Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 20
Atvinnuviðtal Þegar þú mætir í atvinnuviðtal vill yfirmaður þinn auðvitað sjá að þú sért góð/ur í samskiptum. Ekki hika við að svara spurningum á skemmtilegan hátt þó alvarlegur undirtónn sé undir- liggjandi. Yfirmaðurinn er líka mannlegur og horfir líka á sjónvarpið sem gæti verið skemmtilegt umræðuefni til að létta andrúmsloftið.[ ] Starfið Ljósmyndarar starfa bæði í ljós- myndastúdíóum og á vettvangi þar sem þeir taka myndir fyrir blöð, tíma- rit og aðra fjölmiðla. Stúdíómyndum má gróflega skipta í mannamyndir og uppstillingar en viðfangsefni vett- vangsljósmyndunar eru fleiri og þar má nefna fréttaljósmyndun, náttúru- og landslagsljósmyndun og umhverf- isljósmyndun. Þeir þurfa að hafa list- rænt auga og kunna að afmarka myndefnið þannig að æskilegum áhrifum sé náð. Námið Ljósmyndun er sérnám í Iðnskólanum í Reykjavík að loknu grunnnámi og tekur það þrjú námsár, þar af fjórar annir í skóla og 12 mánaða starfs- þjálfun á vinnustað. Að lokinni starfs- þjálfun gengst nemandi undir sveins- próf í ljósmyndun. Námsgreinar Í grunnnáminu eru almennar bókleg- ar greinar eins og íslenska, danska, enska og stærðfræði. Faggreinar eru meðal annars efnis- og pappírsfræði, markviss tölvunotkun, myndbygging og formfræði, myndgreining og graf- ísk hönnun, myndvinnsla, margmiðl- un og myndbandagerð. Í sérnámi eru kennd fög eins og hugmyndavinna og myndbygging, úrvinnsla og frágangur bæði í myrkraherbergi og með staf- rænni tækni. Réttindi Hægt er að öðlast meistararéttindi í ljósmyndun. Frekara framhaldsnám er hægt að stunda víða erlendis og upp- lýsingar um það er hægt að fá hjá Ljósmyndarafélagi Íslands. Hvernig verður maður Fólk bjartsýnt um efnahagshorfur Forráðamenn fyrirtækja telja aðstæður í efnahagslífinu betri en undanfarin tvö ár. Um 86 prósent aðspurðra töldu að- stæður góðar en einungis tvö pró- sent töldu þær slæmar. Mikil bjartsýni ríkir greinilega meðal aðspurðra þar sem tæplega níu prósent telja aðstæður í efnahags- lífinu verða verri eftir sex mánuði og um 22 prósent eftir tólf mán- uði. Stjórnendur 31 prósenta fyr- irtækja töldu að þeir myndu fjöl- ga fólki á næstu sem mánuðum, sextíu prósent að fjöldinn yrði óbreyttur og níu prósent að þeir myndu fækka fólki. Nokkru fleiri ætluðu að fækka fólki á landsbyggðinni en á höfuðborg- arsvæðinu. Fyrirtæki í öllum at- vinnugreinum ætla að fjölga fólki og mest í ráðgjöf og þjón- ustu. Einhver fyrirtæki í öllum atvinnugreinum að frátöldum fjármála- og tryggingafyrirtækj- um ætla að fækka fólki og voru þau flest í iðnaði og framleiðslu. Áberandi flest voru með starfs- menn á bilinu 50-100 manns og ætluðu fjórtán prósent þeirra að fækka fólki. Í könnun þessari svöruðu for- svarsmenn 305 fyrirtækja og var svarhlutfallið um 82 prósent. Sams konar kannanir IMG Gallup eru gerðar tvisvar á ári og er úr- takið fjögur hundruð veltuhæstu fyrirtæki landsins. ■ Vignir Þór sótti námskeið fyrir starfsfólk grænmetisdeilda, sem hann segir hafa verið mjög lærdómsríkt. Leonardo-styrkur fyrir starfsfólk grænmetisdeilda Starfið krefst þekkingar og þjónustulundar Leonardo da Vinci