Tíminn - 20.01.1974, Blaðsíða 18

Tíminn - 20.01.1974, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 20. janúar 1974. Menn og málefni Úrræði viðreisnarinnar gegn verðbólgunni Útreikningar Sigurvins Einarssonar Stjórnarandstöðublöðin hafa litið rætt um verðbólgumálin i vikunni, sem leið. Aður höfðu þau lagt mikið kapp á þann áróður, að dýrtið hafi aldrei vaxið meira en i valdatið núverandi rikisstjórnar. Það, sem hefur valdið þessari þögn stjórnarblaðanna, eru út- reikningar, sem Sigurvin Einars- son, fyrrv. alþingismaður, birti hér i blaðinu siðastl. sunnudag. Sigurvin hafði gert útreikninga, sem sýndu samanburð á verö- bólguvextinum á fjórum þriggja ára timabilum. Útreikningar þessir voru byggðir á visitölu framfærslukostnaðar, en yfirlit um hana var nýlega birt i Hag- tiðindum. Samanburður þessi sýndi, að á timabilinu nóvember 1961-1964 haföi verðbólgan aukizt um 41.4%, á timabilinu nóvember 1964-1967 um 25.6%, á timabilinu nóvember 1967-1970 62.1% og á timabilinu nóvember 1970-1973 um 46.7%. Útreikningar þessir sýna, að verðbólguvöxturinn er um það bil þriðjungi meiri á timabilinu 1967- 1970 en á timabilinu 1970-1973. A siöara timabilinu er þó erlend verðhækkun riflegur hluti verð- bólguvaxtarins, en erlend verð- hækkun var nær engin á fyrra timabilinu. Að sjálfsögðu er rétt að taka verðstöðvunartimann, sem hófst i nóvember 1970 meö siðara timabilinu, þar sem þá var frestað verðhækkunum, sem ekki komu inn i visitöluna fyrr en að verðstöðvuninni lokinni. Svipað gerðist vegna verðstöðvunarinn- ar 1966-1967. Þá hækkaði visitala framfærslukostnaðar um 5.6% á heilu ári, en á næstu tólf mánuð- um hækkaði hún um 15%. Útreikningar Sigurvins Einars- sonar taka af öll tvimæli um það, að verðbólguvöxtur, sem var af innlendum toga spunninn, var mun meiri á timabilinu nóv. 1961- 1964 og þó einkum á timabilinu nóv. 1967-1970 en hann hefur orðið i tið núverandi stjórnar. Vísitölubannið 1 tilefni af þvi að stjórnarand- stöðuflokkarnir látast nú hafa ráð undir rifi hverju gegn verðbólg- unni, er ekki Ur vegi að rifja stutt- lega upp þau úrræði, sem þeir beittu meðan þeir voru i stjórn. Eitt fyrsta verk viðreisnar- stjórnarinnar var að beita sér fyrir setningu nýrra efnahags- laga, sem fékk nafnið: Viðreisn. 1 lögum þessum hljóðaði 23. greinin á þessa leið: „Öheimilt er að ákveða, að kaup, laun, þóknun, ákvæöis- vinnutaxti eða nokkurt annaö endurgjald fyrir unnin störf skuli fylgja breytingum visitölu á einn eða annan hátt. Tekur þetta til kjarasamninga stéttarfélaga og til allra annarra ráöningar- og verksamninga, svo og til launa- reglugeröa og launasamþykkta allra stofnana og fyrirtækja. Akvæöi i samningum um kaup og kjör, geröum fyrir gildistöku lag- anna, um greiöslu verðlagsupp- bótar samkvæmt visitölu, verða ógild, er lög þessi taka gildi, og sama gildir um samkonar ákvæði I launareglugerðum og launa- samþykktum stofnana og fyrir- tækja. NU er þrátt fyrir ákvæði 1. málsgreinar þessarar greinar ák- veöið i samninei stéttarfélaga eltir gildistöku þessara laga, að greidd skuli verðlagsuppbót sam- kvæmt visitölu, og er þá slikt ákvæði ógilt og hlutaðeigandi vinnuveitendum er óheimilt að fylgja þvi”. 1 þessari grein viðreisnarlag anna er m ;.o. bannað að greiða visitölubætur á kaup i einu eða öðru formi og reynt að ganga svo traustlega frá þvi, að ekki mun hægt að finna i islenzkri löggjöf öllu nákvæmari lagagrein en visi- tölubannsgreinina i „viðreisnar” lögunum frá 1960. Vísitölukerfið dæmt óhagstætt launþegum 1 greinargerö viðreisnarlaga- frumvarpsins var aðalefni þess flokkað i sjö aðalatriði. Sjöunda atriðið nefndist: Visitölukerfið afnumið, og sést á þvi, að afnám þess var talið eitt helzta bjargráð i efnahagsmálum af viðreisnar- stjórninni. 