Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 8
8 21. nóvember 2004 SUNNUDAGUR Ný áhöfn í brúnni í Brussel Ný framkvæmdastjórn ESB tekur til starfa á mánudag, þremur vikum síðar en ætlað var. Auðunn Arnórsson skýrir hér hvað olli töfinni og hvernig breytingarnar snerta Ísland. EVRÓPUSAMBANDIÐ Ný 30 manna framkvæmdastjórn hins stækk- aða Evrópusambands var á föstu- dag loks formlega staðfest í emb- ætti, þremur vikum seinna en til stóð. Hún hefur störf á mánudag- inn, undir forystu Portúgalans Jose Manual Barroso. Ein helsta breytingin sem varðar hagsmuni Íslendinga er að Maltverjinn Joe Borg tekur við sjávarútvegsmál- unum af Austurríkismanninum Franz Fischler, sem hafði sinnt þeim sem aukagetu við landbún- aðarmálin síðan árið 1999. Evrópuþingið (EÞ) samþykkti framkvæmdastjórn Barrosos með öruggum meirihluta á fimmtudag. Þremur vikum fyrr hafði Barroso dregið tillögu sína að liðsskipan framkvæmdastjórnarinnar til baka, þegar í það stefndi að þing- ið myndi hafna henni. Þingið hefur vald til að neita að sam- þykkja framkvæmdastjórnina í heild, ekki einstaka meðlimi henn- ar. Vegna óánægju margra Evr- ópuþingmanna með tvo af þeim 30 mönnum sem eiga næstu fimm árin að fara með framkvæmda- vald Evrópusambandsins leit út fyrir að þingið myndi beita þessu valdi sínu. Óánægja Evrópuþingmanna var mest með Ítalann Rocco Buttiglione, sem útnefndur hafði verið til að fara með dóms- og inn- anríkismál í nýju framkvæmdastjórninni, og með Lettann Ingrida Udre, sem til stóð að tæki við skatta- og tolla- bandalagsmálum. Vantraust þing- manna á Buttiglione er helzt að rekja til sjónarmiða sem hann lýsti í „yfirheyrslu“ í Evrópuþing- inu, þar sem hann lýsti því meðal annars.að sem trúaður kaþólikki teldi hann samkynhneigð vera synd. Vantraustið á Udre er að rekja til fjármálahneykslis sem hún er flækt í heima í Lettlandi. Buttiglione vék og Franco Fratt- ini, fram til þessa utanríkisráð- herra Ítalíu, sest í hans stað í framkvæmdastjórnina. Andris Piebalgs, sem var sendiherra Lettlands í Brussel, kemur í stað Udre. Hann verður ábyrgur fyrir orkumálum, sem upprunalega var ætlunin að Ungverjinn Laszlo Kovacs sæi um. Evrópuþingið mat það hins vegar svo að Kovacs skorti fagþekkingu til að eiga er- indi í það starf og við þessu mati brást Barroso með því að fela hon- um málaflokkinn sem Udre var ætlaður, en sá var í tíð fyrri fram- kvæmdastjórna hluti af mála- flokki innri markaðarins. Valdatilkall „látaláta-þings“ Atburðarás af því tagi sem olli þessari þriggja vikna seinkun á skipun nýju framkvæmdastjórn- arinnar á sér engin fordæmi í sögu ESB, enda vakti hún mikið umtal og athygli í ESB-ríkjunum. Hún endurspeglar eindregna við- leitni Evrópuþingsins til að styrkja stöðu sína í stofnanajafn- vægi ESB. Atburðarásin sýnir líka að Barroso, sem var áður for- sætisráðherra Portúgals, á ýmis- legt eftir ólært ef honum á að tak- ast að koma metnaðarfullum markmiðum í verk í sinni forseta- tíð. Í fjölmiðlum í ESB-ríkjunum var Barroso gagnrýndur harðlega fyrir það hvernig hann hélt á mál- um gagnvart EÞ; m.a. var hann sagður hafa verið of öruggur með sig, látið sem hann sæi ekki aðvör- unarljósin og vanmetið einsetning EÞ að láta reyna á vald sitt. Aftur á móti má segja að sömu fjölmiðl- ar, og flestir stjórnmálaleiðtogar í ESB-löndunum, hafi í þessari gagnrýni litið framhjá því að þeir sjálfir gengu út frá því að EÞ væri bara með látalæti. Eflaust hefði Barroso getað afstýrt þessum árekstri við þingið með því að sýna aðeins meiri stjórnkænsku. En vandamálið felst þó ekki sízt í tvíræðum reglum um það hvernig framkvæmdastjórnin er tilnefnd og samþykkt. Eins og kerfið er nú eru ríkis- stjórnir aðildarríkjanna svo til einráðar um það hverjir eru til- nefndir til setu í framkvæmda- stjórninni. Það er þó formlega á valdi forseta