafa hvað eftir annað sýknað ýmsa yfirmenn samtakanna af alvarlegum ásök- unum. Gagnrýni starfsmanna hefur hvað eftir annað beinst að Annan sjálfum, þrátt fyrir að ályktuninni sé ekki beint gegn honum. Engin dæmi eru tilgreind í ályktuninni, en hún var sam- þykkt aðeins fáeinum dögum eft- ir að Annan sagðist bera fullt traust til Dileeps Nair, yfirmanns endurskoðunardeildar Samein- uðu þjóðanna, sem hafði verið ásakaður fyrir að áreita starfs- fólk sitt og hygla vinum sínum. Starfsmenn Sameinuðu þjóð- anna hafa einnig gagnrýnt Annan fyrir að taka ekki á ásökunum á hendur Ruud Lubbers, yfirmanni flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um að hafa áreitt konu í starfsliði sínu. Sömuleiðis hefur Annan verið gagnrýndur fyrir að hafa neitað að fallast á uppsögn Louise Frechette aðstoðarframkvæmda- stjóra, vegna árásar á höfuð- stöðvar Sameinuðu þjóðanna í Bagdad, þar sem 22 manns fórust. Ásakanir um svik og spillingu í tengslum við eftirlit Sameinuðu þjóðanna með olíusölu til stjórnar Saddams Hussein í Írak, sem og gagnrýni á friðargæslu Samein- uðu þjóðanna í Rúanda, sem gerði lítið til að koma í veg fyrir fjöldamorðin þar, hefur einnig orðið til þess að draga úr trausti margra á Annan. „Það er hugsanlegt að hann viti ekki beinlínis hvað hefur verið að gerast,“ sagði einn starfsmanna Sameinuðu þjóðanna. „En það er engin afsökun.“ ■ VEIÐIHUNDAR Veiðar með hundum hafa verið bannaðar. Refaveiðar: Bannið fer fyrir rétt BRETLAND, AP Þrátt fyrir að breska þingið hafi samþykkt að banna refaveiðar með hundum er barátt- unni ekki lokið. Andstæðingar bannsins höfðuðu mál og vonast til að dómstólar komist að þeirri niðurstöðu að bannið fái ekki stað- ist. Þegar þingmenn settu bann við því að hundar yrðu notaðir við refaveiðar gerðu þeir það á grundvelli þingheimildar sem hafði aðeins verið nýtt þrisvar á 55 árum. Andstæðingar bannsins sögðu í kæru sinni að þingheim- ildin ætti ekki við í þessu tilfelli og því ætti að fella bannið úr gildi. Dugi það ekki ætla þeir að höfða mál á þeim grundvelli að verið sé að brjóta mannréttindi. ■ UMFERÐARÓHÖPP Í HÁLKU Fyrri part gærdags urðu fimm aftaná- keyrslur í Hafnarfirði. Enginn slasaðist og tjón á bifreiðum ekki mikið. Lögreglan segir bílstjóra ekki aka miðað við aðstæður. Of stutt bil sé á milli bílanna. Keyrt sé aftan á þá sem vilji réttilega stöðva á rauðu ljósi. Fimm um- ferðaróhöpp hafa orðið í hálkunni á Sauðárkróki síðustu tvo daga. Eignatjón er talsvert, að sögn lögreglu. ■ BANDARÍKIN ■ LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða forsætisráðherra hótaði afsögnvegna skattadeilna? 2Hvað eiga ráðstöfunartekjur heimilaað hækka mikið með skattalækkun- um? 3Hverjir voru sigurvegarar EvrópskuMTV-verðlaunanna? Svörin eru á bls. 34 Héraðsdómur Reykjavíkur: Ár fyrir að stela bát DÓMSMÁL Maður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd- ur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa í apríl stolið 18 feta Sea Rover rörabáti og Suzuki-utan- borðsmótor að verðmæti samtals um 3.770.000 krónur. Ákærði neit- aði sök, þrátt fyrir að hafa játað við skýrslutöku að hafa stolið um- ræddum bát. Sakborningur sagð- ist hafa játað hjá lögreglu vegna þess að hann hefði óttast að þurfa að hefja afplánun á refsidómi frá því í mars, þegar hann var dæmd- ur í átta mánaða fangelsi. Vátryggingafélag Íslands krafðist skaðabóta vegna málsins, en dómurinn telur kröfuna óljósa og vandreifaða með öllu og var henni því vísað frá. ■ edda.is „Besta bók Auðar“ Auður Jónsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir bækur sínar og tvær þeirra, Stjórnlaus lukka og Skrýtnastur er maður sjálfur, voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Auður Jónsdóttir „Höfundur kann sannarlega að segja sögu.“ - Soffía Bjarnadóttir, RÚV „Besta bók Auðar.“ - Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljósið ERLENDA FORSETA Breyta á bandarísku stjórnarskránni þannig að einstaklingar af er- lendum uppruna sem fá ríkis- borgararétt eigi kost á að verða forseti. Stuðningsmenn Arnolds Schwarzenegger hafa beitt sér fyrir slíkri breytingu, hann er fæddur í Austurríki en fékk bandarískan ríkisborgararétt. HENTI LÍKUNUM Maður sem starfrækti líkbrennslu viður- kenndi að hafa hent 334 líkum sem hann tók að sér að brenna. Í stað ösku hins látna fengu aðstandend- ur sementsryk. Upp komst um svikin þegar lík fundust á víð og dreif um landareign hans. BANNA NETSKATTA Bandaríkja- þing framlengdi lög sem banna ríkjum og sveitarstjórnum að skattleggja nettengingar næstu þrjú árin. Slíkt bann var upphaf- lega sett 1998. Bannið kemur einnig í veg fyrir að tvö ríki skatt- leggi sömu söluna, svo sem þegar vara eða þjónusta er seld milli landshluta. Ríkjaráðstefna: Ályktað gegn hryðjuverkum KOSTA RÍKA, AP Á ráðstefnu ríkja Mið- og Suður-Ameríku, auk Spán- ar og Portúgal, náðist sátt um að styðja ályktun gegn hryðjuverk- um, sem lögð var fram af Kúbverjum. Í henni eru stjórn- völd í Panama ámæld fyrir að veita fjórum Kúbverjum sakar- uppgjöf fyrir tilraun til að ráða Fidel Castro, forseta Kúbu, af dögum árið 2000. Þá var Castro staddur á ráðstefnu þessara ríkja í Panama. Einnig eru Bandaríkin gagnrýnd í ályktuninni fyrir að hleypa þremur mannanna inn í landið. Í ályktuninni kemur fram að sakaruppgjöfin samræmist ekki baráttunni gegn hryðjuverk- um. Forsprakki fjórmenninganna, fyrrum CIA-liðsmaðurinn Luis Posada, er eftirlýstur í Venesúela fyrir að sprengja flugvél 1976, en 73 létust í sprengingunni. ■ STEFÁN JÓN HAFSTEIN Formaður fræðsluráðs Reykjavíkur segir að geri þurfi úttekt á samfélagshamförum eins og kennaraverkfalli líkt og gert er eftir náttúruhamfarir. UTANRÍKISRÁÐHERRAR KOMA SAMAN Utanríkisráðherrar frá ríkjum Mið- og Suður-Ameríku, auk Spánar og Portúgals, komu saman á ráðstefnu í San Jose, höfuðborg Kosta Ríka. KOFI ANNAN VEIFAR TIL STARFSMANNA Mörgum þykir hann ekki hafa tekið nógu hart á spillingar- og hneykslismálum æðstu yfirmanna Sameinuðu þjóðanna. 06-07 fréttir 20.11.2004 21:30 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.