1 áðurnefndri greinar- gerð viðreisnarlagafrumvarpsins sagði svo um þetta atriði: „Til þess að koma i veg fyrir, aö aftur hefjist það kapphlaup milli verölags og kaupgjalds, sem tókst að stööva á siöastl. ári. leggur rikisstjórnin til, aö óheimilt sé aö miöa kaupgjald viö breytingar á visitölu. Reynslan hefur sýnt, að það visitölukerfi, sem hér hefur veriö i gildi siöan i byrjun heimsstyrjaldarinnar sið- ari, hefur eklii verið launþegum til neinna varanlegra hagsbóta. Þess vegna leggur rikisstjórnin til aö þaö veröi afnumið. Hins vegar eru ekki i tillögum rikisstjórnarinnar nein ákvæöi um grunnkaup. Það er stefna rikisstjórnarinnar, að þaö sé og eigi að vera verkefni samtaka launþega og atvinnurekenda, að semja um kaup og kjör”. Gylfi vifnar En ekki þótti nóg að halda þessu fram i greinargerö „við- reisnar”lagafrumvarpsins, held- ur taldi Gylfi Þ. Gislason sér skylt aö vitna um þetta i umræöunum á Alþingi, Hinn 15. febrúar 1960 fór- ust honum m.a. svo orð i neðri deild: „Það er nauðsynlegt að afnema visitölukerfið, af þvi að það færir launþegum engar varanlegar kjarabætur, engar varanlegar hagsbætur heldur stuðlar að hækkunum kaupgjalds og verð- lags á vixl, færir launþegum fleiri krónur, en ekki bætt kjör”. (A!þl. 1959. B-879). Verðtryggingin 1964 Visitölubannið gekk i gildi i ársbyrjun 1960. SU kenning reyndist meira en illa, að það nægði til að stöðva kapphlaupiö milli verðlags og kaupgjalds. Frá þvi i ársbyrjun 1960 og fram á mitt ár 1964 jókst dýrtiðin um hvorki meira né minna en 87%. En jafnframt varð svo hvert stór- verkfallið öðru meira á þessum tima, þar sem verkalýðssamtökin urðu að knýja fram grunnkaups- hækkanir til aö tryggja hlut félagsmanna sinna. Arið 1961 námu tapaöir vinnudagar vegna verkfalla ekki minna en 278 þús., árið 1962 100 þús. og árið 1963 207 þús. Aldrei áöur haföi orðið jafn- niikið tjón vegna verkfalla. Þegar kom fram á áriö 1964, gerðu hyggnari leiðtogar við- reisnarinnar sér ljóst, að skyn- samlegast væri að gefast upp við visitölubanniö. Þess vegna var gert hið fræga júni-samkomulag viö verkalýðshreyfinguna 1964. Samkvæmt þvi féllu verkalýös- samtökin frá verulegum grunn- hækkunum, en fengu loforö I stað- inn, aö visitölubætur á laun yröu teknar upp að nýju. Til þess að syia, að hér ættu ekki að vera nein svik i tafli, ákvað viðreisnar- stjórnin að lögfesta visitölu- bæturnar. Samkvæmt þvi voru sett lög á haustþinginu 1964 um verðtryggingu launa. Þessi lög voru talin jafnmikið bjargráð þá og visitölubannið var talið i árs- byrjun 1960! Verkföllin miklu En Adam var ekki lengi i Paradis. Haustið 1967 var efna- hagsástandið komið i slikt öng- þveiti, að mati valdhafanna sjálfra, að þeir töldu ekki annað úrræði fyrir hendi en að fella krónuna. Þeir áliti hinsvegar gengisfellinguna koma að litlu haldi, meöan lögin um verðtrygg- ingu launa væru i gildi. Þess- vegna varð það lika fyrsta verk þeirra á Alþingi eftir þingkosn- ingarnar 1967 að rjúfa júni-sam- komulagið frá 1964 og afnema verötryggingarlögin. 