framkvæmdastjórn- arinnar að ákveða hvernig mála- flokkum er skipt á meðlimi henn- ar (en hann á bágt með að leiða hjá sér óskir þar að lútandi frá ríkisstjórnunum). Þá má EÞ kalla hina tilnefndu fyrir og meta fag- legt og persónulegt hæfi þeirra, en það hefur ekki vald til að hafna eða samþykkja þá hvern fyrir sig. Evrópuþingmenn eru óánægðir með þetta; slíkt hálfkáksvald sé stofnanalegur vanskapnaður og standi í vegi fyrir því þingræði í stjórnkerfi ESB. Þingræði í stjórnkerfi ESB? Göran Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, hefur þegar lýst opinberlega andstöðu við að EÞ fái vald til að velja meðlimi fram- kvæmdastjórnarinnar, hvern fyr- ir sig. Hindra verði að fram- kvæmdastjórnin verði smátt og smátt að evrópskri ríkisstjórn sem er ábyrg gagnvart Evrópu- þinginu með sambærilegum hætti og ríkisstjórnir aðildarríkjanna eru ábyrgar gagnvart þjóðþingun- um. Persson er semsagt þeirrar skoðunar að þingræði eigi ekki við í stjórnkerfi Evrópusam- bandsins; slíkt myndi gera lýð- ræðislegt umboð framkvæmda- stjórnarinnar mun sterkara og stöðu hennar þar með öflugri gagnvart ráðherraráðinu sem skipað er ríkisstjórnum aðildar- ríkjanna. Síðarnefndi kosturinn á sér hins vegar ýmsa fylgismenn í ESB, ekki síst innan Evrópuþings- ins. Þannig hefur svissneska blað- ið Neue Zürcher Zeitung t.d. eftir þýska Evrópuþingmanninum Silv- önu Koch-Mehrin, sem þar situr fyrir frjálsa demókrata, að EÞ eigi að fá vald til að tilnefna for- seta framkvæmdastjórnarinnar og hann eigi síðan sjálfur að fá að raða saman þeim mannskap sem hann telur heppilegastan. Þetta gæti, að sögn Koch-Mehrin, orðið áfangi að því að innleiða þingræði í stjórnkerfi ESB. Hér kristallast togstreitan milli sambandsríkis- sinna og þeirra sem vilja að ESB verði aldrei meira en verkfæri til skilvirks samstarfs fullvalda þjóðríkja Evrópu. „Óskiptur“ sjávarútvegs- málastjóri Til að fulltrúar nýju aðildar- ríkjanna tíu, sem gengu í sam- bandið 1. maí síðastliðinn., fengju eigin málaflokka til umsjónar var nokkrum „ráðuneytum“ fram- kvæmdastjórnarinnar skipt upp. Þannig mun framkvæmdastjórnin nú í fyrsta sinn hafa á að skipa manni sem helgar sig óskiptur sjávarútvegsmálum. Það er Malt- verjinn Joe Borg sem valdist í þetta embætti, en hann var utan- ríkisráðherra Möltu 1999-2004. Hann er lögfræðingur að mennt og þingmaður til margra ára fyrir maltverska hægriflokkinn (Nationalist Party). Frá því Malta gekk í sambandið í maí síðastlið- inn. var Borg eins konar „skugga- ráðherra“ þróunaraðstoðar í frá- farandi framkvæmdastjórn Romanos Prodis. Sem Maltverja standa málefni sjávarútvegs Borg mun nær en fyrirrennaranum frá hinu landlukta Austurríki. Borg leiddi aðildarviðræður Möltu við Evrópusambandið, en eins og kunnugt er náðu Maltverjar sér- reglum um sinn sjávarútveg (inn- an 25 mílna landhelgi í Miðjarðar- hafinu) inn í aðildarsamninginn. Endurskoðuð sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB tók gildi í fyrra og það verður því að mestu í verkahring Borg að framfylgja henni. Það á náttúrulega eftir að koma í ljós hvaða áhrif þessi mannaskipti í framkvæmda- stjórninni eiga eftir að hafa á hagsmuni Íslands í samskiptunum við ESB, en leiða má að því líkum að með „eyjarskeggjann“ Borg í þessu embætti muni Íslendingar í það minnsta ekki eiga erfiðara en í tíð Fischlers með að afla sínum sjónarmiðum áheyrnar. Jafnvel mætti draga þá ályktun að þar sem Borg stóð fyrir skömmu í því stappi að semja við ESB um sjávarútvegsmál fyrir hönd síns heimalands, verði eyru hans opn- ari en Fischlers fyrir sjónarmið- um og hagsmunum Íslendinga á þessu sviði. Efnahagsmál á oddinn Nýji framkvæmdastjórnarfor- setinn Barroso hefur lýst því yfir að hann muni leggja mestan metn- að í að vinna að því að hleypa krafti í Lissabon-ferlið svokall- aða, en það hefur að markmiði