Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 37
SUNNUDAGUR 21. nóvember 2004 25 Leikur DetroitPistons og Indiana Pacers endaði með allsherjarslags- málum milli leikmanna og áhorfenda í Au- burn Hills í Detroit. Eftir að Ron Artest braut á Ben Wallace hjá Pistons brutust út hrindingar á vellinum. Áhorfendur köstuðu flöskum að Art- est, sem varð til þess að hann og Stephen Jackson brunuðu upp í stúku og létu höggin dynja á söku- dólgnum. Ekki létuþeir sér það nægja því tveir aðr- ir áhorfend- ur, sem hættu sér inn á völlinn, fengu einnig rækilega að kenna á því og skarst Jermaine O’Neal þá í leikinn. Það segir meira en mörg orð að ólátabelgnum Ras- heed Wallace ofbauð atgangurinn og reyndi allt hvað hann gat til að stilla til friðar. Búast má við hörðum viðbrögðum frá David Stern, fram- kvæmdastjóra NBA-deildarinnar, sem alla tíð hefur litið ofbeldi leik- manna óvægum augum. Sekt spænskaliðsins Sevilla vegna óláta áhorf- enda í leik gegn Madeira í septem- ber hefur verið hækkuð úr 10 þús- und evrum í 16.500 evrur. Áhorfendur liðsins kölluðu ókvæðisorðum að leikmönnum Madeira og kveiktu í flugeldum í stúkunnni. Er þetta í annað sinn á skömmum tíma sem spænskir áhorfendur láta öllum ill- um látum en spænska knattspyrnu- sambandið þurfti á dögunum að biðjast forláts vegna kynþáttafor- dóma á vináttuleik Spánverja og Englendinga. Winfried Schäf-er hefur ekki fengið formlega uppsögn frá starfi sínu sem þjálfari landsliðs Kamerún í knattspyrnu. Stjórn landsliðsins hafði engu að síður ósk- að eftir því að krafta hans væri ekki þörf lengur. Schäfer ætlar að halda ótrauður áfram og færir góð rök fyrir því. „Ég hef ekki fengið uppsagnarbréf eins og lög kveða á um þannig að ég held mínu striki,“ sagði Schäfer. Lögreglan í Brasilíu hyggst leggjafram ákæru á hendur stjórn Sao Caetano vegna dauða Serginho, sem lést í leik vegna hjartatruflunar í október. Lögreglan fullyrðir að Serg- inho hafi verið látinn leika þrátt fyrir fulla vitn- eskju for- r á ð a - m a n n a liðsins um á s t a n d h a n s . Verði þeir f u n d n i r sekir geta þeir átt allt að 20 ára fangelsi yfir höfði sér. Serginho var aðeins þrí- tugur að aldri þegar hann lést. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Upplifðu það sama og strákarnir í 70 mínútum. Taktu áskorun, drekktu ógeðisdrykk og svaraðu skemmti- legum spurningum. Sennilega skemmtilegasta partýspil í heimi og fyrir alla fjölskylduna. Með öllum spilum fylgir frítt eintak af “Besta úr 70 mínutum 1” á DVD! Strákarnir úr 70 mínútum árita í BT á sunnudag! BT Skeifunni kl. 14:00 og í BT Smáralind kl. 15:00. 2.3 1.999 4.999 5.9 FYLGIR AÐEINS Í DAG! MÖGNUÐ SKEMMTU N! RÓBERT ENN OG AFTUR MARKAHÆSTUR Róbert Gunnarsson skoraði sex mörk í sigri íslenska landsliðsins á heimsmeisturum Króata. Fréttablaðið/Tommy Holl Ísland spilar um 5. sætið við Slóvena á Heimsbikarnum í handbolta í Svíþjóð: Sigur gegn heimsmeisturunum HANDBOLTI Íslendingar mættu Króötum í heimsbikarnum í hand- bolta í Gautaborg í gær og höfðu betur, 31-30. Íslendingar, sem töp- uðu tveim fyrstu leikjum mótsins, eru því búnir að vinna tvo leiki í röð, unnu Ungverja í fyrradag. Íslendingar héldu ávallt í við Króata, sem eru núverandi heims- og ólympíumeistarar. Íslenska landsliðið skeytti ekkert um þó að Króatar ættu að heita sigur- stranglegri og var jafnt á flestum tölum í fyrri hálfleik. Króatíska liðið náði að sigla tveimur mörk- um fram úr áður en flautað var til leikhlés, 18-16. Íslenska liðið þétti vörnina í seinni hálfleik og áttu Króatar á köflum erfitt uppdráttar gegn frísku liði Íslendinga. Króatíska liðið skoraði aðeins 12 mörk í seinni hálfleik, sem segir meira en mörg orð um góða vörn okkar manna. Einar Hólmgeirsson gerði sigurmarkið þegar 5 mínútur lifðu eftir leiks en andstæðingarn- ir náðu ekki að skora eftir það og íslenskur sigur straðreynd. Roland Eradze átti stórleik í markinu, varði 21 skot. Róbert Gunnarsson var markahæstur með 6 mörk, Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 og Dagur Sigurðsson var með fjögur mörk. Viggó Sigurðsson, þjálfari landsliðsins, var hæstánægður með sigurinn. „Það er ekki dóna- legt að leggja sjálfa ólympíu- og heimsmeistarana að velli,“ sagði Viggó eftir leikinn. „Við höfum lagt upp með það að menn séu að leggja sig 100% fram allan leikinn og árangurinn er eftir því. Sókn- arlega vorum við að leika mjög vel og nýttum okkar færi vel.“ Íslendingar mæta Slóvenum í dag í leik um 5. sætið. „Slóvenar eru með fullmannað lið og þetta verður mjög athyglisverður leik- ur. Ég á von á það verði jöfn og spennandi viðureign,“ sagði Viggó Sigurðsson. 36-37 (24-25) SPORT 20.11.2004 20:28 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.