1 kjölfarið fylgdi tvær stórar gengisfelling- ar, sem höfðu i för meö sér stór- fellda kjararýrnun fyrir laun- þega. A'.vinnurekendur neituðu að taka dýrtiðarbætur eða verð- tryggingu launa upp i kjarasamn- inga og vildu heldur ekki fallast á grunnkaupshækkanir. Afleiðing- arnar urðu stórfelld verkföll á ár- unum 1968, 1969 og 1970. Arið 1968 töpuðust 216 þús. vinnudagar vegna verkfalla, árið 1969 143 þús vinnudagar og árið 1970 296 þús. vinnudagar. Til samanburöar má geta þess. aö meðan verðtrygg- ingin var i gildi á árunum 1965 og 1966 uröu engin teljandi verkföll, Hin miklu verkföll, sem urðu hér á árunum 1961-1963 og 1968-1970, þegar visitölubætur voru ekki greiddar á laun, gerðu Island aö mesta verkfallslandi i heimi á siðastl. áratug samkvæmt skýrsl- um Alþjóðlegu vinnumálastofn- unarinnar. Verkföllin á árunum 1968-70 voru fyrst og fremst háö til að fá visitölubætur á laun teknar upp að nýju. Stjórnarflokkarnir þá- verandi, Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, hvöttu at- vinnurekendur eindregið til þess aö láta hér ekki undan siga. Fölsunin 1970 Þaö var fyrst eftir verkföllin miklu, sem urðu hér 1970, aö at- vinnurekendur fengust til þess að taka upp fullar visitölubætur. Samningar um það voru geröir i júni þetta ár. En stjórnarflokk- arnir þáverandi höfðu ekki áhuga á, að þetta samkomulag yrði haldið. Þá höfðu þeir aldeilis ekki slikan áhuga á óskertri og ófals- aðri visitölu og þeir þykjast hafa nú. Haustið 1970 beittu þeir sér fyrir setningu svokallaöra verö- stöövunarlaga. Eitt aöalefni þeirra var ákvæöi um að fresta greiðslu tveggja visitölustiga og að breyta visitölugrundvellinum þannig, að visitalan lækkaði um tvö stig. M.ö.o.: Lög voru sett um það að hafa fjögur visitölustig af launþegum. En þá töluðu Mbl. og Visir og Alþýðublaðið ekki um kauprán og fölsun, heldur kölluðu þetta „verðstöðvun”. Kjarasamningar BSRB og ríkisins Mbl. heldur áfram þeirri iðju að reyna að tortryggja hina nýju kjarasamninga BSRB og telja ávinning láglaunamanna litinn. Enginn, sem þekkir sögu Mbl., lætur sér til hugar koma, að þessi afstaða sé sprottin af áhuga þess á bættum kjörum láglauna- manna. Mbl. hefur aldrei skipað sér i sveit með þeim, þegar á hef- ur reynt. Mbl. telur hins vegar pólitiskt heppilegt fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, að nú verði knúö- ar fram sem mestar kaup- hækkanir og verðbólgan mögnuð á þann hátt. Það myndi gera rikisstjórninni erfitt fyrir og ef til vill stuðla að falli hennar. Launa- fólkið myndi hins vegar ekki hagnast á vexti verðbólgunnar, en hins vegar myndi gróði ýmissa verðbólgubraskara aukast. Verð- bólgan eflir ekki hag annarra en þeirra. Mbl.-menn dreymir bersýni- lega um, að þeir geti leikið sama leikinn nú og sumarið 1958. Þá tókst Sjálfstæðisflokknum að koma fram meiri kauphækkunum en atvinnulifið þoldi. Þetta leiddi til þess, að þáv. vinstri stjórn féll. Fyrsta verk Sjálfstæðisflokksins eftir fall hennar, var að lækka kaupið aftur með lögum, sem svaraði kauphækkunum, er hann hafði beitt sér fyrir fáum mánuð- um áður. 1 framhaldi af þessu, setti Sjálfstæðisflokkurinn svo ný lög, þar sem allar visitölubætur á kaup voru bannaðar. Eins og rakið er hér að framan, varð tsland á áratugnum 1960- 1970 mesta verkfallslandið i heiminum samkvæmt alþjóðleg- um skýrslum, þvi að verkalýðs- samtökin urðu að heyja stöðugt varnarstrið gegn kjara- skerðingaraðgerðum rikisvalds- ins. A þessum tima óx kaupmátt- ur verkamannalauna litið, þrátt fyrir stórauknar þjóðartekjur. Valdhafar sáu um, að þjóðar- auðurinn færi til annarra en lág- launafólksins. Launafólkinu er þessi reynsla áreiðanlega i fersku minni. Þess vegna mun það gera sér fulla grein fyrir þeim ástæðum, sem valda óánægju Mbl. yfir hinum nýju kjarasamningum milli rikis- ins og opinberra starfsmanna. Það fer ekki heldur fram hjá launafólkinu, að Mbl. gerir sér samtimis mjög tiðrætt um, hve illa atvinnuvegirnir séu staddir og Utilokað sé fyrir þá að fallast á nokkrar kauphækkanir. Þannig reynir Mbl. að hvetja atvinnurek- endur til að fallast ekki á þær kjarabætur, sem rikið hefur veitt opinberum starfsmönnum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.