Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 18
Þ að kom í ljós árið 1990 aðRob Pilatus og FabriceMorvan höfðu aldrei sungið í lögunum sem hljómsveitin gaf út. Þeir voru í rauninni bara módel sem voru fengin til að hreyfa var- irnar með lögunum og vera gríma hljómsveitarinnar. Fólkið sem í rauninni söng lögin var víst ekki nógu fallegt til að selja plötur. Þeir voru fyrstir til að þurfa að skila Grammy-verðlaununum til baka og voru í rauninni tákn fyrir allt það sem fólk hatar við danstónlist. Hún var verksmiðjuframleiðsla og svo steríl að fólkið sem vann við fram- leiðsluna þurfti að ráða fyrirsætur til þess að gefa tónlistinni mann- eskjulegt útlit. Yfirborðsmennskan var slík að fólk keypti tónlistina einungis vegna sætu strákanna. Það sem pirraði almenning mest þegar komst upp um Milli Vanilli var að Rob og Fab voru orðnir gríð- arlega frægir. Af hverju ættu þeir að fá að öðlast frægð ef þeir gátu ekki einu sinni sungið? Einnig skammaðist fólk sín sennilega fyr- ir að hafa gleypt við markaðssetn- ingunni á þessari vitleysu. Framleiðandi Boney M Milli Vanilli var uppfinning þýska framleiðandans Frank Farian, sem hafði áður sett saman diskógrúpp- una Boney M. Farian hóaði saman nokkrum söngvurum og meðal ann- ars einum rappara og tveimur mið- aldra bandarískum mönnum. Þegar hann áttaði sig á því að plata hóps- ins var grípandi en ekki ytra útlitið réð hann tvær fyrirsætur og fyrr- um breikdansara, Rob Pilatus og Fabrice Morvan, til þess að þykjast vera hópurinn í myndböndum, á tónleikum og í viðtölum. Þeir áttu nokkra slagara sem fóru beint í fyrsta sæti á vinsælda- listanum eins og „Girl You Know It's True,“ „Blame It on the Rain“ og „Baby Don't Forget My Num- ber“ og frægðin fór fljótlega að stíga þeim til höfuðs. Betri en Bob Dylan Pilatus var sérstaklega slæmur og var kominn í kókaínneyslu og far- inn að bera sig og Fab saman við listamenn eins og Bob Dylan, Elvis Presley, Paul McCartney og Mick Jagger, sem var samlíking sem fór illa í marga. Þeir unnu svo Grammy-verð- launin árið 1989 fyrir besta nýja listamanninn og unnu þá meðal ann- ars Indigo Girls, Neneh Cherry, Soul II Soul og Tone-Loc. Rob og Fab fóru svo að þrýsta mikið á Fari- an að leyfa þeim að syngja allt sjálf- ir á næstu plötu og á endanum ljóstraði Farian upp leyndarmálinu um bandið árið 1990, dauðþreyttur á stælunum í fyrirsætunum. Þeir voru svo neyddir til að skila Grammy-verðlaununum og almenn- ingur var brjálaður vegna svikanna. Pilatus deyr Farian reyndi svo að setja Milli Vanilli aftur saman með raunveru- legu söngvurunum en platan þeirra floppaði algerlega í sölu. Pilatus höndlaði frægðarmissinn illa og reyndi að fremja sjálfsmorð. Hann og Morvan reyndu einnig fyrir sér saman sem söngvarar en voru ekki samþykktir aftur í tónlistarsenuna og diskurinn þeirra seldist ekkert. Árið 1995 var Pilatus svo handtek- inn og þurfti að dúsa nokkra mán- uði í fangelsi, meðal annars fyrir eiturlyfjabrot. Hann framdi svo sjálfsmorð árið 1998, aðeins 32 ára, og fannst lík hans á hóteli í Frank- furt þar sem hann hafði tekið ban- væna blöndu af lyfjum og víni. Fabrice Morvan er enn að reyna að slá í gegn sem sólótónlistarmaður og gengur víst ekkert of vel. hilda@frettabladid.is 18 21. nóvember 2004 SUNNUDAGUR Svikadúettinn Milli Vanilli afhjúpaður Það eru nú fjórtán ár síðan komst upp um svikin á bak við hljómsveitina Milli Vanilli. GERT GRÍN AÐ DÚETTNUM Milli Vanilli var þekkt fyrir bleika og bláa jakka sem hafa orðið uppsprettan að mörgum grímuballsbúningunum. Milli Vanilli er orðið eins konar hugtak sem lýsir svikum og óheið- arleika. Þegar Bush var sak- aður um að hafa upptöku- tæki innan á sér í kosninga- ræðu sinni var hann til dæmis kallaður Milli Vanilli. Einnig var Blair og Bush líkt við tvíeykið svikula. ,, SMS LEIKU R Sendu sm sið JA BSF á númeri ð 1900 og þú gae tir unnið! Bíómiðar , DVD myn dir og margt fleira! HONUM ER ALVEG SAMA HVORT ÞÚ SÉRT STILLTUR EÐA EKKI. Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið HANN KEMUR TIL BYGGÐA OG MISSIR SIG 18. NÓVEMBER HANN KEMUR TIL BYGGÐA OG MISSIR SIG 18. NÓVEMBER HANN KEMUR TIL BYGGÐA OG MISSIR SIG 18. NÓVEMBER ROB PILATUS FABRICE MORVAN 18-31 (18-19) Helgarefni 20.11.2004 19:36 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.