að gera Evrópu (les: ESB) að sam- keppnishæfasta efnahagssvæði heims árið 2010. Að ESB takist að verða komast framúr Bandaríkj- unum á þessu sviði á svo skömm- um tíma er nánast óraunhæft markmið (ESB-leiðtogarnir settu sér það árið 2000). En að þeir sem stýra Evrópusambandinu næstu árin haldi sig við að framfylgja því markmiði að efla efnahagskraft álfunnar getur þó ekki verið annað en góðs viti fyrir Evrópulönd innan sem utan sambandsins. ■ Nú er unnið að frágangi íbúaskrár 1. desember. Mikilvægt er að lögheimili sé rétt skráð í þjóðskrá. Hvað er lögheimili? Samkvæmt lögheimilislögum er lögheimili sá staður, þar sem maður hefur fasta búsetu. Hvað er föst búseta? Föst búseta er á þeim stað þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilis- muni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýðir að lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma. Hvenær og hvar skal tilkynna flutning? Breytingu á lögheimili ber að tilkynna innan 7 daga frá flutningi til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Enn fremur má tilkynna flutning beint til Þjóðskrár. Eyðublað vegna flutningstilkynninga er að finna á slóðinni www.hagstofa.is/deildir/theydubl.htm Hagstofa Íslands - Þjóðskrá Skuggasund 3, 150 Reykjavík Sími 560 9800, bréfsími 562 3312 Er lögheimili þitt rétt skráð í þjóðskrá? NÝ FRAMKVÆMDASTJÓRN ESB Meðlimir hennar, upprunaland, ráðu- neyti og fyrra starf José Manuel Barroso (48 ára); Portú- gal; forseti; áður forsætisráðherra Benita Ferrero-Waldner (55 ára); Austurríki; utanríkismál; áður utanrík- isráðherra Louis Michel (56 ára); Belgía; þróun- araðstoð og mannúðarmál; áður utan- ríkisráðherra Peter Mandelson (51 árs); Bretland; viðskiptamál; fyrrverandi ráðherra Else Mariann Fischer Boel (61 árs); Danmörk; landbúnaðarmál; áður land- búnaðarráðherra Siim Kallas (55 ára); Eistland; stjórns- ýslumál og barátta gegn svikum, vara- forseti; fyrrverandi forsætisráðherra Olli Rehn (42 ára); Finnland; stækk- unarmál ESB; sá áður um iðnaðarmál í frkstj. Jacques Barrot (67 ára); Frakkland; samgöngumál, varaforseti; sá áður um héraðamál ESB Stavros Dimas (63 ára); Grikkland; umhverfismál; sá áður um atvinnu- og félagsmál í frkstj. Neelie Kroes (63 ára); Holland; sam- keppnismál; var samgönguráðherra til 1989 Charlie McCreevy (54 ára); Írland; innrimarkaðs- og þjónustumál; áður fjármálaráðherra Franco Frattini (47 ára); Ítalía; dóms- mál og öryggi borgara, varaforseti frkstj.; áður utanríkisráðherra Markos Kyprianou (44 ára); Kýpur; heilbrigðismál og neytendavernd; áður fjármálaráðherra Andris Piebalgs (47 ára); Lettland; orkumál; áður sendiherra gagnvart ESB Dalia Grybauskaite (48 ára); Litháen; fjármál; áður fjármálaráðherra Viviane Reding (53 ára); Lúxemborg; upplýsingasamfélagið og fjölmiðlar; sá áður um menntamál í frkstj. Joe Borg (52 ára); Malta; sjávar- útvegsmál; áður utanríkisráðherra Danuta Hübner (56 ára); Pólland; héraðamál ESB; áður Evrópumálaráð- herra Jan Figel (44 ára); Slóvakía; mennta- og menningarmál; áður aðalsamn- ingamaður Slóvakíu við ESB Janez Potocnik (46 ára); Slóvenía; rannsóknir og vísindi; áður aðalsamn- ingamaður Slóveníu við ESB Joaquin Almunia (56 ára); Spánn; fer áfram með efnahags- og peningamál Margot Wallström (48 ára); Svíþjóð; stofnana- og samskiptamál, varafor- seti; sá áður um umhverfismál í frkstj. Vladimir Spidla (53 ára); Tékkland; atvinnu- og félagsmál; fyrrverandi. for- sætisráðherra Laszlo Kovacs (65 ára); Ungverjaland; skatta- og tollabandalagsmál; áður utanríkisráðherra Günter Verheugen (60 ára); Þýzka- land; fyrirtækja- og iðnaðarmál, vara- forseti; sá áður um stækkunarmál ESB Á EVRÓPUÞINGINU Framkvæmdastjórn Barrosos var samþykkt á fimmtudag eftir talsvert þóf . 08-09 24GR 20.11.2004 21:04 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.