er starfs- menntaáætlun Evrópusambands- ins, en íslensk fyrirtæki, stofnan- ir, skólar og félagasamtök geta sótt um styrki frá Leonardó til mannaskipta- og tilraunaverk- efna. Markmið mannaskiptaverk- efna er að styrkja fólk í starf- stengda þjálfun erlendis. Á árinu 2002 fékk Iðntæknistofnun styrk úr Leonardo-áætluninni til þjálf- unar starfsmanna í grænmetis- og ávaxtadeildum verslana, en með tilkomu styrksins var hægt að senda starfsmann stofnunar- innar til menntastofnunar at- vinnulífsins í Hollandi og í versl- unarkeðju í Bretlandi. Eftir það fjármögnuðu Samtök verslunar og þjónustu og Iðntæknistofnun samningu námsefnis fyrir starfs- menn grænmetisdeilda og fyrsta námskeiðið var haldið haustið 2003. Vignir Þór Birgisson er einn þeirra sem hafa sótt slíkt nám- skeið sem starfsmaður ávaxta- og grænmetisdeildar Hagkaupa. Nú er Vignir innkaupamaður græn- metisdeildarinnar. „Þetta námskeið var mjög mikilvægt því fólk gerir sér trú- lega ekki grein fyrir því hversu mikil vinna liggur í fallegum ávaxta- og grænmetisborðum í verslunum,“ segir Vignir. „Starfsmennirnir þurfa að kunna skil á meðferð vörunnar, hvernig á að stilla upp, hvernig varan rýrnar og ekki síst hvernig skem- md vara getur skemmt út frá sér. Það er líka hluti af þessu starfi að geta leiðbeint viðskiptavinum, bæði hvað varðar meðferð hrá- efnisins og svo eru alltaf að bæt- ast við nýjar vörur sem fólk þekkir ekki og vill fá upplýsingar um. Þetta er ofboðslega skemmti- legt starf og krefst margvíslegra hæfileika eins og tilfinningu fyr- ir litum og uppröðum og ekki síst þjónustulund. Þá verður fólk að vera þokkalega hraust því starf- inu fylgir mikill burður á kössum og þrif og frágangur. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og má segja að enginn verði að manni fyrr en hann hefur unnið í græn- metinu,“ segir Vignir og skelli- hlær. edda@frettabladid.is Nýr vefur, nyttstarf.net, er kom- inn á laggirnar, en vefurinn er eins konar vinnumiðlunarvefur fyrir kennara. „Við sáum okkur leik á borði í verkfallinu að við gætum auglýst okkur á þennan hátt,“ segir Eyjólfur Hafstein, kennari við Árbæjarskóla, en hann ásamt Sigurborgu Ragnars- dóttur kennara er umsjónarmað- ur vefsins. „Það er þannig ástatt að þó samningarnir séu í höfn eru margir óánægðir. Ég er hræddur um að í vor verði fullt af kennur- um sem ekki vilja starfa við kennslu lengur og fari að leita sér að einhverju öðru.“ Atvinnuleitendur geta haft samband inn á vefinn og skráð inn upplýsingar um sig og þangað geta atvinnurekendur svo farið og séð hverjir eru í boði. Eyjólfur segir að vissulega sé mikið at- vinnuleysi meðal háskólamennt- aðs fólks, en hann trúi því að at- vinnurekendur muni nýta sér þessa nýju þjónustu. „Kennarar eru mjög vel menntað fólk og fjöl- hæft og við erum nú þegar með um 30 kennara á skrá.“ ■ Ný atvinnumiðlun kennara á netinu Fólksflótti fyrirsjáanlegur í stéttinni Starfsmenn í sjávarútvegi eru svartsýnastir á efnhagsaðstæður samkvæmt könnun- inni. Eyjólfur er umsjónarmaður nýs vinnumiðlunarvefs kennara. 20-21 (02-03) atvinna ofl 20.11.2004 20:28 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.